Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1973, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.02.1973, Blaðsíða 20
eru við vegagerð, námugröft og jarðgangagerð. Finnar fram- leiða mjög vandaðar vélar fyr- ir trésmíðaverkstæði og hefur norski timburiðnaðurinn mikla þörf fyrir slík tæki. Norðmenn hafa keypt þrjár pappírsverk- smiðjur frá Finnlandi með öll- um tiheyrandi útbúnaði, og hafa þær tekið til starfa. Norður- landaþjóðirnar hafa aukið mjög samhæfni í framleiðslu á ails kyns tækjum og vélum, sem leitt hefur til þess að Finnar framleiða nú t.d. flest allar lyft- ur sem notaðar eru á Norður- löndum. FÖT TIL NOREGS FYRIR 80,4 MILLJ. N. KR. Vinsælustu finnsku vörurnar í Noregi, eins og viðar, er til- búinn fatnaður frá finnska tízkuiðnaðinum, sem á undan- förnum árum hefur vakið at- hygli og eftirspurn um allan heim. Mest kaupa Norðmenn af tilbúnum finnskum barnafatn- aði og kvenfatnaði. Árið 1971 seldu finnskir fataframleiðend- ur tilbúinn fatnað til Noregs fyrir 80,4 millj. n. kr. Þá eru Norðmenn stærstu viðskiptavin- ir finnskra skóframleiðenda. Á s.l. ári keyptu þeir m. a. 400,- 000 pör af skóm frá Finnlandi. Auk þess kaupa þeir 7 % af heildar vefnaðarvöruframleiðsl- unni og eru meðal fimm stærstu viðskiptaþjóða Finna á þessu sviði. SKARTGRIPIR VINSÆLIR. Norskar verzlanir kaupa mik- ið af glervörum, postulíni, kera- miki, borðbúnaði og öðrum slík- um búnaði til heimilisnota. Finnskir húsgagnaframleiðend- ur eiga aftur á móti í harðri samkeppni við sænska og danska framleiðendur á norska húsgagnamarkaðinum. En finnskir skartgirpir eru vinsæl- ir í Noregi og kaupa Norðmenn mest allra þjóða af þeim. Þá má ekki gleyma sölu á finnskum ísskápum, frystikist- um, sjónvörpum og útvarps- tækjum. Finnsk sjónvörp eru t. d. í þriðja sæti á norska mark- aðinum. Mikið er selt af til- búnum finnskum sauna-böðum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Finnsk skíði og tilheyrandi út- búnaður er vinsæll í Noregi og norskir bílaeigendur láta vel af finnskum hjólbörðum, en þó sérstaklega af snjóhjólbörðum. f norskum matvöruverzlunum má sjá úrval af finnskri mat- vöru, kexi, líkjör og vodka. Af ofangreindu má sjá, að lífleg verzlun á sér stað milli Finna og Norðmanna. Útflytj- endur í báðum löndunum líta framtíðina björtum augum á á- framhaldandi viðskipti sín á milli. Menn spyrja: Hvað veldur þessari öru aukningu milliríkja- verzlunarinnar? í fyrsta lagi eiga þessar þjóð- ir margt sameiginlegt og segja má að smekkur Finna og Norð- manna og allra íbúa Norður- landa sé mjög svipaður á flest- um sviðum. Þá hefur EFTA átt drjúgan þátt í að auka viðskipti milli frændþjóðanna og einfald- að þau stórlega að auki. Ekki má gleyma að stutt er milli landanna og því auðvelt að koma vörunni frá framleiðanda til kaupanda. Auk þess hefur opnazt vegasamband milli Nor- egs og Finnlands um nyrztu hér- uð landanna, sem aukið hefur samskipti þjóðanna verulega. EIGIN SÖLUSKRIFSTOFUR. Eins og fyrr greindi, þá hafa finnskir framleiðendur umboðs- menn í Noregi, en þó hafa 15 finnsk fyrirtæki opnað eigin söluskrifstofur í Osló. Dreifing- arkerfi norsku verzlunarinnar var -bæði lélegt og þungt í vöf- um, allt fram til ársins 1960, en þá komu til sögunnar stærri og öflugri heildsölufyrirtæki og stórar kjörverzlanir, sem hafa valdið byltingu á sviði verzlunar þar í landi, sem vdðar. Með fækkun heildverzlana hef- ur kaupmáttur stærri fyrir- tækja au'kizt og betri kjör skap- azt. Finnskir framleiðendur hafa verið virkir þátttakendur í öll- um vörusýningum í Noregi og löndum, sem þeir verzla mikið við. Þetta hefur ýtt mjög undir verzlunina og skapað um leið gagnkvæmt traust milli selj- anda og kaupanda. Fram til þessa hafa stærri fyrirtæki Finnlands haft mestan áhuga á norska markaðinum, en nú eru smærri fyrirtæki að fylgja í fótspor hinna stærri. Frystihúsaeigendur Takið TERRAZZO á gólfin, því að það mœlir með sér sjálft. S. HELGASON HF.f STEINIDJA EINHOLTI 4, REYKJAVÍK. SÍMAR 14254 OG 26677. 16 FV 2 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.