Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.11.1972, Blaðsíða 57
IIÍLAIt: Búast má við hækkunum á næstu mánuðum Frjáls verzlun birtir upplýsingar um helztu bílategundir sem hér eru á boðstólum og hvaða fyrirtæki hafa umboð fyrir viðkomandi bíla Það liggur nú ljóst fyrir, að innflutningur á nýjum bílum til íslands, verður ekki eins mikill á þessu ári og hann varð metárið 1971. Engu að síður má reikna með því, að íslenzk- ir bifreiðakaupendur kaupi hátt í 6000 nýja bíla á árinu en í fyrra, sem var algjört metár í bílasölu hér, voru flutt inn 7700 ný farartæki, fyrir 1500 milljónir íslenzkra króna. Meðalverð nýrra bíla er nú milli 400-420.000 krónur, en það má búast við einhverjum hækkunum á næstu mánuðum vegna verðbólgu og hækkandi framleiðslukostnaðar í fram- leiðsluríkjunum. Fyrr á þessu ári lagði ríkisstjórnin 25% inn- flutningsgjald á bíla, sem hækkaði útsöluverð þeirra tals- vert. Hinn nýi skattur á að færa ríkissjóði 100 milljónir króna í tekjur á þessu ári. Bílainnflutningur er mjög háður öllum sveiflum efna- hagslífsins, og ef litið er á inn- flutningstölur undanfarinna ára, þá er auðvelt að sjá mik- inn mun á góðærum og hall- ærum; árið 1969, þegar efna- hagur þjóðarinnar var að rétta við eftir áföll áranna á undan, nam innflutningurinn um 900 bílum, en 1970 fer hann upp í 4000 bíla og í fyrra komu 7700 nýir bílar til landsins. Nú, þegar syrtir í álinn, þá minnkar innflutningurinn á ný og meðan engin lausn hefur fundizt á efnahagsvandanum, þá er of snemmt að spá nokkru um bílainnflutning á næsta ári. Bílaeign landsmanna er mik- il, ef miðað er við höfðatölu, en við erum númer 12-13 í röð- inni í heiminum, hvað bílaeign snertir. Sennilega eru hér um 180-185 bílar fyrir hverja 1000 landsmenn. Heildarbílaeign ís- lendinga er rúmlega 45.000 bíl- ar. Hér á landi eru starfandi 23-25 bílaumboð, sem flytja inn bíla frá Austur- og Vestur- Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Þær eru fáar bílateg- undirnar, sem framleiddar eru í þessum heimshlutum, sem ekki eru seldar hér. Ef litið er á einstök lönd, þá koma flestir bílar frá Bretlandi, Vestur- Þýzkalandi, Svíþjóð og Japan, en þar á eftir frá Frakklandi, Bandaríkjunum, Tékkóslóvak- íu, ítalíu, Sovétríkjunum og Póllandi, sem bættist við á þessu ári. FV hefur tekið saman upp- lýsingar um helztu bílategund- irnar, sem hér eru á boðstól- um, og ennfremur hvaða fyrir- tæki hafa umboð fyrir viðkom- andi tegundir bíla og fara þess- ar upplýsingar hér á eftir í stórum dráttum: Bifrciðai* »» lanrf- InmaAarvélai* li.f. Suðurlandsbraut 14. „Þetta hefur verið gott sölu- ár fyrir rússneska bíla,“ sagði Jón Guðjónsson, verzlunar- stjóri, „og einn vinsælasti bíll- inn er Volgan með nýja lag- inu. Volga er 6 manna bíll og var útliti hans breytt í lok s. 1. árs. Volga kostar tilbúin FV 11 1972 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.