Frjáls verslun - 01.11.1972, Page 51
sem einstakling og útbúa starfs-
umhverfi viðkomandi eftir því.
Hann hefur hannað þrjár teg-
undir af skilrúmum, sem ekki
eru full mannhæð á hæð, en
tengja má saman eftir þörfum
starfsfólksins. Umrædd skil-
rúm eru fislétt og breyta má
skipulaginu ef starfsfólki
fækkar eða fjölgar. Hægt er
að raða þeim í lengjur eða láta
þau liðast eins og slöngu um
skrifstofusalinn, þ. e. a. s. þau
geta uppfyllt flest allar kröfur
sem um er að ræða á hverjum
stað. Skilrúmin eru gerð úr
hljóðeinangruðum efnum og
litaúrvalið er fjölbreytt og
þægilegt fyrir augað.
Hljóðeinangruð skilrúm eru
ekki ný af nálinni, en þau
hafa rutt sér til rúms undan-
farið, enda eru þau nú fram-
leidd með margs konar nýjung-
um. Skilrúmin, sem Hermann
Miller hefur hannað, eru þann-
ig gerð að allar nauðsynlegar
leiðslur eru í þeim, og auk
þess má festa við þau skrif-
borð, skjalaskápa, teikniborð,
sýningarskilti, kortakerfi, síma,
skrifstofuvélar af öllum stærð-
um og gerðum, og annað eftir
því.
Öllu þessu má stilla upp eftir
þöi’fum og kröfum hvers og
eins.
DREGIÐ ÚR HÁVAÐA
Með tilkomu nýrra og marg-
víslegra skrifstofutækja hefur
hávaði á vinnustað aukizt
verulega. Stöðugt bætast við
nýjar ritvélar, götunartæki,
telextæki, fjölritunartæki, kall-
tæki og margt fleira. Tilkoma
umræddra skilrúma 'hefur
hjálpað til við að draga úr
þessum hvimleiða hávaða, en
þau duga samt ekki fullkomn-
lega til þess að gleypa hann
allan. Of mikill hávaði á vinnu-
stað skapar taukaveiklun og
minni afköst starfsfólks, en
með tilkomu nýrrar hljóðein-
angrunar í loftum, gólfteppum,
gluggatjöldum og húsgögnum
í skrifstofum nútímans, hefur
ástandið batnað til muna.
Það er ekki langt síðan,
að aðeins forstjóraskrifstofan
var lögð gólfteppum, en á
undanförnum árum hefur kom-
ið fjölhreytt úrval af ódýrum
og sterkum teppum úr gervi-
efnum á markaðinn. Þessi
teppi má hreinsa á einfaldan
og ódýran máta. Þá hafa
teppaflísar einnig rutt sér til
rúms í skrifstofum, vegna þess
að t. d. er einfalt að taka upp
eina og eina teppaflís ef lag-
færa þarf eða breyta leiðslum.
BÆTTUR LJÓSAÚT-
BÚNAÐUR
Hinar rúmgóðu og opnu
skrifstofur hafa stórbætt birt-
una á vinnustað, og 'þar sem
skammdegi ríkir hluta úr ár-
inu, eins og t. d. hér á landi,
er bæði einfaldara og ódýrara
að lýsa skrifstofusali en lítil
herbergi. Þar til fyrir fáein-
um árum þótti það til að
mynda gott í evrópskum skrif-
stofum að birtan í skrifstof-
um væri 4-500 lux, en með
bættu skipulagi hefur birtan
aukizt í 7-800 lux og víða er
hún komin í 1000 lux, en
þegar hún er orðin svo mikil
er hún jafnframt notuð til hit-
unar, eins og t. d. í Norræna
bankanum í London.
AUKINN VALKOSTUR
Hvernig fer framkvæmda-
stjórinn að því að velja hin
réttu húsgögn nú á dögum?
Hvaða aðferð á hann að nota
til þess að velja skrifborð og
stóla? Hvaða skjalaskápar eru
beztir fyrir fyrirtækið? Hvaða
skrifstofutæki þarf hann til
viðbótar til þess að auka hag-
kvæmnina?
