Frjáls verslun - 01.05.1972, Page 21
Addo brúar bilið
á milli fyrirtækisins og hinnar stærstu tölvu
STÓRSPARNAÐUR í UPPLÝSINGAUPPTÖKU
Kerfið byggir á hinni þrautreyndu Addo bókhalds- og reiknivél,
sem er tengd við strimilgatara með próftölureiknara. Nú eru
tvær upptökur óþarfar og tölulegar upplýsingar þvi aðeins
teknar upp einu sinni. öll endurtekning fer fram í rafreiknin-
um, sem eykur afköst um 30%, í sumum tilfellum hefur jafnvel
tekist að spara allt.að 7B%. Til frekari glöggvunar bendum við
á, að upptaka á upplýsingum til vinnslu í tölvu er gjarnan 40%
til 76% af heildarvinnslukostnaði.
MIKIL FJÁRFESTING ER ÓÞÖRF
Nú geta öll fyrirtæki notfært sér möguleika stærstu rafreikna,
án þess að leggja í mikil útgjöld vegna forskrifta eða tækja.
Verði á Addo mark III götunartækjum er mjög í hóf stillt, og
yngsti starfskrafturinn á skrifstofunni getur auðvcldlega íært
á tækin á einni klst.
GÖTUNAR- OG ÚRVINNSLUÞJÓNUSTA
Hagskil hf„ Garðastræti 16, býður fullkomna götunar- og úr-
vinnsluþjónustu í samráði við stærstu fyrirtæki á þessu sviði í
Svíþjóð. Boðin eru standard prógröm, sem notuð hafa verið af
hundruðum fyrirtækja á Norðurlöndum í 10 ár. Frekari upp-
lýsingar eru fúslega veittar hjé Hagskil hi., sími 13028.
MAGNÚS KJARAN
TRYGGVAGATA
8.SÍMI 2 41-40
FV 5 1972
21