Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 21
FRJAL5 VERZLUN
19
Ferðamál _______________ ___________
Lenging ferðamannatímans er
aðalkeppikeflið í ferðamanna-
þjónustunni um þessar mundir
Gróðavænlegur atvinnuvegur, forsenda flugsamgangna yfir hafið.
Viðtöl við þrjá aðila, sem vinna að ferðamálum á Islandi.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að augu manna eru
nú óðum að opnast fyrir gildi
nýrrar atvinnugreinar, þar sem
er þjónusta við'ferðamenn; og
það hefur komið á daginn, að
starf þeirra, sem við ferðamál
fást, hefur ekki einungis gildi
sem ný atvinnugrein í tiltölu-
lega fábreyttu þjóðfélagi, held-
ur einnig sem mikilvæg leið
til gjaldeyrisöflunar.
Hvarvetna blasir við, að mik-
ið hefur áunnizt í þessum efn-
um á skömmum tíma, en sömu-
leiðis blasa við óleyst verkefni,
hvert sem litið er. Ný hótel
taka til starfa, hvert öðru
glæsilegra, en það er sífelld-
ur höfuðverkur, á hvern hátt
megi sem bezt nýta þau.
Til að ræða þessi mál og
fleiri skyld sneri FRJÁLS
VERZLUN sér til þriggja aðila,
sem starfa hér að þjónustu við
ferðamenn.
Fyrstur varð fyrir svörum
Birgir Þórhallsson, skrifstofu-
stjóri SAS hér á landi.
SALIR FYRIR
RÁÐSTEFNUHALD.
F. V.: Standa okkur opnar
einhverjar leiðir til að auka
ferðamannastrauminn til Is-
lands og jafnframt til að jafna
honum niður á fleiri mánuði
ársins, þannig, að nýting hótela
verði betri?
Birgir: Líklegasta leiðin til
skjótra áhrifa á þessu sviði er,
að mínu áliti, sú, að leggja
aukna áherzlu á ráðstefnuhald
hér á landi. Þó þarf ýmislegt að
gera, áður en það getur orðið.
Hér skortir til dæmis sali eða
hús til ráðstefnuhalds, stór og
lítil. Að vísu hafa framfarir í
þessu máli verið miklar und-
anfarið. Hótelrekstur hefur
vaxið mikið, og þannig hefur
skapazt aðstaða, sem áður var
ekki fyrir hendi. Sömuleiðis
hefur Norræna húsið gegnt
mikilvægu hlutverki í hvers
konar ráðstefnuhaldi. En
þrátt fyrir þetta skortir enn
mikið upp á, að aðstaðan sé
fullnægjandi, og þess vegna
fagna ég því, að til dæmis
Loftleiðir skilja málið í orði og
á borði, og verja nú milljónum
til að auka við hótel sitt með
hliðsjón af væntanlegu ráð-
stefnuhaldi.
ÞJÁLFAÐ STARFSLIÐ.
F. V.: Fleira en húsnæði
þarf þó væntanlega til þess að
koma hér upp þeirri aðstöðu,
að útlendingar kjósi að koma
hingað með sínar ráðstefnur og
fundi.
Birgir: Vissulega þarf fleira
til. Okkur vantar þjálfað starfs-
lið til að aðstoða við ráðstefnu-
hald. Fyrst og fremst túlka,
sem geta samstundis þýtt af
einu máli á annað, meðan verið
er að flytja ræður eða erindi.
Kannski er það ekki neinum
vanda bundið að finna hér
fólk, sem getur túlkað ensku og
Norðurlandamálin, en senni-
lega eru færri, sem geta túlk-
að t. d. frönsku, þýzku og rúss-
nesku. Þó ætti að vera hægt að
finna lausn á þessu.
LÍTIÐ ATHYGLISVERT
ÞJÓÐFÉLAG, HREINT OG
FAGURT LAND.
F. V.: Hvernig förum við að
því að sannfæra fólk um, að
betra sé að halda ráðstefnur
hér en í öðrum löndum, þar
sem aðstaðan er þegar fyrir
hendi?
Birgir: Flugfélögin munu ör-
ugglega taka virkan þátt í að
kynna þá aðstöðu, því að lík-
indum kæmu menn næstum
eingöngu flugleiðis á ráðstefn-
ur, auk þess sem flugiélögin
hafa sérstaka aðstöðu til land-
kynningar almennt. Þar fyrir
utan höfum við upp á margt
sérstætt að bjóða: lítið þjóðlé-
lag, sem útlendingum finnst
athyglisvert, og svo hreint og
fagurt land, sem er laust við þá
mengun, sem víðast erlendis er
orðin meiri háttar vandamál.
Þessi eftirsóknarverðu atriði
kosta okkur ekkert, en það er
hægt að búa til langan óska-
lista yfir það, sem við gætum
gert til að laða hingað ferða-
menn. Hér er hægt að halda
ráðstefnur, og möguleikarnir
eru fleiri.
SÝNINGAR í LAUGARDAL.
í Laugardal höfum við sýn-
ingarhöll og svæði, þar sem að
undanförnu hver sýningin
annarri glæsilegri hefur verið
haldin. Þar er hægt að vinna
að áframhaldandi þróun.
VETRARÍÞRÓTTIR Á
AKUREYRI OG ÍSAFIRÐI.
Til dæmis á Akureyri og ísa-
firði hefur verið komið upp að-
stöðu til iðkana á vetraríþrótt-
um, og sú byrjun gefur tilefni
til vissrar bjartsýni.
VÍN VEITIN G ABANNIÐ
ÞRÁNDUR í GÖTU.
Aftur á móti er það vafamál,