Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.11.1972, Qupperneq 27
un sé að ummælum þing- manna um að hækka beri fjár- veitingar til flugmála. Aftur á móti hafa mjög elskulegir þingmenn komið hingað til okkar aftur og aftur og viljað fá stóran hluta af þessari köku, sem við erum að reyna að skipta. Þeir vilja allir fá peningana í sitt hérað eða í sína flugvelli en þeir vilja ekkert berjast fyrir því á þingi. Öðru máli gegnir um veg- ina. Vegagerð er hápólitísk í hverju einasta héraði. Þessa þróun má ef til vill kenna mér að verulegu leyti, því að ég hafði mikinn áhuga á að koma upp flug- samgöngum um landið allt. Við dreifðum fjárveitingum okkar eins og hægt var og gátum með því móti komið upp malarvöllum, sem Flugfé- lag Islands og flugmennirnir hefðu kannski átt að neita að fljuga á. Flestir voru og eru margir enn alveg vanbúnir, ljóslausir og illa á sig komnir, úti í afskekktustu byggðum sumir. Ég skal viðurkenna að þetta var skökk stefna, áhugamanna- stefna, sem ekki er nauðsyn- lega heppilegasti valkosturinn. Fremur hefðum við átt að ein- skorða okkur við örfáa staði og gera þá mjög vel úr garði en láta svo pólitískan þrýst- ing sjá um fjárveitingar til hinna. — Eí vikið er að fjárveit- ingunum. þá væri forvitnilegt að heyra, hversu stórum upp- hæðum verður varið til flug- málanna á næsta ári. — Að krónutölu eru það 75 milljónir samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu eða sama upphæð og við fengum í ár. En að verðgiidi er þetta um það bil 25% lægri ugphæð en hún var árið 1972. Um 100 milljón króna fjárveiting til okkar er algjört lágmark og annað væri skref aftur á bak. Fengjum við hins vegar 180 millj. á ári mið- að við núv. verðlag, í næstu 5 ár væri hægt að útrýma öll- um veikum hlekkjum í kerf- inu. — Áttu einkanlcga við tækjabúnað á einstökum flug- völlum, þegar þú minnist á „veiku hlekkina“? — Það er nóg af „lendingar- stöðum“ á íslandi en okkur vantar raunverulega flugvelli. Á næsta ári getum við ekki unnið nema að þremur verk- efnum eða svo; malbika þarf á Vestmannaeyjaflugvelli að minnsta kosti aðra brautina, um 1200 metra langa, og ljúka verður við framkvæmdir, sem hafnar eru á Akureyri. Hér í Reykjavík hefur verið byrjað á endurbótum á flugbraut, sem halda verður áfram, og ný flugstöðvarbygging er í at- hugun. Sýnilegt er, að fjár- veitingin á næsta ári nægir okkur ekki til að byrja á nýj- um Egilsstaðaflugvelli, sem þó er mikil nauðsyn. — Hversu stór á hann að vera og hvar hefur honum verið valinn staður? — Á Héraði vildum við gjarnan gera nýja flugbraut á nýjum stað og reyna að Ijúka verkinu á þremur til fjórum árum. Það er fyrirtæki upp á 200 milljónir og er þá miðað við 1800 m langa braut, sem síðar má lengja til þess að stærri þotur geti athafnað sig á henni. Þetta yrði malbik- uð braut, framtíðarmannvirki, og við höfum einn ákveðinn stað í huga, rétt fyrir sunnan Eiðar, um 7 kilómetra frá Egilsstöðum. Þar er malartekja ágæt og ódýr, svo að verkið yrði afar hagkvæmt. — Hvcr verður framtíðar- þróunin varðandi flugvélakost- inn hér í innanlandsfluginu. Má húast við, a.ð Fokker Friend- ship-vélarnar verði meginloft- ferðatækin hér á innanlands- leiðum um langa framtíð? — Mér finnst engin goðgá, þegar við lítum á ævi Douglas DC3 fiugvélanna, að gera ráð fyrir að Fokker Friendship- vélar verði notaðar hér fram yfir 1980 að minnsta kosti, komi ekki fram í þeim málnv þreyta. Aftur á móti er ekki vafi á því, að þotur eins og Boeing 727 taka við, þegar bú- ið er að endurbæta Akureyrar- flugvöll og endurbyggja Egils- staðaflugvöll. Það yrði afarmikill munur fyrir Flugfélagið að geta um háannatímann, hvort sem það er að vetri eða sumri, notað slík tæki. Það verða á boðstólum minni þotur og hagkvæmari í rekstri fjárhagslega en núverandi skrúfuvélar. Þotuöldin hófst 1956—1957 og þess vegna er furðulegt að hugsa til þess, að enn er til fólk, sem reynir að spyrna fótum gegn þessari þró- un. Þotuhreyfillinn er margfalt öruggari en gömlu flugvéla- hreyflarnir voru. Og þótt há- vaðinn sé fyrir Reykvikinga nokkuð mikill stundum, þegar þotur Flugfélags íslands fljúga yfir, gera borgarbúar sér ekki grein fyrir, að hér lenda viku- lega og stundum daglega minni þotur, sem koma frá Bandaríkjunum eða Evrópu. Að sumarlagi standa þær hérna yfirleitt ein eða fleiri. — Þarna erum við reyndar komnir að' franntíðaráformun- um um Reykjavíkurflugvöll. Nú stendur til að byggja nýja flugstöð á honum eins og vikið Á þessum skika við ilugturninn á Reykjavíkurílugvelli mun ný flugstöð sennilega rísa. FV 11 1972 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.