Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Page 8

Frjáls verslun - 01.05.1972, Page 8
Island Fjárfestingarfélag * Islands hf. býður upp á leigukaup Hið nýstofnaða Fjárfesting- arfélag Islands h.f. hefur nú boðið upp á nýjung í leigu- viðskiptum hérlendis, en það eru leigukaup, sem eru til- tölulega ný aðferð til fjár- mögnunar, sem fyrst var al- mennt notuð í Bandaríkjun- um, en hefur náð fótfestu á síðari árum um alla V.-Evrópu. Höfuðeinkenni leigukaupa eru þau, að leigutaki hefur fullkominn umráðarétt yfir leigðum fjármunum um ákveð- inn tíma, en leigusali veitir 100% fjármögnun. Leigukaup- in eru hagstæðust, ef viðkom- andi fyrirtæki hafa verulega vaxtarmöguleika, en skortir fjármagn. Þau þykja henta einkar vel, þegar um er að ræða öflun iðnaðarvéla, flutn- ingatækja, báta og flugvéla, verksmiðjubygginga og skrif- stofuvéla, svo að dæmi séu nefnd. Leigan er ávallt reiknuð af kaupverði vélar með öllum tii- heyrandi gjöldum. Mánaðar- leigan er að jafnaði eftirfar- andi: daga eftir á, 15. hvers mánað- ar. Leigutakinn hefur rétt á framlengdri leigu við lok lág- marksleigutímabilsins, þannig að leigan fellur niður í 1/12 Leigukaup þykja henta vel, þegar um er að rœða öflun iðn- aðarvéla, flutningstcekja, báta og flugvéla. HVERNIG FARA LEIGU- KAUP FRAM? Leigutaki ákveður sjálfur, hvaða vél hann kaupir, en Fjárfestingarfélag íslands mun sjá um greiðsiur. Leigutakinn skuldbindur sig til þess að leigja viðkomandi vél í ákveð- inn lágmarkstíma, yfirleitt ekki skemur en til þriggja ára, en við lok leigutímans getur leigutaki sagt upp samningi eða leigt viðkomandi vél áfram. Fjárfestingarfélagið mun ekki binda sig við ákveðnar, upphæðir í samningagerð. Það er stærð fyrirtækisins, arð- semi og öryggi rekstrar ásamt hagkvæmni hins nýja atvinnu- tækis, sem ákvarða, hve háar upphæðir eru veittar í hverju tilviki. Upphæðir yfir 1 m illjón: 3 ára 4 ára 5 ára samn. samn. samn. 3,60% 2,95% 2,55% Upphæðir undir 1 milljón: 3 ára 4 ára 5 ára samn. samn. samn. 3,70% 3,05% 2,65% FRAMLENGD LEIGA Eins og áður segir eru leigu- samningar gerðir skemmst til þriggja ára. Lágmarksupphæð leigusamnings er 300.000 kr., en leigugreiðslur falla í gjald- upphaflegrar leigu, þ. e. mán- aðarleigan verður ársleiga. Æski leigutaki ekki fram- lengingar á leigu eða kaupa, er vélinni skilað aftur til Fjár- festingarfélags íslands. Sé gert ráð fyrir háu verði vélar í lok lágmarkstímabilsins, býðst Fjárfestingarfélagið til þess að skipta söluandvirði vélarinnar til helminga með leigutaka í lok lágmarkstímabils, gegn því, að leigutaki geri nýjan leigusamning við Fjárfesting- arfélagið. Fjárfestingarfélag íslands hefur aðsetur að Klapparstíg 26, en framkvæmdastjóri þess er Sigurður R. Helgason. 8 FV 5 1972

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.