Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Side 69

Frjáls verslun - 01.05.1972, Side 69
Einkaaðili: Otrúlegir snúningar og lítill hagnaður Svo eru þeir, sem byggja sjálfir; sjá einir um útvegun allra hluta, ráða sér menn og vinna sjálfir baki brotnu í hús- byggingunni í öllum frístund- um. Á síðari árum fer þetta stöðugt minnkandi og fá nú menn verktaka í auknum inæli til þess að sjá um bygg- inguna að liluta eða öllu leyti. Hinrik Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur, er einn þeirra, sem eru að byggja sjálfir, og sagðist hann aldrei hafa trúað því að óreyndu, hvað þetta væri ótrúlega erils- og snún- ingasamt. Enda sagðist hann vafalítið láta verktaka sjá um að koma upp fyrir sig húsi, ef hann byggði aftur, og gera það að minnsta kosti fokhelt. Hér á eftir lýsir hann umstang- inu við húsbyggingar í stórum dráttum. ENDALAUSAR ÚTRÉTTINGAR Menn, sem ætla að byggja sjálfir, þurfa að byi'ja á að sækja um lóðir, en eftirspurn eftir lóðum í Reykjavík er geysileg. Getur því oft tekið langan tíma við það eitt að bíða eftir lóð. Síðan þarf að greiða lóðina, en meðal ein- býlishúsalóð í Reykjavík kost- ar um 300 þúsund krónur með gatnagerðargjöldum. Þetta verð er mun lægra víðast úti á landi, og getur farið allt nið- ur í 15 til 20 þúsund. Síðan þarf að semja við arkitekt um að teikna húsið og þarf að fá þær teikningar samþykktar af viðkomandi byggingayfirvöldum. Einnig þarf að fá allar lagnir teikn- aðar í húsið og fá þær sam- þykktar. Áður en byrjað er á nokkr- um verklegum framkvæmdum þarf að ráða byggingameistara, múrarameistara, pípulagninga- meistara, og í flestum tilfellum þarf einnig að ráða rafvirkja- meistara strax. Þá er loks hægt að byrja á grunninum, og þarf þá að semja við aðila, sem taka að sér gröft. Að því búnu þarf að semja um kaup á grús til uppfyllingar, þar sem þess er þörf. Þá kemur að uppslættinum, Einstaklingum miðar hœgar áfram. og þarf þá að vera búið að út- vega efni, kanna verðlag, gera kaupsamning og koma bygg- ingarefninu á byggingarstað. Þegar menn fara svo að vinna á staðnum, þarf vinnuskúr með raflögn og hreinlætisað- stöðu. Smíða þarf glugga og koma þeim fyrir jafnóðum og slegið er upp, og að uppslætti lokn- um þarf að semja um kaup á steypu og steypa. Þegar húsið hefur verið steypt upp, þarf pappa og járn á þakið, taka þarf heimtaugar fyrir raf- magn, heitt vatn og kalt, hita- veitu og skolp. Útvega þarf hráefni til múr- unar og múra húsið utan og innan, kaupa gler og setja það í. Smíða þarf innréttingar og hurðir og koma því fyrir og er þar við enn einn aðilann að eiga. Máli menn hús sín ekki sjálfir, þarf einnig að semja við málara, og svona mætti lengi telja. Þótt þessi upptalning kunni að virðast einföld, sagði Hin- rik, þá er alveg ótrúlegt um- stang í kring um þetta. Oft og tíðum er erfitt að fá iðnaðar- menn, og getur bið eftir þeim jafnvel tafið fyrir öðrum. Allt efni þarf að berast á réttum tíma, svo ekki verði bið eftir því. Gera þarf ýmsar pantan- ir langt fram í tímann, semja um kaup við iðnaðarmennina, semja um greiðslur við efnis- seljendur o. s. frv. HÆPINN GRÓÐI AÐ BYGGJA SJÁLFUR Hinrik tók fram, að hann hefði verið heppinn, þvi að byggingameistari hans hefði tekið af honum margt ómakið, en það væri að sjálfsögðu eng- in regla. Taldi hann hæpinn gróða fyrir flesta menn að vera að standa í byggingum sjálfir, nema þeir hefðu því rýmri tíma til þess að sinna því sem skyldi. Að vísu væri margt hægt að gera sjálfur, en það vildi þá gjarnan koma niður á byggingahraðanum og væri matsatriði. Að lokum sagði Hinrik, að maður, sem stæði í því að byggja sjálfur og væri auk þess í fullri atvinnu, hefði lík- lega ekkert annað upp úr því en áhyggjurnar, því að ef hann reiknaði sér vinnulaun fyrir sína vinnu væri húsið ef til vill jafn dýrt og ef verktaki hefði séð um byggingu þess. FV 5 1972 69

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.