Frjáls verslun - 01.05.1972, Qupperneq 11
tímabilinu,“ hefur einn af Ála-
foss-mönnum sagt um ástand-
ið.
Söluhorfur erlendis eru þó
þrátt fyrir allt allbærilegar.
Sölufulltrúi fyrirtækisins var
fyrir skömmu á ferð um Bret-
land, írland, Holland og Dan-
mörku, og átti viðræður við
umboðsmenn og kynningarað-
ila. Er ætlunin að hasla Ála-
foss-vörum völl í Evrópu í rík-
ara mæli en áður.
Þá er fyrirhugað, að Álafoss
taki að sér umsjón með undir-
búningi að nýrri söluherferð á
íslenzkum framleiðsluvörum,
sem American Express í
Bandaríkjunum áformar að
setja af stað vestan hafs á
næsta ári. Verður þar um
kynningar- og verðlista fyrir
póstpantanir að ræða, ein-
göngu helgaðan íslenzkri fram-
leiðslu, og þá ekki aðeins ullar-
vörum heldur líka keramiki og
húsgögnum, svo að dæmi séu
nefnd.
Hlutafé Álafoss h.f. nemur
nú 30 milljónum króna. Það
var Framkvæmdasjóður, sem
átti allt hlutaféð, þegar síðast
var vitað, en eins og einn
starfsmanna Álafoss segir:
„Breytingar hafa nú orðið á
stöðu Framkvæmdasjóðs, þann-
ig að Álafoss er raunverulega
eins og hver annar lausaleiks-
krakki. Það veit líklega eng-
inn, hver á þetta fyrirtæki."
INiýr stórmarkaður?
Hjá samtökum kaupmanna
og verzlunarmanna er nú í at-
hugun að taka höndum sam-
an um að reisa nýjan stór-
markað í Reykjavík.
Að sögn Hjartar Jónssonar,
formanns Kaupmannasamtaka
íslands, hefur það um skeið
verið í bígerð, að samtök hinn-
ar frjálsu verzlunar reistu
sameiginlegt húsnæði fyrir
skrifstofur sínar og banka-
starfsemi. Voru þessi samein-
ingarmál sérstaklega rædd á
ráðstefnu á Höfn í Hornafirði
í fyrra, en í framhaldi af því
hafa umræðurnar snúizt líka
um sameiginlega verzlunar-
miðstöð.
Ef af framkvæmdum yrði
má búast við, að auk samtaka
kaupmanna yrði að leita eftir
samstarfi um fjármögnun hjá
Verzlunarbankanum og hugs-
anlega líka Lífeyrissjóði verzl-
unarmanna. Hjörtur Jónsson
hefur kynnt sér fyrirkomulag
stórmarkaða í Bandaríkjunum
og Kanada. Þar eru stofnsett
húseigendafélög um fasteign-
ina og skipuleggja þessi félög
síðan ráðstöfun á húsnæði til
kaupmanna. Kaupmennirnir
geta sjálfir verið hluthafar í
húseigendafélagi, en leiga, sem
greidd er, miðast í mörgum til-
vikum við veltu hverrar verzl-
unar. í Toronto í Kanada hef-
ur tíðkazt, að sett væri ákveðið
lágmark fyrir veltu og gæti
kaupmaður ekki náð því, hef-
ur hann orðið að rýma hús-
næðið.
undir þaki eru götur og gos-
brunnar og verzlanir og þjón-
ustufyrirtæki á hverju strái.
Sagði Hjörtur, að hvergi væri
jafnmikil ástæða til að hafa
slíka yfirbyggða verzlunarmið-
stöð og einmitt hérlendis sak-
ir veðráttu.
Stórmarkaðir vestanhafs eru
j-nnvcfir qpm vfi v}ytrcfp“3^ <?má-
borg verzlanafyrirtækja. Til-
sýndar eru þeir eins og kass-
ar með nokkrum útgönguleið-
nm ocf V*íl CYofro^nrr) \ Vvincf. gll
Sameinast kaupmenn og verzlunarfólk um rekstur nýrrar stór-
vezlunarmiðstöðvar?
FV 5 1972
11