Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Page 23

Frjáls verslun - 01.05.1972, Page 23
Greinar og viðtöl Gísli Gíslason á skrifstofu Hafskips í Reykjavík. Vestmannaeyingar þurfa sitt eigið skip tíl að bæta samgöngumál sín Flutningar Hafskips h.f. hafa aukizt um 30% síðan 1970 Rætt við Gísla Gíslason, stjörnarformann Hafskips „Þó að sumum finnist það kannski furðulegt, er stað- reyndin sú, að mörgum göml- um Vestmannaeyingum er það ofarlega í muna, að Eyjarnar verði sem sjálfstæðastar í öll- um sínum málum og segi sig jafnvel úr lögum við ísland. Þeir benda á, hversu drjúgar gjaldeyristekjur Vestmanna- eyjar hafi, og hve traust efna- hagslíf fyrir ekki stærri stað mætti á þeim byggja. Þetta eru kannski ekki hrýnustu mál okkar Vestmannaeyinga, en við erum samt sannfærðir um, að við verðum að treysta á eigið frumkvæði í vissum efnum, og sjá okkur sjálfir far- borða, því að aðrir gera það ekki jafnvel. Þetta á alveg sér- staklega við um samgöngumál- in, sem enn eru í mesta ólestri. Varanleg lausn þeirra mun ekki fást fyrr en Vestmanna- eyingar eignast skip til ferða milli Eyja og Reykjavíkur eða Þorlákshafnar, og annast sjálf- ir útgerð þess.“ Þetta voru fyrstu svör Gísla Gíslasonar, forstjóra í Vest- mannaeyjum, þegar við spurð- um hann um þjóðernismál Vestmannaeyinga og þá til- hneigingu, sem stundum verð- ur vart hjá þeim, að líta á sig _sem sérstakt eyveldi sunn- an íslands. Gísli Gíslason er fæddur Vestmannaeyingur, og hefur því alizt upp í hinum sanna þjóðaranda þar ytra. Og ein- mitt um það leyti, sem við röbbuðum við hann um mál Vestmannaeyja og önnur FV 5 1972 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.