Frjáls verslun - 01.05.1972, Side 71
Reykjavíkurborg:
IJnnið að skipulagi 1000 ibúða
hverfis á Eiðisgranda
Aukin eftirspurn eftir iðnaðarloðum
á Ártúnshöfða
Rætt við IVIá Gunnarsson, skrifstofustjóra
borgarverkfræðings
„Stóra málið í úthlutun
byggingalóða á næstunni hér í
Reykjavík er Eiðisgrandinn, á
mörkum borgarinnar og Sel-
tjarnarneshrepps. Þar er gert
ráð fyrir að reistar verði 1000
íbúðir í einbýlis- og fjölbýlis-
húsum. Borgarráð hefur þegar
Iátið hefja undirbúningsvinnu
að þessu marki, en endanlegar
ákvarðanir um skipulag hafa
þó ekki enn verið teknar. Þó
er hugsanlegt, að eitthvað af
lóðum þarna verði tilbúið til
úthlutunar á næsta ári.“
Þannig fórust Má Gunnars-
syni, skrifstofustjóra borgar-
verkfræðings í Reykjavík, orð,
er FV ræddi við hann um
næstu verkefni framundan í
skipulagsmálum Reykjavíkur
og úthlutun lóða til bygginga.
BREIÐHOLTIÐ EFST Á
BLAÐI
Aðalbyggingasvæði Reykvík-
inga um þessar mundir er
Breiðholtshverfi III. Við Vest-
urberg, að vestanverðu, hefur
verið úthlutað á þessu ári lóð-
um undir 70-80 gerðishús, en
það eru vinkillaga hús, byggð
fjögur á sameiginlegri lóð með
samræmdu útliti.
Að austanverðu við sömu
götu hefur verið úthlutað 40
raðhúsalóðum og að auki 40-50
húsum í Fellunum svo nefndu,
í Breiðholti III, nánar tiltekið
við Torfufell. Þá er ný gata,
Rjúpufell, austast í Fellunum,
að verða tilbúin til úthlutunar.
Verða auglýstar 40 raðhúsa-
lóðir þar nú á næstunni, ef allt
gengur samkvæmt áætlun.
SKILYRÐI BORGARRÁÐS
Már Gunnarsson segir, að í
Breiðholti hafi verið mætt
allri eftirspurn eftir lóðum,
hafi umsækjendur á annað
borð uppfyllt skilyrði, er borg-
arráð hefur sett. Þá hafa
nokkrir umsækjendur líka fall-
izt á úthlutun á öðrum stað í
hverfinu en þeir sóttu um í
fyrstu. Varðandi úthlutun í-
búðarhúsalóða hefur borgar-
ráð það helzt í huga, hvort um-
sækjandi hafi verið búsettur
í Reykjavík og átt þar lög-
Már Gunnarsson:
„Fœrri aðilar, en sterkari,
byggja."
heimili í fimm ár, hvort hann
hafi áður fengið lóð, hvaða
tekjur hann hefur og hvernig
hann hyggst fjármagna bygg-
inguna, aðrar aðstæður um-
sækjanda svo sem fjölskyldu-
stærð og ennfremur, hvort
hann hafi greitt upp allar
skuldir sínar við Reykjavíkur-
borg hjá Gjaldheimtunni. í því
sambandi má geta þess, að all-
ar umsóknir, sem borizt hafa
um lóðir í Stóragerði, voru um
þriggja vikna skeið til rann-
sóknar hjá Gjaldheimtunni.
Ef eftirspurn eftir lóðum á
tilteknum stað er mjög mikil,
hefur orðið að þrengja þessi
skilyrði. Það er lóðanefnd,
skipuð skrifstofustjóra borgar-
verkfræðings og borgarritara,
sem leggur fram tillögur til
borgarráðs um úthlutun, en
ráðið tekur hina endanlegu
ákvörðun.
40 EINBÝLISHÚS FYRIR
NORÐAN VESTURBERG
Á árinu verður úthlutað
17 fjölbýlishúsum í Breið-
holti III, frá 9 íbúða og upp
í 63 íbúða. Skipulag fyrir 40
einbýlishús nyrzt á hæð fyrir
norðan Vesturberg hefur ver-
ið samþykkt, en verður ekki
byggingarhæft fyrr en á næsta
ári, gæti hugsanlega orðið í lok
þessa árs.
Um byggingaframkvæmdir í
Breiðholti II hafði Már Gunn-
arsson það að segja, að þar
væri einkanlega áformað að
reisa einbýlishúsa- og raðhúsa-
hverfi, á 4. hundrað einbýlis-
hús og um 300 raðhús. Fyrsta
úthlutun í Breiðholt II verður
á næsta vori, en framkvæmdir
í hverfinu munu dreifast á þrjú
ár.
BYGGT í SELÁSNUM Á
NÆSTU 3-4 ÁRUM
í Selásnum verða 182 rað-
hús og 178 einbýlishús, en sam-
tals 204 íbúðir í fjölbýlishús-
um, er verða tveggja og þriggja
hæða. Selásinn er eignarland
og þar hefur verið stofnað
hagsmunafélag landeigenda,
sem annast samninga við borg-
ina. Reykjavíkurborg skipu-
leggur svæðið, en félagið gerir
út um það, hvað af lóðum
kemur í hlut hvers og eins
landeiganda, og munu þeir
síðan annast ráðstöfun á þeim.
Þarna verður byggt á næstu
þremur til fjórum árum.
MIKIL EFTIRSPURN í
STÓRAGERÐI
Geysilegur fjöldi umsókna
barst um lóðir í Stóragerði,
sem auglýstar voru í vetur.
Sóttu á sjötta hundrað manns
FV 5 1972
71