Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Page 53

Frjáls verslun - 01.05.1972, Page 53
Þetta hefti FRJÁLSRAR VERZLUNAR er að meginefni til helgað byggingarmálum. Fara hér á eftir viðtöl við ýmsa aðila í greininni ásamt öðru efni um byggingar. Byggingameistari: Vaxandi spenna á byggingamarkaðnum Samkeppni um hvern einasta mann Stálmót — merkasta nýjung í byggingartœkni. Það er mikil spenna á bygg- ingamarkaðnum núna, og fer vaxandi, sagði Hallvarður Guð- laugsson byggingameistari, og líkist ástandið nú einna helzt stóru stökkunum á árunum ’55 til ’57 og '60 til ’64. Skortur á trésmiðum er nú fyrirsjáanlegur, sagði hann, og er t.d. engan mann að fá hjá Trésmiðafélaginu. í Reykjavik, Kópavogi, Garðahreppi, Mosfellssveit og á Seltjarnarnesi, eru 1000 til 1200 trésmiðir og meistarar, og virðast þeir nú allir hafa yfir- drifið að gera. Samt. sem áður á að byrja á mörgum stórverkum í vor, og sá Hallvarður ekki fram á hvernig ætti að manna allar þær framkvæmdir, og sagði hann þetta auka mjög á spenn- una innan stéttarinnar, þar sem allir byggingaaðilar væru að keppast við að ná trésmið- um til sín. SKORTUR Á TRÉSMIÐUM FYRIRSJÁNLEGUR. Bjóst hann við að erfitt verði að fá trésmiði til smáverka, en það er með húsasmiði eins og flesta aðra iðnaðarmenn, þeir sækjast frekar eftir stórum verkum. Trésmiðum hefur aðeins fjölgað um rösklega 100 menn á síðustu átta árum. en þeir hafa heldur betra kaup en aðr- FV 5:1972 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.