Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Page 46

Frjáls verslun - 01.11.1972, Page 46
stóð í skuld við verzlun, hafði síðan um nálega 5 ára skeið árlega tekið út vörur í verzl- uninni en jafnan gegn greiðslu út í hönd, taldi undirrétturinn þessa reglu ekki gilda, vegna þess að með föstum viðskipt- um væri átt við reikningsvið- skipti. Hæstiréttur dæmdi mál- ið á öðrum grundvelli, en á þessa niðurstöðu undirréttarins verður að fallast. Þá verður hinum föstu við- skiptum aðila að hafa verið haldið áfram óslitið. í því felst, að ekki má hafa orðið óeðli- lega langt hlé á viðskiptunum. Jafnframt verður skuldari að hafa fengið viðskiptareikning árlega sendan. Þó er það ekki nægilegt, að reikningur hafi verið sendur árlega, ef engin viðskipti hafa átt sér stað á árinu og það ekki, þótt skuld- arupphæðin hafi breytzt við það, að vextir voru reiknaðir af skuldinni og lagðir við höf- uðstólinn. Vert er að taka fram, að krafa hjús um kaupgjald fyrn- ist ekki, á meðan það er sam- fellt í sömu vist. Eftir almenn- um reglum myndi krafan um hverja einstaka kaupgreiðslu fyrnast á 4 árum frá gjald- daga hennar. En það myndi gefast illa, ef hjú þyrfti að standa í málssóknum á hendur húsbændum sínum út af kaup- greiðslum sínum, á meðan vist- ráðin standa enn yfir og því eru kaupkröfurnar ekki látnar fyrnast fyrr en við vistarslitin. LENGD FYRNIN GARFRESTSINS. Frestirnir í fyrningarlögun- um eru taldir í árum eða mán- uðum. Er jafnan reiknað með heilum dögum og er dagurinn, sem frá er talið, ekki talinn með. Sé eindagi skuldar, sem fyrnist á 4 árum t.d. 1. júní 1968, þá verður 1. júní 1972 síðasti dagur fyrningarfrests- ins. Aðalreglan er sú, að krafa fyrnist á 10 árum og gildir sá fyrningarfrestur um allar kröf- ur, sem ekki er settur annar fyrningarfrestur fyrir. Jafn- framt eru taldar sér nokkrar kröfur, sem fyrnast á 20 árum og svo einnig sér margar kröf- ur, sem fyrnast á 4 árum. Eru í þeim hópi margar þær kröf- ur, sem algengastar eru í við- skiptalifinu. Loks eru ýmis á- kvæði í fyrningarlögunum, sem leiða til þess, að hinn venjulegi fyrningarfrestur kröfunnar lengist, þegar sér- stök atvik eru fyrir hendi. Eftirfarandi kröfur fyrnast á 20 árum. Krafa á landssjóði, banka eða sparisjóði um endur- gjald á fé, er lagt hefur verið í sjóðinn til ávöxtunar eða geymslu. Krafa um lífeyri (þ.e. sjálf- ur lífeyrisrétturinn) og aðrar slíkar kröfur, sem eru fólgnar eru í rétti til þess með vissu millibili að krefjast fjárfram- lags, er ekki getur talizt af- borgun af skuld. Eftirtaldar kröfur fyrnast á 4 árum: Kröfur út af sölu eða af- hendingu á vörum eða lausa- fé, sem ekki er afhent sem fylgifé með fasteign, leigu á fasteign eða lausafé, veru, við- gerning eða aðhlynningu, flutn- ing á mönnum eða munum, vinnu og hvers konar starfa, sem í té er látinn. Kröfur um gjaldkræfa vexti, húsaleigu, landskuld, leigur, gjaldkræf laun eða eftirlaun, lífeyri, forlagseyri, meðgjöf eða aðra greiðslu, er greiðast á með vissu millibili og ekki er afborgun af skuld. Er hér að- eins átt við hverja einstaka greiðslu. Kröfur, sem lögtaksrétt hafa svo sem skattar. Kröfur samkv. ábyrgðar- skuldbindingum að undanskil- inni ábyrgð á fjárskilum opin- berra gjaldheimtumanna eða gjaldkera við opinberar stofn- anir eða stofnanir einstakra manna. Ennfremur endur- gjaldskrafa sú, er ábyrgðar- maður eða samskuldari hefur á hendur aðalskuldara, sam- ábyrgðarmanni eða samskuld- ara út af greiðslu skuldar. Krafa um endurgjald á því, sem maður hefur greitt í fangri ímyndun um skuldbind- ingu (t.d. vegna ofgreidd tolls) eða í von um endurgjald, sem brugðizt hefur, þó svo að mót- takandi hafi ekki gert sig sek- an í sviksamlegu atferli. A 10 árum fyrnast: Kröfur samkvæmt skulda- bréfi, dómi eða opinberri sátt, er ekki tilheyra undir ákvæð- in um 20 ára fyrningu. Að því er snertir kröfur þær, sem tilgreindar voru undir 4 ára fyrningu hér að framan, gild- ir þetta í flestum tilfellum þó því aðeins, að skuldabréf sé út- gefið, dómur genginn eða sátt gerð, eftir að krafan féll í gjalddaga eða er orðin sjálf- stæð skuldakrafa á annan veg eða vaxtamiði hefur verið gef- inn út fyrir vöxtum eða ann- arri sams konar kröfu. Allar aðrar kröfur, sem ekki er settur annar fyrningarfrest- ur fyrir. Kröfur til endurgjalds á þegnum sveitarstyrk og kröf- ur samkvæmt peninga- eða bankaseðli fyrnast ekki. SLIT FYRNINGAR. Krafa fellur niður við fyrn- ingu, ef fyrningarfrestur líður Víxladeild í banka. Mismunandi reglur gilda um fyrningu hinna ýmsu skuldbindinga og er um þœr fjallað í þessari grein. 46 FV 11 1972

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.