Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Side 63

Frjáls verslun - 01.05.1972, Side 63
Rafvirki: Rafiögn í meðalíbúð kostar 100 þúsund krónur Einar Kári Sigurðsson raf- virki, sagði að nú virtist vera næg atvinna hjá rafvikjum á Reykjavíkursvæðinu og hefði svo verið í rúmt ár, en vinn- an væri mjög háð gangi bygg- ingaiðnaðarins. Heildarkostnaður við raf- lögn í meðalstóra íbúð í blokk, þ.e.a.s. þriggja herbergja, er um 100 þúsund krónur með efni og vinnu. Vinnan er 25 til 30% af heildarkostnaðinum. í kostnaðinum er falin lögn á pípum, dósir, ídráttur, dyra- simi, útiljós og lokafrágangur auk rafmagns og hitakostnað- ar vegna vinnunnar. Lagning sjónvarps- og útvarpsloftneta er einnig innifalin í verðinu, en nú tíðkast að leggja þessi loftnet inn í íbúðir strax við byggingu. PLASTRÖRIN LÆKKA KOSTNAÐINN. Engar verulegar nýjungar hafa rutt sér til rúms við raf- lagnir undanfarin ár, nema plaströr í veggi í stað málm- röra, sem voru mun dýrari. Plaströi'in þjóna sama tilgangi og málmrörin, álíka lengi er verið að leggja þau og þau eru Málari: — Fólk ætti ekki að vera að mála íbúðir sínar sjálft, þvi í raun og veru getur það ekki átt við það í flestum tilfell- um, og rýrir verðmæti ibuð- anna oft með því að gera það ranglega, sagði Axel Axeisson, málari. Öll vei'kfæri til málningar eru dýr, og fólk getur ekki selt þau eftir að hafa notað þau einu sinni. Auk þess verður meira efnistap hjá fólki, sem málar sjálft, því að það getur FV 5 1972 ódýrari. Önnur tækni í raf- lögnum hefur ekki komið fram nýlega, og sagði Einar að i fljótu bragði væri engin bylt- ing innan iðninnar fyrirsjáan- leg. Einar K. Sigurðsson: „Vinnan stöðug." Um 300 rafvirkjar og nálægt 100 rafvirkjameistarar eru nxi stai'fandi á Reykjavíkursvæð- inu, og fer þeim hægt fjölg- andi. Laun rafvirkja eru 400 þúsund og þar yfir á ári mið- að við venjulegan vinnutíma, ekki notað afgangana, og loks tekur fólk sér oft frí úr vinnu til þess að mála, og jaíngildir það þá greiðslum til málara. Mér finnst að hver eigi að stunda sína vinnu og vera eklci að fara inn á annarra starfs- svið, sagði Axel, því hver er beztur við sitt starf. MÖRG DÝR MISTÖK. Ég man eftir einu sláandi dæmi um mann, sem mistókst að mála sjálfur, sagði hann. en venjulegur vinnutími í byggingaiðnaðinum er talinn dagvinna og tveir eftirvinnu- tímar á dag. Vinna þeirra er yfirleitt nokkuð stöðug allt ár- ið, en þó yfii’leitt heldur meiri á haustin og fyrripart vetrar, á meðan verið er að leggja í hús, sem steypt hafa verið upp yfir sumarið. HÆTTAN ER ALLTAF FYRIR HENDI. Það eru líklega fæstir jafn hræddir við rafmagn og við rafvii'kjar, sagði Einar og þess vegna verðum við svo lítið fyrir rafmagnsslysum sem raun ber vitni, en hættan er vissu- lega alltaf fyrir hendi. Raf- virkjar eru sérstaklega ti'yggð- ir fyrir rafmagnsslysum á með- an þeir eru að vinna. Annars sagði Einar að ef farið væri eftir öllum tilsettum varúðar- reglum, ættu slys ekki að geta komið fyrir. Rafvirkjanámið tekur fjögur ár, eins og flest annað iðnnám, en talsvert er um að rafvirkj- ar haldi áfram námi að iðn- námi loknu, og læri raftækni- fræði eða einhverja sérgrein innan rafvirkjunarinnar. Axel Axelsson: „Stöðugt íleiri láta mála íyrir sig." Fólk á ekki að méla sjálft 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.