Frjáls verslun - 01.11.1972, Side 55
Verzlun milli Norðurlandanna árið 1969. Fob-verðmœti útflutn-
ings í milljónum dollara.
setningu tollalækkunaráfanga,
landbúnaðarmálum og fjár-
mögnunarfynirkomulagi, eink-
um, hvað ætti að ske að 5—10
árum liðnum. En Hilmar Bauns-
gaard, þáverandi forsætisráð-
herra Dana, lagði sína pólitísku
framtíð að veði, þegar hann
staðhæfði, að alrangt væri, að
NORDEK væri Þrándur í Götu
á leið til EBE, heldur gæti
þvert á móti orðið mjög gagn-
legt.
En allt kom fyrir ekki. í
þriðju atrennu lágu Finnar eft-
ir í svartholunum, og eru Rúss-
ar grunaðir um að hafa tjóðrað
þá. Reyndar er furðulegt að
vera með Finnum á fundum,
þegar ganga á frá ályktunum,
því að þeir verða að þýða text-
ann í huganum yfir á bæði
finnsku og rússnesku, áður en
unnt er að samþykkja hann.
NOKRÆNT SAMSTARF
Á vegum Norðurlandaráðs er
starfandi sérstök ráðherra-
nefnd og fjöldi fastanefnda í
einstökum málaflokkum. Aulc
ýmissa stofnana á sviði menn-
ingarmála, má nefna NORDEL,
eða samstarf á sviði orkumála,
NORDFORSK, sem er sameig-
inlegur vettvangur vísinda og
tækni, og nýstofnaðan Tækni-
og iðnþróunarsjóð Norðurlanda.
Komið hefur til tals að korna á
fót NORDTEST, sem tæki til
sameiginlegra prófana og rann-
sóknaraðferða, og ýmislegt
fleira er á döfinni. Eðlilegt og
sjálfsagt virðist, að samstaríi af
þessu tagi sé haldið áfram og
það fært út til fleiri sviða.
Norðurlönd eiga margt sam-
eiginlegt frá fornu fari (þótt
Finnar séu hér að ýmsu leyti
undantekning) og eru í mörgu
komin lengra í samhæfingu
en EBE. Má þar nefna ýmis
menningarmál og löggjöf.
FRAMTÍÐIN.
Varla er unnt að skilja svo
við efnið, að eitthvað sé ekki
sagt um hugsanlegt efnahags-
samstarf Norðurlanda í fram-
tíðinni.
Það verður vitaskuld erfiðar
fyrir Dani að móta norræna
efnahagssamvinnu en áður. Sví-
ar og Norðmenn munu senni-
lega leggja meira upp úr henni
en áður og Finnar og íslend-
ingar taka þátt í henni eftir
efnum og ástæðum.
VALDINU DREIFT
í EBE?
Per Kleppe, fyrrv. viðskipta-
ráðherra Noregs, taldi í bók,
sem hann skrifaði um viðhorf
Norðurlandaþjóðanna til efna-
hagsbandalaga, áður en þjóð-
aratkvæðagreiðslurnar voru
í Noregi og Danmörku, að al-
gjör miðstýring innan EBE
gæti orðið of þung í vöfum og
farið yrði að dreifa valdinu til
einstakra landssvæða. Þannig
gæti það orðið hagsmunamál
bandalagsins í framtíðinni, að
víðtækt samstarf tækist milli
Norðurlandanna, sem hluta af
EBE.
Hvað, sem um þennan fram-
tíðardraum má segja, er það
staðreynd, að velmegun hinna
tiltölulega fámennu þjóða á
Norðurlöndum á að miklu leyti
rót sína að rekja til mikilla
utanríkisviðskipta, möguleika
þeirra og dugnaðar við að not-
færa sér kosti hinnar alþjóð-
.legu verkaskiptingar. Þess
vegna væri það kaldhæðni ör-
laganna, ef þau spyrntu fast
fæti við frjálsari viðskiptum
milli landa, þótt hins vegar
ótti þeirra við risana í Evrópu
sé skiljanlegur. Eins og áður er
sagt, geta Norðurlönd aldrei
orðið sjálfnóg efnahagsheild.
Þetta sést bezt, ef litið er á fisk-
og iðnaðarvöruútflutning ís-
lendinga, trjávöruútflutning
Norðmanna og Finna, málm-
iðnað Svía og landbúnað Dana.
FV 11 1972
55