Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1973, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.02.1973, Blaðsíða 14
ári hefðu getað orðið 1.700 milljónir króna, eða tæplega 3 % af þjóðartekjunum. Beinar tölur um tekjur Vestmanney- inga sjálfra segja hvergi nærri alla söguna um efnahagslegt mikilvægi Vestmannaeyja, vegna þess að atvinnulífið þar tengist með ýmsum hætti þjóð- arbúskapnum, og er því með gagnkvæmum hætti undirstaða atvinnu og umsvifa annars stað- ar á landinu. Eldsumbrotin í Heimaey hafa stofnað öllum mannvirkjum í Vestmannaeyjakaupstað í stór- hættu, og hefur verið unnið kappsamlega að brottflutningi tækja og lausafjármuna þaðan. Ekki er hægt að meta neð ná- kvæmni hvert sé heildarverð- mæti umræddra eigna, hvað þá verðmæti hafnaraðstöðunnar fyrir íslenzkt þjóðlif. Lauslegar áætlanir opinberra aðila um verðmæti eigna, sem óflytjan- legar mega teljast, eru um 10 milljarðar króna. Lauslegt yfir- lit tryggingarfélaga sýnir að brunabótamat húsa og mann- virkja í Eyjum, auk torflytjan- legra véla, sé nálægt 5 millj- örðum króna. Allir aðilar eru sammála um það að á þessu stigi málsins sé það bæði of snemmt og óraunhæft að gera nokkra endanlega áætlun um tjónið í Eyjum, en fyrrgreindar tölur hafa verið gefnar til við- miðunar. Helztu atvinnugreinar Vest- mannaeyinga á árinu voru sem hér segir: fiskiveiðar 18,9 af hundraði; vinnsla sjávarafurða 32,8%; iðnaður annar en fisk- vinnsla og fiskiðnaður 12,5%; og þjónusta 11,6%. Þar næst kemur byggingarstarfsemi 9,7 % og þá verzlun og viðskipti 8,6%. Eftirstöðvar vinnuaflans skiptast á smærri greinar eins og t. d. samgöngur, rafmagns-, hita- og vatnsveitustörf o. fl. LAUNATEKJUR ÁÆTLAÐAR 1.150 MILLJ. Framkvæmdastofnun rikisins greindi frá því fyrir skömmu að vergar tekjur Vestmanna- eyja á þáttavirði væru fyrir árin 1971, 1972 og ’73, sem hér segir, lauslega áætlað og spáð: fyrir árið 1971 voru launatekj- ur 760 millj. kr., en vergar tekjur af eignum og atvinnu- rekstri 390 m. kr., eða samtals 1.150 m. kr. Fyrir árið 1972 voru launatekjur 980 millj. kr., en vergar tekjur af eignum og atvinnurekstri 420 m. kr. eða samtals 1.400 m. kr. Fyrir ár- ið 1973 er þetta áætlað, ef allt hefði verið eðlilegt: Launatekj- ur 1.150 millj. kr. og vergar tekjur af eignum og atvinnu- rekstri 500 m. kr. eða samtals 1.650. m. kr. Sannur hjálparvilji Til viðbótar framlagi rík- isstjórnanna á Norðurlönd- um hefur almenningur þar sýnt samúð með Vest- mannaeyingum í verki. í Gautaborg má sjá greinileg dæmi um þetta. Þar gengst blaðið Göte- borgs Posten fyrir Vest- mannaeyjasöfnun og mun hún nú nema um 800 þús. sænskum krónum. Tveir sænskir piltar í lýðskólanum í Kungalv hófu söfnun upp á eigin spýtur og gengu ásamt fé- lögum sínum um götur Gautaborgar með söfnunar- bauka. Mun söfnunarféð senn nema sem svarar 1 milljón ísl. króna. Þá hefur Magnús Gísla- son, skóiastjóri í Kungalv, komið fram á fundum flest kvöld vikunnar að undan- förnu og skýrt frá Vest- mannaeyjagosinu. Hafa á þessum fundum safnazt verulegar fjárhæðir í Vest- mannaeyjasöfnunina. Núverandi formaður Skálklúbbs Reykjavíkur, Emil Guðmunds- son, móttökustjóri Hótel Loftleiðum, heiðrar Geir H. Zoega, fyrsta fyrsta formann klúbbsins. Geir H. Zoega heiðraður Geir H Zoega, forstjóri Ferðaskrifstofu Zoega, var fyrir nokkru útnefndur heiðursfélagi í Skál-klúbbi Reykjavíkur, sem er félagsskapur forystufólks í ferðamálum í höfuðborginni. Geir hefur starfað að íslenzkum ferðamálum lengur en nokkur annar. Skál-klúbbar eru nú starfandi í 93 löndum heims, og eru 360 talsins. Alþjóðasamband Skál-hreyfingarinnar hélt upp a 40 ára afmæli sitt í fyrra. Skál-klúbbur Reykjavíkur varð hinn 234. í róð alþjoðasam- takanna, og var hann stofnaður 10. febrúar 1963. Meðlimir klúbbsins eru nú um 70. ............... Klúbburinn heldur hadegisfundi emu sinm í manuði, og er bá iafnan stefnt að því að fá þjóðkunna menn til þess að halda fyrirlestra um_ einhver þau málefni, sem snerta þjonustu við ferðamenn á íslandi. , í tilefni 10 ára afmælis klúbbsins á dögunum bauo borgar- stiórinn í Revkjavík nokkrum meðlimum hans til móttoku, en síðan var efnt til kvöldverðar að Hótel Loftleiðum, og satu hófið samgönguráðherra og borgarstjóri ásamt konum sinum. 10 FV 2 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.