Þessum spurningum er ekki
unnt að svara fyrr en búið er
að kanna þarfir viðkomandi
starfsmanna. Ekki þurfa t. d.
allir forstjórar risastór skrif-
borð — sem oft er liður í
sýndarmennsku. Oft á tíðum
þarf einkaritarinn, sem er með
ritvél, nokkra síma, kalltæki,
skjalavörzlu o. fl., stærra boi’ð
en forstjórinn.
Framleiðsla skrifstofuhús-
gagna er nú að mestu byggð
á þörfum starfsfólks, og sem
dæmi má nefna, að nú er á
boðstólum skrifborð með löpp-
um, sem hækka má og lækka
eftir þörfum starfsfólksins og
eins ef gólf eru mishá. Innan-
húsarkitektar eru loksins farn-
ir að staðla skúffur og skápa,
sem einfalda geymslu á bréfs-
efni og skjölum. Mikil framför
hefur orðið í gerð skrifstofu-
stóla og segja má að nú séu
til stóiar, sem hæfa öllum
starfsnxönnum.
SKJALAGEYMSLA
Enn hefur ekki fundizt við-
unandi lausn á skjalageymsl-
um, en samt hefur orðið tals-
verð framför að því leyti und-
anfarin ár. Á boðstólum eru
skjalaskápar, sem eru einfld-
ari í rneðförum en verið hefur
og taka minna rúm en gömlu
skáparnir gerðu. Auk þess er
auðveldara að raða og finna
skjöl í skápnum. Stærri fyrir-
tæki kaupa rafknúnar skjala-
geymslur, sem hægt er að
stjórna með hnöppum. Slíkt
geymslukerfi er dýrt, en það
þarf færri starfsmenn við
skjalavörzlu í staðinn og þess
vegna er það hagkvæmt í
rekstri. Þar að auki þurfa ekki
eins margir að meðhöndla
skjöl, sem innihalda leyndar-
mál viðkomandi fyrirtækis.
HIÐ SKRIFAÐA ORÐ
Þrátt fyrir ört vaxandi hlut-
verk simakerfisins í viðskipta-
lífinu, þá er hið skrifaða orð
enn mjög mikilvægt. Þeir sem
starfa í viðskiptalífinu kann-
ast við setninguna: „Viltu
ekki senda mér bréf varðandi
þetta atriði“. Það er ekki full-
nægjandi að leysa öll mál
símleiðis.
Tala viðskiptabréfa minnkar
ekkert, heldur virðist hún auk-
ast jafnt og þétt. Til þess að
bréf nái tilhlýðilegum árangri
í viðskiptaheiminum, þarf það
að veru vel úr garði gert, að
sögn sérfræðinga. Það fer dýr-
mætur tími í bréfaskriftir í
hverju fyrirtæki. sérstaklega
þegar viðkomandi þarf að
skrifa mörg bréf með sama
textanum eða mjög svipuðum
texta. Þetta vandamál hafa
ski’ifvélaframleiðendur reynt
að leysa. Bandaríska fyrirtæk-
ið IBM hefur sent frá sér
nýtt kerfi „The Magnetic
Word Storage“. Hið nýja
kerfi gerir vélritunarstúlkum
kleift að vélrita viðskiptabréf
inn á þar til gerð segulbönd,
sem einfalt er að leiðrétta ef
þess þarf með, eða breyta
uppsetningu bréfanna. Þegar
bréfið er komið inn á bandið,
þá er það tengt við ritvél, sem
getur skrifað viðstöðulaust,
eins rnörg eintök af við-
komandi bréfi og þörf er fyrir.
Þannig verða öll bréfin frum-
skrift í útliti. Þessi gerð rit-
véla getur prentað 180 ovð
á mínútu. Breyta má textan-
um, hvenær sem er með lítilli
fyrirhöfn. Fleiri gerðir ritvéla
má telja hér, en það yrði of
langt mál að þessu sinni. Q
FV 11 1972
51