Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Qupperneq 24

Frjáls verslun - 01.07.1970, Qupperneq 24
22 FRJALS VER'ZLUN Hlín: Það starf er margþætt, en fyrst og fremst starfar hann á svipaðan hátt og forstjóri hjá hverju öðru fyrirtæki. Hann skipuleggur verkefni starfs- fólksins, og sér um, að það sé ánægt; hann sér um fjárhald- ið og áætlanir og auglýsingar; hann fylgist með hag gestanna, sér um að nóg sé til af öllu, sem þeir geta hugsanlega þarfnazt, en þeir geta þurft ó- trúlegustu hluti, frá saumnál- um upp í sjónvörp, plástra, rit- vélar, hitapoka, að ógleymdum vöggum og barnarúmum handa yngstu gestunum. KREFST ÓTAKMARKAÐS TÍMA F. V.: Er þetta kvenmanns- verk? Hlín. Hlín: Ég held, að starfið henti ekki síður konum en karl- mönnum. Að vísu var það dá- lítið erfitt, meðan tvísýnt var, hvort opnunin drægist úr hömlu, og ég þurfti að ganga fast á eftir mönnum til að fá hlutina — þá var stundum sagt, að maður væri frekur og uppivöðulsamur. En engu að síður held ég að ánægjustund- irnar séu fleiri í þessari vinnu en flestri annarri — að því tilskildu, að maður sé reiðu- búinn til að helga henni ótak- markaðan tíma. Þeir sem ekki hafa ótakmarkaðan tíma handa starfi sínu, ættu ekki að koma nálægt ferðamálum. Hótelstjóri á Hótel Loftleið- um er Erling Aspelund, en hó- telið hefur nú verið starfrækt í fjögur ár og er að færa út kvíarnar með viðbótarbygg- ingu. STÖÐUGT AUKIN NÝTING, í JÁRNUM MEÐ AFSKRIFT- IR — EKKERT UPP í VEXTI. F. V.: Hvað er að segja um afkomu hótelsins? Erling: Nú eru liðin um það bil fjögur ár, síðan Hótel Loft- leiðir tók til starfa, og í ár má Birgir. segja að standi í járnum með afskriftir, en í ár höfum við ekki upp í vexti. Reksturinn að undanförnu hefur gengið vel, og stöðug aukning á nýt- ingu. Þrír mánuðir á árinu eru jafnan góðir, en vandinn hef- ur verið að dreifa ferðamönn- um á fleiri mánuði, og það lít- ur út fyrir, að eitthvað miði í þá átt. í apríl í fyrra var nýt- ingin til dæmis 76%, en núna í apríl var nýtingin 84%, svo að það má telja að sjö mánuð- ir á hverju ári séu þolanlegir, hvað nýtingu snertir, en þá eru eftir fimm mánuðir. VIÐBYGGINGIN MEÐ RÁÐSTEFNUSÖLUM. F. V.: Hvaða ráðstafanir eru fyrirhugaðar til að kippa þvi í lag? Erling: Nú er verið að byggja við hótelið, og sú viðbygging á að verða til 1. maí næsta ár, en við hana er nú unnið á tveimur vöktum. Þar verður gert ráð fyrir góðri aðstöðu til ráðstefnu og fundahalda, rúmgóðir salir fyrir 135 og 150 manns, sem má svo aftur skipta niður í smærri eining- ar, ef á þarf að halda, og þar verður einnig auk gistiher- bergjanna, kaffitería þrisvar Erling. sinnum stærri en sú, sem nú er til staðar. AÐALATRIÐIÐ AÐ FÁ SEM FLESTA. Við auglýsum óhemjumikið í alls konar bókum og blöðum til að fá fólk til að koma, og svo er mikill hluti gestanna einnig svonefndir „áningar- gestir* ‘ (stop-over-f arþegar), en undanfarið hefur einn af hverjum fjórum gestum hó- telsins verið áningargestur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.