Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 15
13 Skýrslugerð hjá Kjararannsóknarnefnil. lagt fram, og verkefni nefndar- innar er ekki að leggja fram til- lögur, heldur einungis að leysa úr þeim verkefnum, sem aðrir fela henni. Einasta von um betri starfsárangur nefndar- innar er, að einstök stéttarfé- lög og samtök atvinnurekenda fái það traust á nefndinni, að upplýsingar hennar verði gerð- ar að föstum grundvelli við lausn kjaradeilna. Annað hvort hefur nefndin ekki fengið fullt traust hjá stéttarfélögum og samtökum atvinnurekenda, eins og nauðsynlegt er eða að þessi samtök hafa af einhverj- um ástæðum ekki séð ástæðu til þess að leita til Kjararann- sóknarnefndar, því að tengsl þeirra og samskipti við nefnd- ina eru að staðaldri nánast eng- in. Ástæðurnar fyrir þessu eru einkum tvær. í fyrsta lagi er það samsetning nefndarinnar. Hún er ágætlega skipuð af hálfu atvinnurekenda, en þrír megin samningsaðilarnir úr þeirra hópi eiga hver sinn full- trúa í nefndinni. Það eru þeir Björgvin Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins, Haukur Björns- son, framkvæmdastjóri Félags ísl. iðnrekenda og Helgi Bergs, verkfræðingur, frá Vinnurnála- sambandi samvinnufélaganna. En frá launþegum er aðeins einn fulltrúi, sem hefur tengsl við verkalýðshreyfinguna. Það er Björn Jónsson alþingismað- ur, formaður Einingar á Akur- eyri. Segja má, að hann sé góð- ur fulltrúi verkalýðshreyfing- arinnar, þar sem hann er einn helzti forystumaður hennar ut- an Reykjavíkur. Aðrir fulltrú- ar ASÍ eru Sigurvin Einarsson alþingismaður og Hjalti Krist- geirsson hagfræðingur, en það er erfitt að sjá tengsl þeirra við verkalýðshreyfinguna. Þeir hafa aldrei haft nein afskipti af málefnum hennar og njóta þar einskis trúnaðar, enda munu þeir fremur vera fulltrúar þeirra pólitísku afla, sem að stjórn ASÍ stóðu árið 1963, er Kjararannsóknarnefnd var stofnuð, en launþegasamtak- anna sjálfra. Afleiðingin er sú„ að ekkert stéttarfélag í Reykjavík telur sig eiga sinn fulltrúa i nefnd- inni og er augljóst, að nefndin nær ekki miklum árangri í starfi sínum, á meðan svo er. Eðlilegast væri, að formaður Dagsbrúnar ætti sæti í nefnd- inni svo og t. d. einhver for- ystumaður járniðnaðarsam- bandsins, en innan vébanda þess er einn fjölmennasti hópur iðnaðarmanna í landinu. í öðru lagi má segja að ástæð- an fyrir ónógum árangri sé vinnubrögð deiluaðila í vinnu- deilum, en þau eru með þeim hætti, að ekki er mikils að vænta. Þar má fyrst nefna, að enginn maður ber nokkra á- byrgð gagnvart neinum á því, sem hann eða samtök hans gera. Upphaf vinnudeilu er venju- lega á þann veg, að verkalýðs- félögin segja upp gildandi kjarasamningum og bera fram nýjar kröfur. Þegar kröfur þessar eru gerðar, þurfa for- ystumenn verkalýðsfélaganna ekki að rökstyðja þær á nokk- urn hátt. Þeir geta í rauninni gert hvaða kröfur, sem þeim dettur í hug. Þessu er á annan veg farið í ýmsum nágrannalöndum okk- ar. Þar þurfa stéttarfélögin að gera grein fyrir því, af hverju kröfur eru gerðar, þ. e. hvaða markmiðum þau hyggjast ná með þeim. Auk þess sem þau verða að rökstyðja kröfur sín- ar út frá þeim tölulegu upplýs- ingum, sem opinberar hag- skýrslur viðkomandi landa láta í té, og sýna að þær leiði til væntanlegrar niðurstöðu og brjóti ekki í bág við þjóðarhag. Full ástæða er hér á landi til þess að samræma störf sátta- semjara og Kjararannsóknar- nefndar um leið og gerðar yrðu þær kröfur til þeirra verka- lýðsfélaga, sem segja upp kjara- samningum, að þau leiti um- sagnar þessara aðila á allri kröfugerð og dreifi henni síðan á meðal félagsmanna. Gagn- semi slíks fyrirkomulags bygg- ist vitanlega mest á því, að Kjararannsóknarnefnd sé þann- ig skipuð, að hún njóti trausts þeirra aðila, sem hún vinnur fyrir. FRAMTÍÐ NEFNDARINNAR Hjá Kjararannsóknarnefnd starfa nú 4 menn, en skrif- stofa nefndarinnar er til húsa að Skólavörðustíg 12. í framtíð- inni hlýtur starfsemi Kjara- rannsóknarnefndar að mótast mjög af því, hvaða vilja deilu- aðilar sýna til þess að notfæra sér sérfræðilega þjónustu við gerð kjarasamninga. Að undan- förnu hefur einnig verið rætt mikið um það á opinberum vettvangi, að breyta því fyrir- komulagi, sem tíðkazt hefur varðandi lausn vinnudeilna, þar á meðal að koma á fót sátta- stofnun sem starfaði allt árið. Eins og er, þá skiptir það í raun- inni litlu máli, hvort Kjara- rannsóknarnefnd er til eða ekki. Þau störf, sem unnin eru á skrifstofu nefndarinnar, mætti vel vinna í einhverri stofnun hins opinbera. En með annarri og raunhæfari skipan og lífrænna sambandi við launþegasamtökin, gæti nefndin komið að miklu gagni og orðið þess valdandi, að mun auðveldara yrði að leysa vinnu- deilur, en verið hefur undan- farin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.