Frjáls verslun - 01.05.1972, Page 53
Þetta hefti FRJÁLSRAR VERZLUNAR er að meginefni til
helgað byggingarmálum. Fara hér á eftir viðtöl
við ýmsa aðila í greininni ásamt öðru efni um byggingar.
Byggingameistari:
Vaxandi spenna á
byggingamarkaðnum
Samkeppni um hvern einasta mann
Stálmót — merkasta nýjung í byggingartœkni.
Það er mikil spenna á bygg-
ingamarkaðnum núna, og fer
vaxandi, sagði Hallvarður Guð-
laugsson byggingameistari, og
líkist ástandið nú einna helzt
stóru stökkunum á árunum ’55
til ’57 og '60 til ’64.
Skortur á trésmiðum er nú
fyrirsjáanlegur, sagði hann, og
er t.d. engan mann að fá hjá
Trésmiðafélaginu.
í Reykjavik, Kópavogi,
Garðahreppi, Mosfellssveit og
á Seltjarnarnesi, eru 1000 til
1200 trésmiðir og meistarar, og
virðast þeir nú allir hafa yfir-
drifið að gera.
Samt. sem áður á að byrja á
mörgum stórverkum í vor, og
sá Hallvarður ekki fram á
hvernig ætti að manna allar
þær framkvæmdir, og sagði
hann þetta auka mjög á spenn-
una innan stéttarinnar, þar
sem allir byggingaaðilar væru
að keppast við að ná trésmið-
um til sín.
SKORTUR Á TRÉSMIÐUM
FYRIRSJÁNLEGUR.
Bjóst hann við að erfitt verði
að fá trésmiði til smáverka, en
það er með húsasmiði eins og
flesta aðra iðnaðarmenn, þeir
sækjast frekar eftir stórum
verkum.
Trésmiðum hefur aðeins
fjölgað um rösklega 100 menn
á síðustu átta árum. en þeir
hafa heldur betra kaup en aðr-
FV 5:1972
53