Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 16
14 FRJALS VERZLUN Lög og réttur Firmað og réltarvernd þess IVIörg íslenzk fyrirtæki bera osjálfstæð nöfn, sem njóta engrar réttar- verndar, þegar á reynir. Miklu máli skiptir fyrir fyr- irtæki, að réttilega sé gengið frá firmaskráningu þess, en firmað er sem kunnugt er það nafn, sem fyrirtæki er rekið undir og notað er við undir- skriftir undir skjöl þess. Hver sá, sem rekur verzlun, hand- iðnað eða verksmiðjuiðnað, er skyldur að fara eftir ákvæðum firmalaga um firmanafnið, en einn megintilgangur þeirra laga er að koma í veg fyrir, að firma- nafn gefi rangar eða villandi upplýsingar um það, hvernig ábyrgð er háttað hjá fyrirtæki því, sem firmanafnið á. En við firmað eru líka bundnir marg- víslegir aðrir hagsmunir fyrir- tækis. Það er jafnframt það heiti, sem það kynnir starfsemi sýna undir og því beinist veru- legur þáttur allrar auglýsinga- starfsemi fyrirtækja að því að kynna firma þeirra. Firma fyr- irtækis, sem búið er að starfa lengi með góðum árangri, hef- ur mikið gildi í sjálfu sér og því skiptir það miklu máli, að firmað sé verndað á þann hátt, að hver og einn geti ekki tekið það upp og hagnazt þannig á kostnað fyrirtækisins, sem firmað á eða spillt fyrir því. Fyrir þessu er firmanu veitt réttarvernd. Enginn má hafa í firma sínu nafn annars manns eða nafn á fasteign annars manns án hans leyfis. í firma má ekki heldur nefna fyrirtæki, sem ekki standa í sambandi við atvinn- una og eigi má halda firma, sem tilgreinir ákveðna atvinnu- grein, óbreyttu, ef veruleg breyting verður á atvinnu fyr- irtækisins. í firma einstaks manns skal vera fullt nafn hans, þó má skammstafa skírnarnafnið. í firmanafninu má ekki vera neitt, sem bendir á félagsskap eða takmarkaða ábyrgð. Getur eigandinn undirritað með firmanafninu einu saman, þó að það sé ekki einkanafn hans. Firma félags með ótakmarkaðri ábyrgð skal að minnsta kosti vera nafn eins félagsmanns með viðauka, sem bendir á félags- skap (t.d. Jón Jónsson & Co.), svo framarlega sem nöfn allra félagsmanna eru ekki tekin upp í það. Firma hlutafélags skal til- greina, að félagið sé hlutafélag, skammstafað h.f., og önnur fé- lög með takmarkaðri ábyrgð skulu í firmanu hafa orð, er gefa til kynna starfsemi félags- ins (t.d. Kaupfélag Reykjavík- ur og nágrennis, Sláturfélag Suðurlands). í þeim má ekkert mannsnafn vera. VERZLUNARSKRÁR Um firmu skulu haldnar verzlunarskrár. Skal tilkynning til innritunar í verzlunarskrá fara fram i því umdæmi, þar sem skrifstofa atvinnunnar er og annast lögreglustjórar hver í sínu lögsagnarumdæmi skrá- setninguna ( í Reykjavík borg- arfógeti). Hlutafélög skal rita í sérstaka skrá, hlutaíélagaskrá. Skylt er að tilkynna til skrá- setningar firmu allra félaga. Einstökum manni er hins veg- ar heimilt að tilkynna firma sitt, en ekki er honum það skylt, nema firmanu sé valið sérstakt heiti, annað en nafn eigandans. í firmatilkynning- um eiga að vera allýtarlegar upplýsingar um firmað. Skal auglýsa þær tafarlaust í Lög- birtingablaðinu á kostnað til- kynnanda og við hver árslok lætur ríkisstjórnin birta í B- deild Stjórnartíðindanna skrá yfir allar þær tilkynningar, sem auglýstar hafa verið á árinu. Það, sem skrásett hefur ver- ið í verzlunarskrár og auglýst í Lögbirtingablaðinu, skal talið kunnugt almenningi, nema at- vík séu svo vaxin, að ætla megi að menn hvorki hafi haft vitn- eskju um það né til þess verði ætlazt af þeim. Meðan auglýs- ingin hefur ekki farið fram, hefur tilkynningin ekki þýð- ingu gagnvart öðrum, nema, sannað verði, að þeir hafi haft vitneskju um hana. Heimilt er mönnum að heimta upplýsing- ar úr verzlunarskrá. Verði breytingar á skrásettu firma, er að jafnaði skylt að tilkynna þær, sömuleiðis ef skrásett firma hættir eða verður gjald- þrota. RÉTTUR FIRMAEIGANDANS Með skrásetningu firma- nafnsins öðlast firmaeigandinn alla jafnan einkarétt til nafns- ins, sem felst í því, að öðrum er óheimilt að nota firmanafn ið eða annað nafn, sem líkist því á þann hátt, að um rugl- ingshættu geti verið að ræða. Einn helzti tilgangur firmanafnsins er að aðgreina firmað í samkeppninni við önn- ur firmu. Enda þótt firmalögin setji ekki sjálf nein lagaskil- yrði fyrir því, að firmanafnið hafi í sér fólgin þann hæfi- leika, sem til þessa þarf, þá hafa dómstólar gert þetta sem skilyrði fyrir lagavernd firma- nafnsins og einkaréttar þess. Þannig hefur kröfunni um sér- kenni firmanafns ekki þótt fullnægt, ef aðalorðið í firmanu er almennt vöruheiti. Hér má nefna einn dóm Hæstaréttar þar sem málavext- ir voru þannig: Hinn 1. marz 1930 var tilkynnt til skrásetn- ingar í Reykjavík hlutafélagið Fiskimjöl. Starfaði félag þetta síðan að framleiðslu fiskimjöls. Hinn 31. marz 1944 eða 14 ár- um síðar, var skrásett í hluta- félagaskrá Gullbringu- og Kjós- arsýslu hlutafélag með nafninu Fiskimjöl Njarðvík. Reykjavík- urfélagið, sem taldi sig hafa öðlazt einkarétt á heitinu Fiski- mjöl, krafðist þess, að dæmt yrði óheimilt að nota nafnið Fiskimjöl Njarðvík. Hæstirétt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.