Frjáls verslun - 01.07.1970, Qupperneq 67
F'RJALS VERZLUNf
65
Sósíölsku íbúðirnar hafa þó einn kost, ungfrú góð: Það er fljót-
legra að koinast inn í þær. — G. Húsch (Stern).
Okkar á milli sagt...
—• Hún sagði mér, að þú
hefðir sagt sér söguna um mig,
sem ég sagði þér, að þú mættir
ekki segja henni.
— Hvað hún getur verið
neyðarleg. Ég sagði henni þó,
að hún mætti ekki segja þér
að ég hefði sagt henni þetta.
— Nú já, en nú verður þú
að lofa mér að segja henni ekki
að ég hafi sagt þér að hún
hafi sagt mér þetta!
O
Magnússen litli er á göngu-
ferð með frú Magnússen:
— Það eru meiri ósköpin,
hvað þú hefur hátt. Fólk gæti
haldið að þú værir fisksölu-
kerling.
— Er það nema von; að vera
gift svona þorskhausi.
Nú hefirðu einu sinni enn
drukkið þig fullan og lent í
slagsmálum. Það er sár á enn-
inu á þér, maður — og svo
hefurðu límt plásturinn á speg-
ilinn í baðherberginu.
— Góðan dag, er það for-
stjórinn. Já, þetta er verkstjór-
inn á Bifreiðaverk.... Ég
hringi út af því að það varð
smá óhapp, þegar konan yðar
ók inn á verk....
— Já, já, já. Gerið bara við
bifreiðina á minn kostnað. Þýð-
ir nokkuð að fást um það?
— Nei, en er okkur óhætt
að endurreisa verkstæðið á yð-
ar kostnað?
Eftir 47 ára dygga þjónustu
hjá fyrirtækinu, fór Jónas yfir
aldursmörkin og varð að hætta
störfum. Síðasta vinnudaginn
var hann kvaddur eftir öllum
kúnstarinnar reglum, bæði af
fyrirtækinu og samstarfsfólk-
inu. Loks var honum ekið heim
og það gerði forstjórinn sjálfur
í dollaragríninu sínu.
Daginn eftir hitti einn startfs-
mannanna Jónas bak við hús
fyrirtækisins.
— Hvað í ósköpunum, þú ert
þó ekki að byrja aftur!
— Nei, ég er bara að sækja
hjólið mitt.
O
Ólafur góður, þegar við höf-
um dregið frá mánaðarlaunum
þínum skatta, félagsgjald til
KR, greiðslu fyrir morgunverð,
getraunaseðla, sjúkrasamlags-
gjaldið, afborganir vegna sjón-
varpsins, borðstofuhúsgagn-
anna og ryksugunnar, skuld-
arðu 2005 krónur, sem þú verð-
ur að greiða áður en þú færð
útborgað.
O
Hjónakorn stóðu á hafnar-
bakkanum og horfðu á skipin.
Dráttarbátur með heljarstóran
pramma í eftirdragi sigldi
fram hjá.
Maðurinn: Þetta er eins og
í hjónabandinu. Maðurinn er
dráttarbáturinn, sem vinnur og
þrælar frá morgni til kvölds,
og pramminn, sem aðeins er
dreginn, er eins og konan.
Konan: Þetta er hárrétt hjá
þér, vinur, dráttarbáturinn
drekkur, reykir og öskrar, en
pramminn þegir og ber byrð-
arnar.
O
— Nei, kæra Jóna. Peningar
skifta ekki öllu máli i þessum
heimi. Þú myndir t.d. aldrei
láta þér til hugar koma, að
giftast gömlum bjána eingöngu
af því að hann ætti smávegis
í handraðanum. Það er ég viss
um.
— Já, en forstjóri, þetta
kemur alveg flatt upp á mig!