Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Page 17

Frjáls verslun - 01.11.1972, Page 17
Útlönd IMoregur: IVIikil framtíð í fiskirækt Lykillinn að aukinni fiskframleiðslu Þessi mynd var tekin í íslenzkri klakstöð. Förum við að dœmi Norðmanna og hagnýtum möguleika fiskirœktarinnar? Fiskirækt var að þessu sinni höfuðefni árlegrar ráðstefnu, sem Konunglega félagið fyrir velferð Noregs heltlur. Þessi fé- lagsskapur helgar sig því markmiði að stuðla að nýjung- um í meðferð efnahags- og fjár- mála, einkanlega í dreifbýlinu. Sérfræðingar skýrðu ráð- stefnufulltrúunum svo frá, að fiskirækt gæti vaxið jafnóð- fluga og minkaræktin hefur gert á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. En ólíkt því sem gerist varðandi minka- ræktina, er afkoma fiskirækt- arinnar ek'ki háð þeim duttl- ungum, sem fram koma á hin- um alþjóðlega tízkuvörumark- aði. Fiskur er góður og hollur matur, sem alltaf er þörf fyrir, sögðu sérfræðingarnir. 20.000 TONN RÆKTUÐ 1990? Alvarlegar tilraunir í fiski- rækt voru ekki gerðar í Nor- egi fyrr en á sjötta tug þessar- ar aldar. ,,Uppskeran“ er áætl- uð 1500 tonn á þessu ári, aðal- lega lax og silungur. Með ár- leeri aukningu, er nemur 15- 20%, gæti framleiðslan orðið 20.000 tonn árlega í kringum 1990. Því var snáð á fundi ncrska velferðarfélagsins. Jóhannes N. Helgheim, ráðu- nautur, sagði: „Áhuginn á fiskirækt er gífurlegur um þessar mundir. Skilyrði frá náttúrunnar hálfu eru góð til fiskiræktar víða meðfram strönd land^ins, Ef rét.t er á málum haldið getur fiskirækt- in orðið veruleg lyftistöng undir afkomu fólks í mörgum fiskibæjum okkar.“ Það eru nú á milli 70 og 80 fiskiræktarstöðvar í Noregi, aðallega á Sunnmæri, og flest- ar fást þær við ræktun lax og silungs upp í seljanlega stærð. J, A NnRTTN A r> A K,«K At.j GENGST FYWTR TILRAUN- UM Norski landbúnaðarháskól- inn á Sunndalseyri hefur í samvinnu við ýmsar aðrar stofnanir sett á fót miðstöð fyr- ir fiskeldistilraunir, sem miða að því að rækta laxa- og sil- ungsseiði í þá stærð, að þau henti í fiskiræktarstöðvunum. í tveimur stórum bygging- um á Sunndalseyri hefur verið komið fyrir 400 plastkerjum í klakstöðvarhúsunum og er fiskurinn þar fóstraður í fersku vatni og alinn allt frá því að hann er á hrognastiginu. Þarna eru líka stærri geymar, er inni- halda sjó, og er fisknum hald- ið í þeim, þar til hann getur sjálfur hrygnt. Markmiðið er að ala upp nokkrar kynslóðir til þess að fá fram eitthvert úrval ættstofna fisksins. Alls er það um ein milljón einstakl- inga, sem stöðugt er undir eft- irliti í þessari stofnun. MOWI F.TÁRFESTTR 20 MILLJ. NORSKRA KRÓNA í FISKIRÆKT Hlutafélagið Mowi í Björgvin, sem er fjárhagslega stutt af iðnfyrirtækinu Norsk Hydro, hefur varið 20 milljónum norskra króna síðan 1969 til framkvæmda á sviði fiskirækt- ar. Mowi er nú um þessar mundir eitt stærsta fyrirtæki sem um getur í laxeldi. Það á fjórar stöðvar í nágrenni Björgvinjar, tvær eru klak- stöðvar, en hinar tvær upp- eldisstöðvar. Klakið fer fram í sérstökum klakþróm og eru notuð hrogn, sem koma frá laxastofni fyrir- tækisins sjálfs. Á öðru ári er fiskurinn fluttur úr stöðvun- um, þar sem notazt er við ferska vatnið, og yfir í sjóinn í hinum stöðvunum. Alls eru klakmöguleikar fyr- ir 2 milljónir seiða hjá Mowi. Hægt er að ala allt að 300.000 annars árs laxa árlega, en í saltvatnsstöðvunum tveimur er hægt að hafa rúmlega 500.000 kílógrömm af laxi á hverju ári. Árið 1971 fóru 60 tonn af ræktuðum laxi frá Mowi á markað í Svíþjóð, Danmörku, Vestur-Þýzkalandi og Noregi. Laxinn var seldur nýr og kældur og hlaut mikið lof sæl- FV 11 1972 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.