Frjáls verslun - 01.07.1970, Page 10
B
FRJAL5 VERZLUN
cnda hafna henni einum rómi svo að segja umsvifalaust. Þar gátu deilu-
aðilar þó einu sinni verið sammála! Ekki virðist tíllagan liafa verið at-
huguð að ncinu marki, þar sem svar beggja kom fljótt og afdráttaríaust.
Umbjóðendum samningsaðila mætti ráðleggja að velta fyrir sér þró-
uninni sem hefði getað orðið við t. d. 10% gengishækkun og 5% launa-
hækkun: Áhrifin á útflutningsatvinnuvegina hefðu orðið svipuð og nú eru
orðin, nema hvað þeirra hefði gætt strax. Verðlag á innfluttum vörum
liefði lækkað verulega, og þannig fært launþegum raunhæfa kjarabót, og
aðrir atvinnuvegir hefðu getað staðið undir launahækkuninni án verðhækk-
ana, vegna lækkunar á erlendum tilkostnaði. í sumum tilfellum hefði
jafnvel mátt búast við verðlækkun á innlendri framleiðslu. Að síðustu
hefði verið komizt hjá því, að setja verðbólgulijólið á fulla ferð og að rýja
þrautpínda sparifjáreigendur.
Þeirri spurningu er enn ósvarað, hvenær okkur takist að koma upp al-
vöruþjóðfélagi, og hve lengi við getum leyft okkur að taka hverja koll-
steypuna af annarri. Höfum við ekkert lært af reynslunni?