Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Page 65

Frjáls verslun - 01.05.1972, Page 65
Maðurinn var búinn að eyða um 60 þúsund krónum í efni og vinnutap, þegar hann gafst upp og bað mig að hjálpa sér. Þá var mikið eftir og þurfti að vinna margt upp, svo að heildarkostnaðurinn varð uin 100 þúsund krónur, en hefði samkvæmt okkar útreikningum ekki átt að vera nema um 50 þúsund krónur, sem er meðal- kostnaður við að mála nýja íbúð. Þetta er sem betur fer að breytast, sagði Axel, því stöð- ugt fleiri láta okkur nú sjá alveg um málningarvinnuna, enda kemur það betur út fyr- ir báða. Hlúrari: Ég tel þeim 70 til 90 þús- und krónum, sem varið er til pússningar á meðalstórri íbúð, vel varið, því að íslenzk hús eru sérstaklega vel frá gengin miðað við það sem ég hef séð erlendis, sagði Friðrik Andrés- son múrari. í vinnulaunum við pússn- ingu' íbúða, er falin uppsetn- ing einangrunar, hleðsla milli- veggja, prófpússning og loks ÍBÚÐUM VERÐI SKILAÐ MÁLUÐUM. Auk þess er þróunin að verða sú, hjá stórum bygginga- fyrirtækjum, sem eiga að skila íbúðum fullgerðum tii kaup- enda, að þær eru ekki viður- kenndar fullgerðar neni.i lærð- ir málarar hafi málað þær. Áhöld og hráefni til máln- ingar hafa lítið breytzt upp á síðkastið, nema hvað fólk not- ar nú almennt meiri og fjöl- breyttari liti en gert hefur verið á undanförnum árum. Einnig færist það nú í vöxt, að fólk máli gömul húsgögn og viðarinnréttingar. fínpússning. Efniskostnaður er svo þar aukalega. Það hefur verið geysimikið að gera hjá okkur undanfarin ár, og oft jaðrað við skort á múrurum, sagði Friðrik, enda er múrverk mjög erfið og ó- holl vinna. Við vinnum stöðugt í ryki og erum útataðir í sementi allan vinnutímann, auk þess sem þetta líkamlegt erfiði, sagði hann. Á annað hundrað málarar eru nú starfandi í Reykjavík, og fór atvinna þeirra vaxandi á síðasta ári, en miklar árstíð- arsveiflur eru í atvinnugrein þeirra. Mest er að gera á sumrin, enda er þá mikið um utanliúss- málningar, en á veturna get.ur orðið allt að helmingi minna að gera, sérstaklega í svartasta skammdeginu. Málarastéttin hefur lítið stækkað að undanförnu, en er þó ekki orðinn skortur á þeim. Málarar hafa mjög sam- bærilegt kaup á við aðra iðn- aðarmenn í byggingaiðnaðin- um. PÚSSNING INNANHÚSS FER MINNKANDI. Engar teljandi breytingar hafa orðið á vinnubrögðum múrara undanfarin ár, en hins vegar fer nú minnkandi að hús séu múruð að utan. Hin svonefndu stálmót eiga drýgst- an þátt í því, þar sem veggirn- ir koma sléttir undan þeim, og sama gildir um krossviðsmót, nema hvað múrhúðun er yfir- leitt sprautað á veggi undan þeim. Fólk hefur reynt ýmsar nýj- ungar svo sem að pússa ekki, til þess að spara, sem oftast er þá á kostnað frágangsins, en yfirleitt hafa þær ekki náð vinsældum og fólk orðið ó- ánægt með þær, svo að það hefur jafnvel lagt í dýrar end- urbætur, sagði Friðrik. ENGAR BREYTINGAR FYRIRSJÁNLEGAR. Það virðist því enn vera vin- sælast að múra í hólf og gólf, og engar fyrirsjáanlegar breyt- ingar virðast vera á því, að óbreyttri tækni. Nú eru um 260 múrarar starfandi í Reykjavík, og stækkar stéttin lítið. Þannig munu aðeins fjórir hafa sótt um inngöngu í múrarafélagið það sem af er þessu ári. Einn- ig eru 40 til 60 múrarameistar- ar í Reykjavík. Vinna hjá múrurum hefur verið jöfn og mikil síðastliðin þrjú ár. Á sumrin er aðallega unnið að útimúrverki, en á vet- urna er unnið að því að múra það, sem steypt hefur verið upp yfir sumarið. Vinna múr- ara er því stöðugri en margra byggingaiðnaðarmanna. 65 Múrctrarnir Ingi Árnason og Ólafur Ólafsson að vinnu sinni. FV 5 1972 Ibúðir hérlendis eru fyrsta flokks L

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.