Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Side 24

Frjáls verslun - 01.07.1970, Side 24
22 FRJALS VER'ZLUN Hlín: Það starf er margþætt, en fyrst og fremst starfar hann á svipaðan hátt og forstjóri hjá hverju öðru fyrirtæki. Hann skipuleggur verkefni starfs- fólksins, og sér um, að það sé ánægt; hann sér um fjárhald- ið og áætlanir og auglýsingar; hann fylgist með hag gestanna, sér um að nóg sé til af öllu, sem þeir geta hugsanlega þarfnazt, en þeir geta þurft ó- trúlegustu hluti, frá saumnál- um upp í sjónvörp, plástra, rit- vélar, hitapoka, að ógleymdum vöggum og barnarúmum handa yngstu gestunum. KREFST ÓTAKMARKAÐS TÍMA F. V.: Er þetta kvenmanns- verk? Hlín. Hlín: Ég held, að starfið henti ekki síður konum en karl- mönnum. Að vísu var það dá- lítið erfitt, meðan tvísýnt var, hvort opnunin drægist úr hömlu, og ég þurfti að ganga fast á eftir mönnum til að fá hlutina — þá var stundum sagt, að maður væri frekur og uppivöðulsamur. En engu að síður held ég að ánægjustund- irnar séu fleiri í þessari vinnu en flestri annarri — að því tilskildu, að maður sé reiðu- búinn til að helga henni ótak- markaðan tíma. Þeir sem ekki hafa ótakmarkaðan tíma handa starfi sínu, ættu ekki að koma nálægt ferðamálum. Hótelstjóri á Hótel Loftleið- um er Erling Aspelund, en hó- telið hefur nú verið starfrækt í fjögur ár og er að færa út kvíarnar með viðbótarbygg- ingu. STÖÐUGT AUKIN NÝTING, í JÁRNUM MEÐ AFSKRIFT- IR — EKKERT UPP í VEXTI. F. V.: Hvað er að segja um afkomu hótelsins? Erling: Nú eru liðin um það bil fjögur ár, síðan Hótel Loft- leiðir tók til starfa, og í ár má Birgir. segja að standi í járnum með afskriftir, en í ár höfum við ekki upp í vexti. Reksturinn að undanförnu hefur gengið vel, og stöðug aukning á nýt- ingu. Þrír mánuðir á árinu eru jafnan góðir, en vandinn hef- ur verið að dreifa ferðamönn- um á fleiri mánuði, og það lít- ur út fyrir, að eitthvað miði í þá átt. í apríl í fyrra var nýt- ingin til dæmis 76%, en núna í apríl var nýtingin 84%, svo að það má telja að sjö mánuð- ir á hverju ári séu þolanlegir, hvað nýtingu snertir, en þá eru eftir fimm mánuðir. VIÐBYGGINGIN MEÐ RÁÐSTEFNUSÖLUM. F. V.: Hvaða ráðstafanir eru fyrirhugaðar til að kippa þvi í lag? Erling: Nú er verið að byggja við hótelið, og sú viðbygging á að verða til 1. maí næsta ár, en við hana er nú unnið á tveimur vöktum. Þar verður gert ráð fyrir góðri aðstöðu til ráðstefnu og fundahalda, rúmgóðir salir fyrir 135 og 150 manns, sem má svo aftur skipta niður í smærri eining- ar, ef á þarf að halda, og þar verður einnig auk gistiher- bergjanna, kaffitería þrisvar Erling. sinnum stærri en sú, sem nú er til staðar. AÐALATRIÐIÐ AÐ FÁ SEM FLESTA. Við auglýsum óhemjumikið í alls konar bókum og blöðum til að fá fólk til að koma, og svo er mikill hluti gestanna einnig svonefndir „áningar- gestir* ‘ (stop-over-f arþegar), en undanfarið hefur einn af hverjum fjórum gestum hó- telsins verið áningargestur.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.