Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Síða 46

Frjáls verslun - 01.11.1972, Síða 46
stóð í skuld við verzlun, hafði síðan um nálega 5 ára skeið árlega tekið út vörur í verzl- uninni en jafnan gegn greiðslu út í hönd, taldi undirrétturinn þessa reglu ekki gilda, vegna þess að með föstum viðskipt- um væri átt við reikningsvið- skipti. Hæstiréttur dæmdi mál- ið á öðrum grundvelli, en á þessa niðurstöðu undirréttarins verður að fallast. Þá verður hinum föstu við- skiptum aðila að hafa verið haldið áfram óslitið. í því felst, að ekki má hafa orðið óeðli- lega langt hlé á viðskiptunum. Jafnframt verður skuldari að hafa fengið viðskiptareikning árlega sendan. Þó er það ekki nægilegt, að reikningur hafi verið sendur árlega, ef engin viðskipti hafa átt sér stað á árinu og það ekki, þótt skuld- arupphæðin hafi breytzt við það, að vextir voru reiknaðir af skuldinni og lagðir við höf- uðstólinn. Vert er að taka fram, að krafa hjús um kaupgjald fyrn- ist ekki, á meðan það er sam- fellt í sömu vist. Eftir almenn- um reglum myndi krafan um hverja einstaka kaupgreiðslu fyrnast á 4 árum frá gjald- daga hennar. En það myndi gefast illa, ef hjú þyrfti að standa í málssóknum á hendur húsbændum sínum út af kaup- greiðslum sínum, á meðan vist- ráðin standa enn yfir og því eru kaupkröfurnar ekki látnar fyrnast fyrr en við vistarslitin. LENGD FYRNIN GARFRESTSINS. Frestirnir í fyrningarlögun- um eru taldir í árum eða mán- uðum. Er jafnan reiknað með heilum dögum og er dagurinn, sem frá er talið, ekki talinn með. Sé eindagi skuldar, sem fyrnist á 4 árum t.d. 1. júní 1968, þá verður 1. júní 1972 síðasti dagur fyrningarfrests- ins. Aðalreglan er sú, að krafa fyrnist á 10 árum og gildir sá fyrningarfrestur um allar kröf- ur, sem ekki er settur annar fyrningarfrestur fyrir. Jafn- framt eru taldar sér nokkrar kröfur, sem fyrnast á 20 árum og svo einnig sér margar kröf- ur, sem fyrnast á 4 árum. Eru í þeim hópi margar þær kröf- ur, sem algengastar eru í við- skiptalifinu. Loks eru ýmis á- kvæði í fyrningarlögunum, sem leiða til þess, að hinn venjulegi fyrningarfrestur kröfunnar lengist, þegar sér- stök atvik eru fyrir hendi. Eftirfarandi kröfur fyrnast á 20 árum. Krafa á landssjóði, banka eða sparisjóði um endur- gjald á fé, er lagt hefur verið í sjóðinn til ávöxtunar eða geymslu. Krafa um lífeyri (þ.e. sjálf- ur lífeyrisrétturinn) og aðrar slíkar kröfur, sem eru fólgnar eru í rétti til þess með vissu millibili að krefjast fjárfram- lags, er ekki getur talizt af- borgun af skuld. Eftirtaldar kröfur fyrnast á 4 árum: Kröfur út af sölu eða af- hendingu á vörum eða lausa- fé, sem ekki er afhent sem fylgifé með fasteign, leigu á fasteign eða lausafé, veru, við- gerning eða aðhlynningu, flutn- ing á mönnum eða munum, vinnu og hvers konar starfa, sem í té er látinn. Kröfur um gjaldkræfa vexti, húsaleigu, landskuld, leigur, gjaldkræf laun eða eftirlaun, lífeyri, forlagseyri, meðgjöf eða aðra greiðslu, er greiðast á með vissu millibili og ekki er afborgun af skuld. Er hér að- eins átt við hverja einstaka greiðslu. Kröfur, sem lögtaksrétt hafa svo sem skattar. Kröfur samkv. ábyrgðar- skuldbindingum að undanskil- inni ábyrgð á fjárskilum opin- berra gjaldheimtumanna eða gjaldkera við opinberar stofn- anir eða stofnanir einstakra manna. Ennfremur endur- gjaldskrafa sú, er ábyrgðar- maður eða samskuldari hefur á hendur aðalskuldara, sam- ábyrgðarmanni eða samskuld- ara út af greiðslu skuldar. Krafa um endurgjald á því, sem maður hefur greitt í fangri ímyndun um skuldbind- ingu (t.d. vegna ofgreidd tolls) eða í von um endurgjald, sem brugðizt hefur, þó svo að mót- takandi hafi ekki gert sig sek- an í sviksamlegu atferli. A 10 árum fyrnast: Kröfur samkvæmt skulda- bréfi, dómi eða opinberri sátt, er ekki tilheyra undir ákvæð- in um 20 ára fyrningu. Að því er snertir kröfur þær, sem tilgreindar voru undir 4 ára fyrningu hér að framan, gild- ir þetta í flestum tilfellum þó því aðeins, að skuldabréf sé út- gefið, dómur genginn eða sátt gerð, eftir að krafan féll í gjalddaga eða er orðin sjálf- stæð skuldakrafa á annan veg eða vaxtamiði hefur verið gef- inn út fyrir vöxtum eða ann- arri sams konar kröfu. Allar aðrar kröfur, sem ekki er settur annar fyrningarfrest- ur fyrir. Kröfur til endurgjalds á þegnum sveitarstyrk og kröf- ur samkvæmt peninga- eða bankaseðli fyrnast ekki. SLIT FYRNINGAR. Krafa fellur niður við fyrn- ingu, ef fyrningarfrestur líður Víxladeild í banka. Mismunandi reglur gilda um fyrningu hinna ýmsu skuldbindinga og er um þœr fjallað í þessari grein. 46 FV 11 1972
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.