Frjáls verslun - 01.11.1972, Qupperneq 22
Sterling Airways hefur samið um kaup á þremur risaþotum af
gerðinni Air Bus, sem taka munu 345 farþega hver.
Aero Chef nú mat fyrir tíu
flugfélög, en starfsmenn eru
180 og mánaðarveltan er ein
milljón danskra króna. Til þess
að framleiða allan þennan
mat, kaupir Aero Chef árlega
30.000 lestir af fleski, 15.000
lestir af reyktu svínakjöti,
30.000 lestir af nautakjöti og
20.000 lestir af lifrakæfu, svo
nokkuð sé nefnt. Þá notar
félagið 750.000 stk. af litlum
smjörstykkjum; 326.000 pk. af
rúgbrauði; 7 lestir af kaffi og
858.000 danskar möndlukökur
í flugvélunum árlega fyrir far-
þega.
Um borð í vélunum kaupa
farþegar árlega 140 milljón
sígarettur, 275.000 1. af sterk-
um vínum og 103.000 1. af létt-
um vínum; auk þess 300.000
kg. af súkkulaði og 950.000
ilmvatnsglös. Ekki nóg með
það, heldur drekka farþegarn-
ir árlega á ferðum sínum 1.4
millj. flöskur af öli og 1 millj.
glasa af sterkum vínum.
HJÁLPARFLUG
VÍÐA UM HEIM.
Árið 1968 urðu umsvif fé-
lagsins enn meiri en nokkru
sinni fyrr. Nítjándu hverja
mínútu, allt árið um kring
voru flugvélar Sterling annað
hvort að taka sig á loft, eða
lenda í einhverri af þeim 187
borgum í 58 löndum, sem fé-
lagið flýgur til. Heildarfar-
Séra Eilif Kroager, sem stofn-
aði Tjcereborgar-ferðaskrifstof-
una og síðar Sterling Airways.
þegaflutningar urðu 900.000 á
árinu. Fyrir utan flutninga á
ferðafólki, byrjaði Sterling
Airways að fljúga með gæzlu-
sveitir Sameinuðu þjóðanna til
Egyptalands og Kýpur og nýr
kafli hófst í sögu félagsins,
það er þátttaka í hjálparflugi
víða um heim, fyrir kirkju-
félög og Rauða krossinn. Frá
þeim tíma hafa Sterling-vélar
flogið hjálparflug í Júgóslavíu,
Pakistan, Jórdaníu, Indlandi
og síðast til Biafra í Nígeríu.
Á tveimur árum flugu tíu
leiguflugfélög 60.000 lestum af
hjálpargögnum til Biafra, og
þar á meðal var íslenzka flug-
félagið Flughjálp.
Árið 1969 náði farþegafjöld-
inn 1,3 millj. farþegum. í flug-
flotann bættust tvær Fokker-
Friendship flugvélar, sem not-
aðar voru til farþega- og vöru-
flutninga á styttri leiðum.
Sama ár var gerður samning-
ur um að flytja starfsmenn
olíufélags frá Stavanger 1
Noregi til Agadír í Morokkó
á 10 aaga fresti, allt árið um
kring.
VÖRUFLUTNINGAFÉLAG
STOFNSETT.
Þegar árið 1970 gekk í garð,
var nýtt dótturfyrirtæki stofn-
sett í Danmörku, sem heitir
Sterling Forwarders, en það
er vöruflutningafélag. Sama
ár, var dótturfyrirtæki einnig
stofnað í Svíþjóð, og það eign-
aðist þegar í stað 3 flugvélar
til leiguflugs innan Svíþjóðar.
Nú starfa 100 manns hjá
Sterling Airways AB í Svíþjóð
og 30% af farþegum Sterling-
félagsins eru Svíar.
RÚMAR 2 MILLJÓNIR
FARÞEGA.
Farþegatalan óx enn, og
náði 1,6 milljón á öllu árinu
1970. Ári síðar, eða 1971, var
farþegafjöldinn orðinn 2.09
millj. manna og loks fékkst
leyfi til leiguflugs milli
Evrópu og Bandaríkjanna eftir
margra ára baráttu. Farþega-
fjöldinn til og frá þremur
borgum N.-Ameriku varð
10.000 fyrsta árið.
í fyrra festi félagið kaup á
13 notuðum Caravelle VI-R
frá bandaríska flugfélaginu
United Air Lines. Af þessum
flota var ein þota leigð
hollenzka félaginu Transavia,
og tvær seldar til Filipian Or-
ient Airways. Hinar eru allar
í þjónustu Sterling, og eru
mest notaðar á leiðinni Kaup-
mannahöfn—Mallorka.
Allar bera þoturnar nöfn
ýmissa höfuðborga Evrópu, og
þar á meðal ber ein þeirra
nafnið: „City of Reykjavík“.
Flugflotinn saman stendur nú
af: 7 Super Star Caravelle, 9
Super Caravelle, 13 City Cara-
velle, 2 DC-6B, 2 Fokker
Friendship og 2 Piper Cher-
okee. Þá hefur félagið samið
um kaup á þremur Boeing
727-200 A og auk þess samið
um kaup á þremur risaþotum
af gerðinni Air Bus, sem flytja
345 farþega í ferð. Air Bus
þoturnar verða afhentar félag-
inu á árunum 1975—76. Þessi
flugvélategund er framleidd
sameiginlega af brezkum,
frönskum, hollenzkum, v.-
þýzkum og spönskum flugvéla-
framleiðendum, og kostar hver
þota 55 millj. dollara.
í lok tíunda starfsárs síns
verður Sterling Airways —
hið undraverða flugfélag
danska prestsins — búið að
flytja 8,8 millj. farþega á sam-
tals 350.000 flugstundum.
Hvaða met Sterling Airways
kann að setja á næsta ári, er
ómögulegt að spá um á þessu
ári.
22
FV 11 1972