Frjáls verslun - 01.05.1972, Qupperneq 76
Með útgáfu fleiri staðla fyrir byggingariðnaðinn má búast við,
að í opinberum byggingasamþykktum verði til þeirra vísað í
heldur nær eingöngu pöntun-
arframleiðsla. Það hefur eðli-
lega í för með sér, að stöðl-
unin kemur ekki að fullu
gagni. Frávikin eru tekin inn
í framleiðsluna með þeirri
óreglu í framleiðsluferli og
kostnaðarauka, sem af því
hlýzt. Sýnist hér fara saman
afleiðing fjármögnunarvand-
kvæða framleiðslunnar og
smár markaður. Smáverkstæði
munu nú geta framleitt eftir
pöntunum við sama verði og
stærri verksmiðjur, ráði þau
á annað borð við verkin. Geta
ber þess fyrirbæris í smiði
staðlaðra eldhússinnréttinga í
hlutum til uppsetningar, að
efnisþörf þeirra mun sem næst
þriðjungi meiri en sambæri-
legra, sérsmíðaðra innréttinga.
Er þetta framleiðsluvandamál,
sem kanna ber, svo að þessi
stöðlun komi að fullu gagni.
Tregðu skipuleggjenda og neyt-
enda hefur mikið verið kennt
um, hve^ seint þessi stöðlun
gengur. í því sambandi ber
þó að hafa í huga, hve fljót-
ir þeir aðilar eru til að hag-
nýta staðlaðar, innfluttar vör-
ur, og vekur það grun um, að
annarra orsaka sé einnig að
leita.
Um stöðlun byggingarhluta
gildir hið sama og um stöðlun
húsa. Stöðlunin ein er ekki
trygging fyrir lækkun kostnað-
ar eða auknu hagræði í skipu-
lagningu og byggingu húsa.
Það verður að rannsaka vand-
lega, hvaða byggingarhluta
ber að staðla og hve langt sú
stöðlun þarf að ná til að: 1)
gera skipulega framleiðslu
þeirra fjárhagslega hagstæða
og 2) fjöldaframleiðsla nýtist
til hlítar.
BYGGINGAREFNI.
Frá framleiðslusjónarmiði er
stöðlun byggingarefna ein af
forsendum stöðlunar bygging-
arhluta og húsa. Nýting bygg-
ingarefnis er mjög háð því, að
stærðir þess falli að stærðum
þeirra byggingarhluta, sem úr
því eru byggðir.
Framleiðsla byggingarefna er
skammt á veg komin hér á
landi, svo að áhrifa stöðlunar
þeirra gætir ekki í byggingar-
kostnaði. Hins vegar mun val
staðlaðra, innfluttra byggingar-
efna geta haft veruleg áhrif
á nýtingu og efniskostnað.
Skortur á stöðlun hefur ver-
ið talinn Þrándur í Götu við-
leitni til lækkunar byggingar-
auknum mœli.
kostnaðar. Raunverulega hefur
átt sér stað skipulagslaus stöðl-
un á þann veg, að hver ein-
stakur framleiðandi, sem bygg-
ir hús til sölu á frjálsum mark-
aði, hefur sett sér sinn eigin
staðal og fylgt honum eftir að
því marki, sem honum er hag-
kvæmt. Með uppmælingarkerf-
um iðnaðarmanna hafa skap-
azt staðlaðir verkþættir í
framkvæmdaferlinum.
Stöðlun vinnugæða og efnis-
gæða er grundvöllur réttlátrar
verðlagningar þessara þátta
byggingarkostnaðar. Staðall
um útboð og verksamninga
verður að styðjast við slíka
gæðastöðlun. Ákvæðisvinnu
ber einnig að byggja á staðal-
ákvæðum um gæði vinnunnar,
en það hefur algjörlega skort
hingað til, og því verður að
breyta.
Þó að þýðing stöðlunar sem
áhrifavalds á byggingarkostn-
að hafi ekki verið tiltölulega
rannsökuð né safnað gögnum
um áhrif skorts á stöðlun í
íslenzkum byggingariðnaði,
verður að lokum að álykta, að
fjármögnun og skipulagi bygg-
ingarmála hér á landi sé enn
þann veg farið, að vaíasöm
séu bein áhrif stöðlunar á
byggingarkostnað umfram þá
stöðlun, sem þróazt hefur eins
og áður segir. Hins vegar ber
að hraða útgáfu staðals um
grundvallarmát í byggingar-
iðnaðinum, sem hefur verið í
undirbúningi í nærri 10 ár. Sá
staðall er grundvöllur verk-
smiðjuframleiðslu byggingar-
vara, byggingarhluta og fjölda-
framleiðslu breytanlegra og
fjölbreytilegra bygginga.“
ÚTGÁFA STAÐLA.
Samkvæmt upplýsingum
Sveins Björnssonar, forstjóra
Iðnþróunarstofnunar íslands,
er staðall sá, sem minnzt
er á í lok nefndarálitsins þeg-
ar kominn út ásamt hátt á
annan tug annarra staðla fyrir
byggingariðnaðinn. Um þessar
mundir er líka unnið að út-
gáfu fleiri staðla yfir hina
ýmsu þætti byggingargreina.
Hafa undirtektir þeirra, sem
staðlarnir eiga erindi til, veri-
ið góðar og taldi Sveinn, að
þeir myndu eflaust ná út-
breiðslu.
í stöðlunum felast gæðakröf-
ur eins og í staðli, sem gerð-
ur hefur verið um steinsteypu,
og ennfremur ákveðnar reglur
um hönnun mannvirkja í heild
eða hluta þeirra. Þar með er
farið að stýra pennanum hjá
arkitektum að nokkru leyti og
því mjög mikilsvert, að þeir
sýni skilning á stöðlunarkerf-
inu til þess að það komi að
notum.
OPINBERIR AÐILAR
KREFJAST STÖÐLUNAR
Þá fela staðlarnir líka í sér
menningarlega þætti, þeir á-
kvarða reglur, sem gera mönn-
um betur fært að koma á
framfæri upplýsingum.
Þannig getur staðall um raf-
magnstákn komið í veg fyrir
margs konar misskilning, sem
vart hefur orðið vegna þess,
76
FV 5 1972