Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 65
FRJAL5 VERZLUN 63 MJÓLK OG ÁFENGI SAMAN Áður en langt um líður munu Kaupmannahafnarbúar eiga þess kost, að kaupa nýja flösku- drykki með mjólk að uppistöðu. Ekki hefur ennþá verið ákveð- ið hverju verður blandað í mjólkina, en það getur m.a. orðið ávaxtasafi eða áfengi, t.d. romm eða viský. Hugmyndin er að bjóða einnig tilbúna mjólkurrétti. Tilgangurinn með þessu er sá, að jafna nýtingu á mjólk- inni, en neyzlumjólk selzt mjög misjafnlega í Kaupmannahöfn, meðalsala á dag er 500 þús. lítrar, en allt niður í 200 þús. lítrar fyrir helgidaga. FERÐAMANNASTRAUM- URINN STÓREYKST Á ÞESSU ÁRI Upplýsingar um ferðamanna- straum til meðlimaríkja OECD (Efnahags- og framfarastofnun- arinnar) fyrstu mánuði þessa árs, benda til þess að hann auk- izt enn meira á þessu ári en síðustu tvö ár, en þá varð aukn- ingin mikil. Hvergi er um sam- drátt að ræða, nema til Skandi- navíu-landa, en ferðamanna- komur þangað urðu 7—8% færri fyrstu mánuðina í ár en í fyrra. Mest aukning varð til Japans, 37.4%, þar næst til Grikklands, 24.4%, og síðan til íslands, 24.0%. SMÍÐA NÆST ATLANTIC III Austur-Þjóðverjar hafa á undanförnum árum smíðað verksmiðjutogara, sem þeir kalla Atlantic I og II. í fram- haldi af því búa þeir sig undir að smíða verksmiðjutogarann Atlantic III, eða „Super-Atlant- ic”. Atlantic III á að verða 100 m á lengd, 15 m á breidd, dýpt- in frá aðalþilfari 9.5 m. í tog- aranum verða margvísleg tæki til vinnslu á fiskinum, en unnt verður að frysta 54 tonn á dag, 6 tonnum meira en í fyrirrenn- urunum. 600 SKIP FRÁ JAPAN Á 5 ára tímabili, 1965—1969, seldu Japanir öðrum þjóðum 600 fiskiskip, stór og smá. Mesta árssala var 1967, 166 skip. FENGU 12.3, EYDDU 11.8 Tekjur meðlimaríkja OECD (Efnahags- og framfarastofnun- arinnar) af ferðamönnum, þ.e. beinar gjaldeyristekjur skv. gjaldeyrisskilum banka, urðu árið 1969 12.318 milljónir doll- ara. Þegnar sömu ríkja eyddu hins vegar á ferðalögum annars staðar en heima hjá sér 11.805 milljónum dollara. Mestar tekjur af ferðamönn- um fengu Bandaríkjamenn, 2.058 millj. dollara, en þeir eyddu einnig mestu í ferðalög, hvorki meiru né minnu en 3.390 millj. dollara. ítalir fengu 1.632 millj. dollara, og eyddu aðeins 493 millj. dollara á móti. Og Spánverjar fengu 1.311 millj. dollara, og eyddu ekki nema einum 86 millj. dollara í stað- inn. Frakkar, Þjóðverjar og Kanadamenn fengu einnig yfir 1.000 millj. dollara hver þjóð, en eyddu nokkru meira. Gjaldeyristekjur Íslendinga af ferðamönnum urðu í fyrra 4 millj. dollara, 1 millj. meiri en 1968. Hins vegar eyddu ís- lendingar aðeins 3 millj. doll- ara í gjaldeyri vegna ferðalaga, og var það 1 millj. minna en 1968. STRAUMURINN TIL OG FRÁ EXPO ’70 í sambandi við Expo ’70 hef- ur ferðamannastraumur milli japönsku borganna Tokyo og Osaka verið gífurlegur, eins og nærri má geta. Tvö japönsk flugfélög, Japan Air Lines og All Nippon Airways, geta flutt 6.000 farþega daglega milli borganna, í 36 ferðum samtals. en ferðin tekur 55 mínútur með þotu. Japönsku járnbrautirnar geta hins vegar flutt 106.000 farþega á dag í 88 ferðum. Hraðlestin er rúma 3 tíma á leiðinni en venjulega lestin er rúma 4, vegalengdin er 553 km. Þessi flutningsgeta er talsverð, en dugir varla til, og hefur JAL t.d. oft þurft að senda 234 sæta DC-8-61 þotur í stað 129 sæta Boeing 727, sem venjulega eru notaðar á þessari flugleið. KOI.OK KOLOKFILM ekta kalkipappír fyrir vélritun. — Smitar ekki — hrein afrit — hrein frumrit. KOLOK leturborðar í allar tegundir rit- og reiknivéla. Superfine-Silki-Nylon. Litir: Svartur-Svart/rautt -Blátt-Blátt/rautt-Grænt -Brúnt. KOLOK PLASTIC FILM leturborðar fyrir I.B.M. vélar. HAUSER kúlupennar — Margar gerðir. HAUSER kúlupennafyllingar — alltaf nýjar. HANSA bréfaklemmur og skjalaklemmur — ekta stál. ÚRVALS VÖRUR Á HAGSTÆÐU VERÐI. AGNAR K. HREINSSON XJmboOs- og heildverzlun Bankastrceti 10 — Reykjavik Pósthólf 651f — Sími 16382
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.