Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 22
za FRJAL5 VERZLUN hvort útlendingum þykir taka því að notfæra sér þessa að- stöðu, meðan enn er verið að svekkja fólk á jafnnauðaó- merkilegum smáatriðum eins og vínveitingabanni. LISTHÁTÍÐ í REYKJAVÍK. Listhátíðin í Reykjavik var líka athyglisverð. Hún færði okkur heim sanninn um, að ís- lendingar geta sett upp og skipulagt hátíðir með ekki minni sóma en aðrir. EKKI NÓG AÐ BÚA TIL. Það komu raunar tiltölulega fáir erlendir ferðamenn til há- tíðarinnar, og það sýnir okkur aðeins, að ekki er nóg að geta búið til hlut, ef menn kunna ekki að selja hann. Það má hins vegar búast við því, að næsta listahátíð verði betur kynnt erlendis og þá korni fleiri gest- ir. VEITINGAR í LAUGARDAL? Fleira og fleira kemur til greina. Sumt, sem við höfum, þarf ekki mikilla endurbóta við til að verða einstakt í sinni röð. Til dæmis nýja Sundlaug- in í Laugardal. Þeir útlending- ar, sem ég veit til, að hafa þang- að komið, hafa verið ákaflega hrifnir, en samt mætti gera meira. Kannski væri ekki úr vegi að nýta afrennslisvatnið úr laugunum til að koma upp einhvers konar ylrækt, gróður- húsi, þar sem menn gætu setzt niður og spjallað saman yfir veitingum milli þess, sem þeir fengju sér sundsprett í laug- inni. VEITINGAR OG MINJA- GRIPIR VIÐ LÆKJARGÖTU. Ennfremur má til gamans benda á gömlu húsin við Lækj- argötuna, en nú er mikið talað um, hvort rétt sé að láta þau standa. Á það skal ég engan dóm leggja, en ef það verður úr, að þau verði látin vera þarna, finnst mér ófært, að þau standi ónotuð og horfi út í bæjarlífið eins cg tómar augnatóttir. Auðvelt væri að láta húsin halda sínu gamla útliti, þótt í þeim væru hafð- ar gamaldags veitingastofur með þjóðlegum veitingum og jafnvel minjagripaverzlanir. F. V.: Sumir telja, að það hafi ékki aðeins jákvæðar hliðar að reyna að auka ferðamanna- strauminn til fslands, heldur einnig neikvæðar afleiðingar, og ennfremur sé hægt að verja fé á skynsamlegri hátt en til eflingar ferðamála. NAUÐSYN FERÐAMANNA- ÞJÓNUSTU FORSENDA FLUGSAMGANGNA. Birgir: Ég vildi, að íslending- ar hugsuðu svona á öllum svið- um, þá lægi kannski minna fé í síldarverksmiðjum fyrir norð- an og austan. íslendingar, sem eyþjóð, verða að miklu leyti að byggja sínar samgöngur á flugi, en það er sjálfsagt í nútíma þjóð- félagi. Menn vilja hraðar póst- samgöngur, og samgöngur sem byggjast að verulegu leyti á þotuflugi. Slíkar samgöngur 'höfum við sjálfir ekki bolmagn til að bera uppi — nema þær byggist að verulegu leyti á hingaðkomu erlendra ferða- manna. Til þess að ferðamenn komi hingað þarf visst lág- marks hótelrými, og þegar það er komið upp, gefur augaleið, að nauðsynlegt er að fylla það, en til þess þarf að verja fé tii landkynningarstarfsemi og lengingar ferðamannatímans. Þetta gefur augaleið, en ég skal láta ósagt um, hversu langt á að ganga í þessum efn- um. VARLA TIL FÓLK, SEM ÍS- LAND VELDUR VON- BRIGÐUM. F. V.: Getum við gengið langt í því að gera ísland að ferða- mannalandi? Birgir: Ferðamönnum seljum við þjónustu, og um þjónustu gildir sama lögmál og annað, sem seljanlegt er: Sá verður hlutskarpastur, sem leggur mest að sér. Ég veit ekki um neitt, sem Vetraríþróttamiðstöð á Akureyri er eitt af því, sem getur dregið að ferðamenn utan hásumarsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.