Frjáls verslun - 01.07.1970, Page 68
66
FRJALS VERZLUN
Bætt reksturs-
tækni; öryggi
og meiri arður
1 viðtali við Ottó A. Michelsen forstjóra, hér í blaðinu,
víkur hann m. a. að því, að tækni við stjórnun og rekstur
stofnana og fyrirtækja sé langt á eftir tímanum, valdi því
einkum smæð reksturseininga, og hafi langt um of fáir
tök á að beita fullkominni tækni við reksturinn af eigin
rammleik eingöngu, enda séu samruni og samstarf mikið
til óþekkt fyrirbæri.
Hér er mikill ljóður á ráði okkar Islendinga í þessum
efnum. Þrátt fyrir og e. t. v. jafnvel vegna smæðar þjóð-
félagsins, er okkur öðrum fremur nauðsynlegt að búa
okkur beztu starfsaðstæður, sem þekkjast. Bætt reksturs-
tækni, sem leiðir til öryggis og meiri arðs, ætti því að
vera okkur meira kappsmál en raun ber vitni. Sá tími er
liðinn, að Islendingar geti leyft sér hugsunarhátt veiði-
mannsins í vinnubrögðum sínum. Það á ekki lengur við,
að ganga með bókhaldið í rassvasanum.
Nýlega gengu í gildi ný bókhaldslög, sem gera meiri og
réttlátar kröfur til allra þeirra, er hafa með höndum rekst-
ur af einhverju tagi. Aukið eftirlit á þessu sviði, t. d. eftir-
lit með skattframtölum, er og til bóta. En við vorum svo
aftarlega á merinni, að enn er langt í land.
I viðtalinu við Ottó segir hann ennfremur, að tækni við
stjórnun og rekstur fari nú ört í vöxt. Er ekki að efa að
það sé jafn rétt. Engu að síður blasir sú staðreynd við,
að við erum langt á eftir í stjórnunartækni og reksturs-
tækni á öllum sviðum. Og viðleitni eða hreyfing einstakra
aðila dugir skammt til að úrbætur vinnist á nógu fljótan
hátt. Við okkur blasir nú viðskipta-umheimurinn frá al-
veg nýjum sjónarhóli, með fyllstu kröfur í þessu efni.
Stjórnunarfélag Islands hefur unnið margt gott til um-
bóta. Starf þess hingað til réttlætir fyllilega, að stjórn-
endur og aðrir ábyrgir starfsmenn stofnana og fyrir-
tækja efli það til frekari og enn stærri verkefna, enda er
þörfin brýnni en flestir virðast gera sér grein fyrir.
Þekkingin
hundsuð?
frá
ritstjórn
1 grein hér í blaðinu um kjararannsóknarnefnd, kem-
ur m. a. fram, að aðilar að vinnumarkaðnum, sem skipa
þessa nefnd, hafa iítið sem ekkert með hana gert. Kjara-
rannsóknarnefnd er skipuð þrem fulltrúum atvinnurek-
enda og þrem fulltrúum launþegasamtakanna, eins og
þeim bauð við að horfa fyrir 7 árum. Nefndin rekur
skrifstofu með 4 starfsmönnum. Kjararannsólínarnefnd
var ætlað það hlutverk, að afla aðilum að vinnumarkaðn-
um upplýsinga um kjaramál, greiðslugetu, kaupmátt o. s.
frv. Þegar það er nú upplýst, hver örlög nefndarinnar og
starfs hennar hafa orðið, vaknar óhjákvæmilega sú spurn-
ing, hvort þekkingin hafi verið hundsuð við kjarasamn-
inga undanfarinna ára. Ljóst er a. m. k., að hún hefur
ekki verið í háum vegum höfð. Og er það þá nema von,
að ekki er allt í sómanum?
Það andvara- og alvöruleysi, sem lýsir sér í formgall-
aðri skipun kjararannsóknarnefndar og þar af leiðandi
hálfdauðu starfi hennar, er skammarleg staðreynd.