Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Side 26

Frjáls verslun - 01.10.1971, Side 26
Efnahagsbandalagið „eigin tekj- ur“ af innflutningsgjöldum eða framleiðslugjöldum á landbún- aðarvörum, svo og allar tekjur af hinum sameiginlega ytri tolli. Svo fremi þessar tekjur hrökkvi ekki fyrir útgjöldum, skulu ríkin bæta við beinum framlögum í svipuðum mæli og í töflunni sér að framan. Frá 1. janúar 1975 er auk tekna af innflutningsgjöldum, fram- leiðslugjöldum á landbúnaðar- afurðum og sameiginlegum ytri tolli, gert ráð fyrir, að hluti af virðisaukaskatti þeim, sem öll ríkin munu taka upp, renni tii starfseminnar, þó mest 1%. 3. STÆKKUN EFNAHAGSBANDLAGSINS Samkvæmt Rómarsáttmálan- um getur hvaða Evrópuríki, sem er, sótt um aðild að Efna- hagsbandalaginu. Umsóknin skal stíluð til ráðsins, sem leitar álits framkvæmdanefndar. Á- kvörðun ráðsins skal vera með öllum samhljóma atkvæðum. Ákveðið skal í samningum milli bandalagsins og umsækj- anda, hvaða lagfæringar á sátt- málum séu nauðsynlegar. Á þetta hefur reynt í samn- ingum við Bretland, Danmörku, Noreg og írland. Viðræður við Breta hafa verið látnar ganga fyrir, þar sem niðurstaða þeirra hefur vísað öðrum umsækjend- um veginn. Þá er hægt að sækja um aukaaðild að banda- laginu. eða leita samninga við það með einum eða öðrum hætti. Þannig var samið um aukaaðild við Grikkland árið 1961 og Tyrkland árið 1964. Ár- ið 1963 var gerður samningur um viðskipti og fjárhagsaðstoð við 18 Afríkuríki. (Samningur- inn hefur verið kallaður Ya- oundé-samningurinn, eftir borg- inni, þar sem hann var undir- ritaður.) Þá var undirritaður verzlunarsamningur við Efna- hagsbandalag Austur-Afríku (Kenía, Tanzanía og Uganda) árið 1968 í Aurusha í Tanzaníu og því oft kenndur við þá borg. Einnig hafa verið gerðir sér- stakir viðskiptasamningar við Marokkó, Túnis og Möltu. og þótt viðræðum við Álsír sé ekki lokið, hefur innflutningur frá Alsír til Frakklands síðan 1. janúar í ár fengið sömu með- ferð og um vöru annars banda- lagsríkis væri að ræða. Sérstakir samningar eru einnig í gildi, sumir til tak- markaðs tíma) við íran, ísrael, Spán, Líbanon og Júgóslavíu. Viðræður eru í gangi við ís- land, Austurríki, Svíþjóð, Finn- land, Portúgal og Sviss, svo og Bandalag Arabaríkja, Japan og Argentínu. VIÐHORF ÍSLENDINGA í þeim viðræðum, sem farið hafa fram milli fulltrúa fslands og Efnahagsbandalagsins, hefur það verið tekið fram af hálfu fslendinga, að þeir óskuðu eftir samstarfi á grundvelli samn- ingsins við EFTA. í því felst nánast friverzlun með iðnaðar- vörur og nokkrar tegundir sjáv- arafurða. aðallega freðfiskflök. Auk þessa fór ísland fram á meiri fríðindi fyrir ýmsar vör- ur, einkum sjávarvörur til Efnahagsbandalagsins, en samn- ingurinn við EFTA felur í sér. (Þetta er ekki tæmandi lýsing á samningaviðræðunum, enda er þeim ekki lokið.) Takist samningar á þessum grundvelli, þýðir þetta nánast, að við fengjum tollfrjálsan að- gang að löndum Efnahags- bandalagsins fyrir allar sjávar- vörur og iðnaðarvörur, en þau aftur tollfrjálsan aðgang fyrir sinar iðnaðarvörur (EFTA- samningsins). Er þá gert ráð fyrir aðlögunartímabili á svip- aðan hátt og við inngönguna í EFTA. Þar sem samningar standa enn yfir. er ekki útséð um. hver niðurstaðan verður. Áður en vikið verður að því að meta óhagræði og hagræði þess að standa utan Efnahags- bandalagsins, er ekki úr vegi að geta þess, að við atkvæða- greiðslu um inngöngu íslands i EFTA voru einungis þrír stjórnmálaflokkar með henni, þ.e. Alþýðuflokkur, Sjálfstæðis- flokkur og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Nú hafa orðið stjórnarskipti, en tekið er fram í málefnasamn- ingi ríkisstjórnarinnar. að ,,ís- land gengur ekki í Efnahags- bandalag Evrópu, en mun leita sérstakra samninga við banda- lagið um gagnkvæm réttindi í tolla- og viðskiptamálum". Hér að framan hefur verið lýst stjórnskipan Efnahags- bandalagsins, eins og hún er nú. Þessi skipan hlýtur að breytast, þegar fleiri lönd bætast í hóp- inn. Sömuleiðis er tilgangslaust að ræða framtíðarþýðingu Efnahagsbandalagsins fyrir ís- lendinga, nema tekið sé tillit til útvíkkunar þess. Hin sex ríki EBE höfðu árið 1969 um 30% af vöruskiptum heimsins. Með EFTA og öðrum vestantjaldsþjóðum í Evrópu var þessi hlutdeild um 50% sama ár. Hvað íslandi viðvíkur, kom yfir 70% innflutnings okkar frá útvíkkuðu EBE og meira en 50% útflutnings okkar fór þangað. Á meðfylgjandi töflu má sjá sameiginlegan ytri toll EBE- landa á nokkrum vörutegund- um svo og þá kvóta. sem gilt hafa. Þá fylgja einnig töflur um viðskipti okkar við ýmis mark- aðssvæði, sem gefa glögglega til kynna þýðingu stækkaðs Efna- hagsbandalags fyrir útflutning íslendinga. 1. TAFLA Ytri tollur EBE og tollkvótar á nokkrum vörutegundum. Vörutegund Ytri tollur EBE 1970 % GATT-kvóti 1970 Tonn T olluv % - Vifibótarlcvóti 1970 T onn Tollur % Samanlayður kvóti Tonn Síld o. fi 15 46’ 0 40 0 46 Þorskur, saltfiskur, skreið 13 34 0 6 0 40 Á1 92 130 5 210 7 340 1) Gildir 16. júní til 14. febrúar, þegar ytri toilurinn er 16%, en 16. febrúar til 16. júní er innflutningur tollfrjáls. 2) Prá 1. janúar 1971 var ytri tollurinn lækkaður í 7%, og kvótinn felldur niður frá 1. júlí 1971. 26 FV 10 1971

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.