Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 23
TRJÁLS VERZLUN 21 er svo neikvætt við ísland, að það geti háð okkur, en jákvæðu hliðarnar eru svo margvíslegar, að líkast til höfum við forskot yfir fjölmargar þjóðir, sem reyna að laða til sín ferða- menn. í 18 ár hef ég starfað meira og minna að ferðamál- um, og á þeim tíma 'hefur varla komið fyrir, að ég hafi hitt fólk, sem hefur verið ó- ánægt með komu sína hingað. Að sjálfsögðu eru alltaf til nöldurseggir, en þær kvartanir, sem ég hef heyrt, hafa aldrei verið bundnar við landið. Hlín Baldvinsdóttir, sem er hótelstýra á Hótel Esju, nýj- asta hóteli í Reykjavík, ræddi við FRJÁLSA VERZLUN um stofnun hótelsins og byrjunar- rekstur þess. 140 RÚM — VEITINGAR — RÁÐSTEFNUR F. V.: Hvernig hefur rekstur- inn gengið þessar fyrstu vik- ur? Hlín: Ég er ánægð með rekst- urinn fram til þessa. Flestar pantanir um hótelherbergi fyr- ir sumarið 1970 voru frá haust- inu 1969, en þá var þetta hótel ekki til, svo að það var ekki von, að okkur bærust pantanir. En við höfum sem sagt til þessa haft meira en nóg að gera við að hýsa gesti. F. V.: Hvað er hótelið stórt? Hlín: Hótelið er á 9 hæðum. Á fyrstu hæð er gestamóttaka, banki og blaða- og minjagripa- sala. Á efstu hæðinni eru bar og matsalur. Gistiherbergi eru á 6 hæðum, þar af eru nú kom- in í notkun 70 ’herbergi á þremur hæðum, og önnur 70 herbergi á þremur hæðum verða tekin í notkun næsta vor, en þetta eru allt tveggja manna herbergi. F. V.: Hvers konar gestir eru það einkum, sem hér dvelja? Hlín: Hótelum á íslandi er yfirleitt ekki skipt í flokka, eins og gerist víða erlendis, og þess vegna eru okkar gestir af ýmsu tagi; hingað koma til dæmis ferðamannahópar og fólk á ráðstefnur. En hér er verið að vinna að því að koma á lagg- irnar aðstöðu til ráðstefnu- halds. Á annarri hæð fáum við fundarsali. Einn fyrir 150 til 180 manns, sem einnig má skipta niður í þrjá minni sali fyrir 50 manns hvern. Annar fyrir 40 manns. 6 MÁNAÐA AFGREISLU- FRESTUR Á ERL. HLUTUM. F. V.: Voru ekki vandkvæði á því að ljúka við að innrétta hótelið með svona stuttum fyr- irvara? Hlín: Aðalvandinn var sá, að 6 mánaða afgreiðslufrestur er á ýmsu, sem til þurfti, eins og loftræstikerfi, gólfflísum, disk- um og hnífapörum og fleiru. Aftur á móti eru húsgögnin ís- lenzk og sömuleiðis teppi og gluggatjöld, sem ekki tók mjög langan tíma að fá. ÍSLENZKAR INNRÉTTINGAR TEPPI OG HÚSGÖGN. F. V.: Eru til einhverjar töl- ur um eðlilegt verð á hverju gistirúmi? Hlín: Verðið fer sennilega eftir því, hverju maður hefur úr að spila hverju sinni. Það er endalaust hægt að eyða. Kannski hefðum við komizt að hagkvæmari kjörum, ef meiri tími hefði verið til stefnu, en það, sem við feng- um frá íslenzkum fyrirtækj- um, fengum við með stuttum afgreiðslufresti. Til dæmis teppi frá Vefaranum, lausahús- gögn frá Kristjáni Siggeii’ssyni, aðrar innréttingar frá Kaup- félagi Árnesinga og Húsgagna- vinnustofu Ingvars og Gylfa, og svo Gamla kompaníinu, sem sá um innréttingar á fyrstu og níundu hæð. ÞRIGGJA ÁRA REYNSLU- TÍMI. F. V.: Hvað má telja eðlilegt að langur tími líði, þar til hó- tel fer að skila ágóða? Hlín: Það eru fá fyrirtæki, sem skila arði fyrr en eftir svo sem þrjú ár. Fyrstu árin fer ákaflega mikið í auglýsinga- starfsemi og kynningu, og sömuleiðis í að finna út, hvern- ig reksturinn getur orðið sem hagkvæmastur. F. V.: Eru hótel svo arðvæn- leg fyrirtæki, að skynsamlegt sé að festa mikið fjármagn í þeim? Hiín: Það er að sjálfsögðu undir aðstæðum komið á hverj- um stað hverju sinni. í miklum iðnaðarborgum er sennilega skynsamlegra að leggja fé í iðn- fyrirtæki. En hingað kemur vaxandi fjöldi ferðamanna á ári hverju og hér var þörf fyrir aukið hótelrými — og hag- kvæmt húsnæði var í boði. NAUÐSYN AÐ LENGJA FERÐAMANNATÍMANN. F. V.: Það er ákaflega tak- markaður fjöldi ferðamanna, sem kemur hingað til lands, nema yfir sumartímann. Hvern- ig verður rekstrinum hagað í vetur? Hlín: Hér verður haldið áfram að reka hótel í vetur. Til greina kom að hafa hér heima- vist, en frá því hefur verið horfið því að líkindum yrði viðhaldskostnaður svo mikill, að það mundi ekki bera sig. Veturnir eru erfiður tími og nauðsynlegt að reyna að lengja ferðamannatímann. Á sumrin eru íslendingar óverulegur hluti hótelgesta, en á veturna kemur fólk utan af landi til Reykjavíkur og dvelur þá gjarna á hótelum. HÓTEL, HEIMILI FERÐAMANNA. F. V.: Er það rétt, að Hótel í Reykjavík neiti að hýsa Reyk- víkinga? Hlín: Segja má að það séu ó- skráð lög hótela, að Reykvík- ingar fái ekki herbergi í Reykjavík, nema við alveg sér- stakar aðstæður, enda ekki tal- ið sennilegt, að þeir þurfi þá þjónustu. F. V.: Er það í verkahring hótelsins að leggja mat á sið- ferði gestanna? Hlín: í fyrsta lagi er ekki æskilegt að fá það orð á hótel, að þar sé sukksamt, og í öðru lagi eru hótel heimili þeirra, sem á ferðalögum eru, og við það er reynt að miða rekstur- inn. HÓTELSTJÓRN ER FJÖL- BREYTT FORSTJÓRASTARF. F. V.: í hverju er stjórn hótel- stjóra helzt fólgið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.