Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Side 57

Frjáls verslun - 01.11.1972, Side 57
IIÍLAIt: Búast má við hækkunum á næstu mánuðum Frjáls verzlun birtir upplýsingar um helztu bílategundir sem hér eru á boðstólum og hvaða fyrirtæki hafa umboð fyrir viðkomandi bíla Það liggur nú ljóst fyrir, að innflutningur á nýjum bílum til íslands, verður ekki eins mikill á þessu ári og hann varð metárið 1971. Engu að síður má reikna með því, að íslenzk- ir bifreiðakaupendur kaupi hátt í 6000 nýja bíla á árinu en í fyrra, sem var algjört metár í bílasölu hér, voru flutt inn 7700 ný farartæki, fyrir 1500 milljónir íslenzkra króna. Meðalverð nýrra bíla er nú milli 400-420.000 krónur, en það má búast við einhverjum hækkunum á næstu mánuðum vegna verðbólgu og hækkandi framleiðslukostnaðar í fram- leiðsluríkjunum. Fyrr á þessu ári lagði ríkisstjórnin 25% inn- flutningsgjald á bíla, sem hækkaði útsöluverð þeirra tals- vert. Hinn nýi skattur á að færa ríkissjóði 100 milljónir króna í tekjur á þessu ári. Bílainnflutningur er mjög háður öllum sveiflum efna- hagslífsins, og ef litið er á inn- flutningstölur undanfarinna ára, þá er auðvelt að sjá mik- inn mun á góðærum og hall- ærum; árið 1969, þegar efna- hagur þjóðarinnar var að rétta við eftir áföll áranna á undan, nam innflutningurinn um 900 bílum, en 1970 fer hann upp í 4000 bíla og í fyrra komu 7700 nýir bílar til landsins. Nú, þegar syrtir í álinn, þá minnkar innflutningurinn á ný og meðan engin lausn hefur fundizt á efnahagsvandanum, þá er of snemmt að spá nokkru um bílainnflutning á næsta ári. Bílaeign landsmanna er mik- il, ef miðað er við höfðatölu, en við erum númer 12-13 í röð- inni í heiminum, hvað bílaeign snertir. Sennilega eru hér um 180-185 bílar fyrir hverja 1000 landsmenn. Heildarbílaeign ís- lendinga er rúmlega 45.000 bíl- ar. Hér á landi eru starfandi 23-25 bílaumboð, sem flytja inn bíla frá Austur- og Vestur- Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Þær eru fáar bílateg- undirnar, sem framleiddar eru í þessum heimshlutum, sem ekki eru seldar hér. Ef litið er á einstök lönd, þá koma flestir bílar frá Bretlandi, Vestur- Þýzkalandi, Svíþjóð og Japan, en þar á eftir frá Frakklandi, Bandaríkjunum, Tékkóslóvak- íu, ítalíu, Sovétríkjunum og Póllandi, sem bættist við á þessu ári. FV hefur tekið saman upp- lýsingar um helztu bílategund- irnar, sem hér eru á boðstól- um, og ennfremur hvaða fyrir- tæki hafa umboð fyrir viðkom- andi tegundir bíla og fara þess- ar upplýsingar hér á eftir í stórum dráttum: Bifrciðai* »» lanrf- InmaAarvélai* li.f. Suðurlandsbraut 14. „Þetta hefur verið gott sölu- ár fyrir rússneska bíla,“ sagði Jón Guðjónsson, verzlunar- stjóri, „og einn vinsælasti bíll- inn er Volgan með nýja lag- inu. Volga er 6 manna bíll og var útliti hans breytt í lok s. 1. árs. Volga kostar tilbúin FV 11 1972 57

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.