Frjáls verslun - 01.11.1972, Page 11
Island
IVáttúruverndarráð:
Skapar aðstöðu fyrir ferðafóík
að Skaftafelli
IVýtt upplýsingarit handa framkvæmda-
aftilum
Hjá Náttúruverndarráði er
nú unnið að því að semja
reglugerð um framkvæmd á
náttúruverndarlögunum, sem
sett voru fyrir tveimur árum.
Annað meginverkefni ráðsins
er skipulag þjóðgarðsins í
Skaítafelli.
Að sögn Árna Reynissonar,
framkvæmdastjóra Náttúru-
verndarráðs, er lögð mikil
áherzla á að búa þjóðgarðinn
í Skaftafelli undir þá auknu
umferð, er þangað mun liggja,
þegar hringvegurinn verður
opnaður árið 1974 eða 1975.
TÍU MILLJÓNIR TIL
SKAFTAFELLS
í frumvarpi að fjárlögum
fyrir næsta ár er gert ráð fyr-
ir, að 20 milljónir renni til
Náttúruverndarráðs en þar af
verður um það bil helmingi
varið til framkvæmda í
Skaftafelli. Þar er fyrst og
fremst um að ræða gerð
tjaldstæðis með hreinlætisað-
stöðu og verzlun. Ennfremur
verða skipulagðir göngustígar
og akbrautir innan þjóðgarðs-
ins og gefin út upplýsingarit
og kort þar að lútandi.
AUGLÝSINGASPJÖLD
VIÐ VEGI BÖNNUÐ
Fyrir nokkru vakti Náttúru-
verndarráð athygli á laga-
ákvæðum, er banna uppsetn-
ingu auglýsingaskilta meðfram
þjóðvegum. Af þessu tilefm
spurðum við Árna, hvo'rt hart
væri tekið á þessu enda vitað
að margir aðilar hafa sett upp
skilti til að beina athygli veg-
farenda^ að þjónustustarfsemi
sinni. Árni Reynisson svaraði
því til, að í nýju reglugerðinni
yrðu nánari ákvæði um aug-
lýsingaskiltin. Þrívegis hefðu
borizt kærur út af slíkum
skiltum og hefðu eigendur :
öllum tilvikum fallizt á að
taka þau niður.
Annars væri þetta viðkvæml
mál og yrði með einhverju
móti að taka tillit til þess að
þjónustuveitandi þarf að ná
sambandi við vegfarandann
Kæmi þá til greina að setja
upp opinber skilti, sem leystu
úr þessum vanda.
FRIÐLAND
í SVARFAÐARDAL
Framkvæmdastjóri Náttúru-
verndarráðs kvað ánægjulegt,
hversu gott samstarf hefði
tekizt við almenning um nátt-
úruverndarmálin og nefndi
sem dæmi að fyrir tilmæli
bænda í Svarfaðardal væri nú
unnið að friðlýsingu lands þar,
milli bæjanna Tjarnar og Ósa.
Samkvæmt skilgreiningu á
friðlandi á lífið, sem á við-
komandi svæði þrífst, að hafa
forgang og maðurinn að vera
þar sem gestur. í þessu
Verzlunarráðið:
Verzlunarráð íslands hefur
nýlega gefið út handhægan
upplýsingabækling, sem ætlað-
ur er til kynningar á sjónar-
miðum fslendinga í landhelgis-
deilunni. Tilgangurinn með út-
gáfunni er sá að gefa íslenzk-
um verzlunaraðilum, sem sam-
bönd hafa við fyrirtæki erlend-
is, og þá einkanlega í Bret-
laridi og Þýzkalandi, kost á að
gera hinum erlendu viðskipta-
ákveðna tilviki er um varp í
votlendi að ræða og mun með
friðlýsingunni verða komið í
veg fyrir alla mannvirkjagerð
þar.
GEFA ÚT LEIÐBEININGAR
FYRIR FRAMKVÆMDA-
AÐILA
Sama samstarfsvilja sagði
Árni að gætti hjá fram-
kvæmdaaðilum. Hefði t.d. góð
samvinna tekizt við Vegagerð-
ina, enda mikilvægt, þar sem
malartaka og vegarruðningur
gætu spillt miklum náttúru-
verðmætum á eldfjallaslóðum
eins og hér hjá okkur.
Nú er í undirbúningi upp-
sláttarrit, sem Náttúruverndar-
ráð iætur gera yfir staði um
allt land, sem eru sérstæðir frá
jarðfræðilegu eða líffræðilegu
sjónarmiði, og á að dreifa þvi
til framkvæmdaaðila, þannig
að þeir geti haft af því hlið-
sjón, þegar ráðizt er í verk-
efni.
aðilum grein fyrir sjónarmið-
um okkar í þessu þýðingar-
mikla máli.
Bæklingurinn er gefinn út í
16 þús. eintökum á ensku og
6.000 eintökum á þýzku. Þýzka
útgáfan er enn ekki komin úr
prentun en á ensku nefnist
bæklingurinn: „The Cod and
Common Sense“ og prýðir for-
síðuna litmynd af þeim gula.
Áætlað er, að útgáfa þessa
Gefur út kynningar-
bækling um land-
helgismálið
FV 11 1972
11