Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Síða 26

Frjáls verslun - 01.10.1971, Síða 26
Efnahagsbandalagið „eigin tekj- ur“ af innflutningsgjöldum eða framleiðslugjöldum á landbún- aðarvörum, svo og allar tekjur af hinum sameiginlega ytri tolli. Svo fremi þessar tekjur hrökkvi ekki fyrir útgjöldum, skulu ríkin bæta við beinum framlögum í svipuðum mæli og í töflunni sér að framan. Frá 1. janúar 1975 er auk tekna af innflutningsgjöldum, fram- leiðslugjöldum á landbúnaðar- afurðum og sameiginlegum ytri tolli, gert ráð fyrir, að hluti af virðisaukaskatti þeim, sem öll ríkin munu taka upp, renni tii starfseminnar, þó mest 1%. 3. STÆKKUN EFNAHAGSBANDLAGSINS Samkvæmt Rómarsáttmálan- um getur hvaða Evrópuríki, sem er, sótt um aðild að Efna- hagsbandalaginu. Umsóknin skal stíluð til ráðsins, sem leitar álits framkvæmdanefndar. Á- kvörðun ráðsins skal vera með öllum samhljóma atkvæðum. Ákveðið skal í samningum milli bandalagsins og umsækj- anda, hvaða lagfæringar á sátt- málum séu nauðsynlegar. Á þetta hefur reynt í samn- ingum við Bretland, Danmörku, Noreg og írland. Viðræður við Breta hafa verið látnar ganga fyrir, þar sem niðurstaða þeirra hefur vísað öðrum umsækjend- um veginn. Þá er hægt að sækja um aukaaðild að banda- laginu. eða leita samninga við það með einum eða öðrum hætti. Þannig var samið um aukaaðild við Grikkland árið 1961 og Tyrkland árið 1964. Ár- ið 1963 var gerður samningur um viðskipti og fjárhagsaðstoð við 18 Afríkuríki. (Samningur- inn hefur verið kallaður Ya- oundé-samningurinn, eftir borg- inni, þar sem hann var undir- ritaður.) Þá var undirritaður verzlunarsamningur við Efna- hagsbandalag Austur-Afríku (Kenía, Tanzanía og Uganda) árið 1968 í Aurusha í Tanzaníu og því oft kenndur við þá borg. Einnig hafa verið gerðir sér- stakir viðskiptasamningar við Marokkó, Túnis og Möltu. og þótt viðræðum við Álsír sé ekki lokið, hefur innflutningur frá Alsír til Frakklands síðan 1. janúar í ár fengið sömu með- ferð og um vöru annars banda- lagsríkis væri að ræða. Sérstakir samningar eru einnig í gildi, sumir til tak- markaðs tíma) við íran, ísrael, Spán, Líbanon og Júgóslavíu. Viðræður eru í gangi við ís- land, Austurríki, Svíþjóð, Finn- land, Portúgal og Sviss, svo og Bandalag Arabaríkja, Japan og Argentínu. VIÐHORF ÍSLENDINGA í þeim viðræðum, sem farið hafa fram milli fulltrúa fslands og Efnahagsbandalagsins, hefur það verið tekið fram af hálfu fslendinga, að þeir óskuðu eftir samstarfi á grundvelli samn- ingsins við EFTA. í því felst nánast friverzlun með iðnaðar- vörur og nokkrar tegundir sjáv- arafurða. aðallega freðfiskflök. Auk þessa fór ísland fram á meiri fríðindi fyrir ýmsar vör- ur, einkum sjávarvörur til Efnahagsbandalagsins, en samn- ingurinn við EFTA felur í sér. (Þetta er ekki tæmandi lýsing á samningaviðræðunum, enda er þeim ekki lokið.) Takist samningar á þessum grundvelli, þýðir þetta nánast, að við fengjum tollfrjálsan að- gang að löndum Efnahags- bandalagsins fyrir allar sjávar- vörur og iðnaðarvörur, en þau aftur tollfrjálsan aðgang fyrir sinar iðnaðarvörur (EFTA- samningsins). Er þá gert ráð fyrir aðlögunartímabili á svip- aðan hátt og við inngönguna í EFTA. Þar sem samningar standa enn yfir. er ekki útséð um. hver niðurstaðan verður. Áður en vikið verður að því að meta óhagræði og hagræði þess að standa utan Efnahags- bandalagsins, er ekki úr vegi að geta þess, að við atkvæða- greiðslu um inngöngu íslands i EFTA voru einungis þrír stjórnmálaflokkar með henni, þ.e. Alþýðuflokkur, Sjálfstæðis- flokkur og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Nú hafa orðið stjórnarskipti, en tekið er fram í málefnasamn- ingi ríkisstjórnarinnar. að ,,ís- land gengur ekki í Efnahags- bandalag Evrópu, en mun leita sérstakra samninga við banda- lagið um gagnkvæm réttindi í tolla- og viðskiptamálum". Hér að framan hefur verið lýst stjórnskipan Efnahags- bandalagsins, eins og hún er nú. Þessi skipan hlýtur að breytast, þegar fleiri lönd bætast í hóp- inn. Sömuleiðis er tilgangslaust að ræða framtíðarþýðingu Efnahagsbandalagsins fyrir ís- lendinga, nema tekið sé tillit til útvíkkunar þess. Hin sex ríki EBE höfðu árið 1969 um 30% af vöruskiptum heimsins. Með EFTA og öðrum vestantjaldsþjóðum í Evrópu var þessi hlutdeild um 50% sama ár. Hvað íslandi viðvíkur, kom yfir 70% innflutnings okkar frá útvíkkuðu EBE og meira en 50% útflutnings okkar fór þangað. Á meðfylgjandi töflu má sjá sameiginlegan ytri toll EBE- landa á nokkrum vörutegund- um svo og þá kvóta. sem gilt hafa. Þá fylgja einnig töflur um viðskipti okkar við ýmis mark- aðssvæði, sem gefa glögglega til kynna þýðingu stækkaðs Efna- hagsbandalags fyrir útflutning íslendinga. 1. TAFLA Ytri tollur EBE og tollkvótar á nokkrum vörutegundum. Vörutegund Ytri tollur EBE 1970 % GATT-kvóti 1970 Tonn T olluv % - Vifibótarlcvóti 1970 T onn Tollur % Samanlayður kvóti Tonn Síld o. fi 15 46’ 0 40 0 46 Þorskur, saltfiskur, skreið 13 34 0 6 0 40 Á1 92 130 5 210 7 340 1) Gildir 16. júní til 14. febrúar, þegar ytri toilurinn er 16%, en 16. febrúar til 16. júní er innflutningur tollfrjáls. 2) Prá 1. janúar 1971 var ytri tollurinn lækkaður í 7%, og kvótinn felldur niður frá 1. júlí 1971. 26 FV 10 1971
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.