Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.05.1972, Qupperneq 9
Takmörkun greiðslufrests erlendis bitnar á neytandanum innanlands segir Guðmundur H. Jónsson í Byggingavöru- verzlun Kópavogs — Því miður hlýtur það að bitna á fyrirgreiðslunni við viðskiptavini okkar, að greiðslufrestur okkar bygg- ingavörukaupmanna erlendis hefur verið styttur til muna, eða alveg afnuminn, sagði Guð- mundur H. Jónsson, forstjóri Byggingavöruverzlunar Kópa- vogs, í samtali við FV.- Byggingavörukaupmenn hafa haft heimild íslenzkra yfir- valda til 3 mánaða gjaldfrests erlendis á undanförnum árum og allt upp í 180 daga varð- andi vörukaup frá A.-Evrópu. Hefur það átt við um timbur og rör, svo að dæmi séu nefnd, en nú gildir aðeins 90 daga gjaldfrestur á þeim tegundum, og í sumum tilfellum hefur gjaldfresturinn verið færður úr 180 dögum niður í ekki neitt. Guðmundur H. Jónsson seg- ir, að þetta komi niður á neyt- andanum með minnkaðri fyr- irgreiðslu við húsbyggjendur og verktaka. Algeng regla hef- ur verið að veita viðskipta- mönnum verzlunarinnar 2-3 mánaða frest á greiðslum, en nú verður ekki lengur um það að ræða. Áherzla verður lögð á að halda lagernum í viðun- andi horfi, og hann er dýr, enda eru birgðir fyrir milljón- ir króna jafnan fyrirliggj- andi hjá Byggingavöruverzlun Kópavogs og svo verður að vera. Allveruleg aukning hefur orðið í viðskiptum verzlunar- innar undanfarið og sagði Guð- mundur, að áberandi væri, hve fólk ílýtti sér til að fjárfesta núna og væri verulegur mun- ur sjáanlegur frá því í fyrra. Byggingavöruverzlun Kópa- vogs er 10 ára og rekur við- skipti um allt landið, en þó aðallega á Reykjanessvæðinu. Helztu vörur eru timbur, steypusty rktar j árn, hreinlætis- tæki og flísar. Aðspurður sagði Guðmund- ur, að talsverð breyting hefði orðið á smekk fólks um val á innra búnaði íbúðarhúsnæð- is. Legði fólk nú mun meira upp úr gæðum en áður og keypti almennt dýrari vörur. Þegar verzlunin hóf starfsemi var mikill almennur áhugi á skrautmiklu mósaiki, síðan urðu mildir litir áberandi, en núna er meiri áhugi á sterk- um litum og veggfóðursnotk- un tíðari en áður. Um hrein- lætistækin er sömu sögu að segja. Fólk vill vandaða vöru í ýmsum litum. Dæmi eru um það, að fólk láti panta fyrir sig gagngert dýrari tegundir, sem ekki eru til á lager hér- lendis. FV spurði Guðmund álits á því, hvort viðskiptafólkið virt- ist lenda í basli með að vegg- fóðra eða flísaleggja sjálft, eins og margir vilja spreyta sig á. Hann sagði mörg dæmi um slys af þessu tagi, og mælti mjög með því, að fagmenn væru látnir vinna verk, eins og t. d. flísalagningu, sem er veru- lega vandasöm. Hefur verzlun- in reynt að útvega fólki þjálf- aða menn til þess að taka að sér slík verkefni. Að endingu fjölluðum við nokkuð um fjárhagsástæður þeirra aðila, sem standa í húsbyggingum, og hafa tekið vörur út í reikning; hvort bor- ið hafi á vanskilum hjá þeim vegna þess, að fólk ætlaði sér kannski meira en buddan leyfði, Guðmundur taldi, að yfirleitt væri hægt að treysta einstaklingunum, en meira bæri á erfiðleikum í viðskipt- um við verktakana. Væri þó ekki beinlínis hægt að kenna þeim um, því að verktakarnir ættu oft von á greiðslum frá kaupanda, sem ekki stæði í skilum. Væri áberandi, að verktakarnir hefðu ekki nægi- lega góða tryggingu gagnvart þeim og ætti þetta líka við um opinbera aðila, sem stæðu í byggingaframkvæmdum. Erfiðleikar hjá Álafossi? Skuldir Álafoss h.f., sem rík- ið tók við rekstri á fyrir nokkr- um árum, námu við síðustu áramót um 230 milljónum króna. Er þar með talið vöru- víxlar, langtímalán og erlend lán tekin vegna fjárfestingar. Halli af rekstri Álafoss h.f. nam í fyrra 6 milljónum króna eftir fullar afskriftir. Sagði verðstöðvunin þar til sín og ennfremur hækkun á ullar- verði, sem nam um 15% í fyrra. Heildarvelta fyrírtækis- ins var 200 milljónir 1971, og nam útflutningur um 40% þar af. Er áætlað, að veltan á þessu ári verði 360 milljónir og út- flutningur af því 170 milljón- ir. Kemur þar einkum til sal- an á prjónakápum til Banda- ríkjanna í samvinnu við Am- erican Express. Forstöðumenn Álafoss h.f. eru þeirrar skoðunar, að verð á framleiðsluvörum fyrirtæk- isins á erlendum markaði sé nú nokkurn veginn í hámarki, og hagstætt ástand, sem ríkti eftir síðustu gengisfellingu, sé ekki lengur fyrir hendi. „í svona rekstri skiptast á tvenn tímabil á íslandi, hæð- in eftir gengisfellingu og lægð- in fyrir gengisfellingu. Við er- um nú sem stendur á síðara FV 5 1972 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.