Frjáls verslun - 01.02.1973, Blaðsíða 79
sem nauðsynlegar hafa talizt
endurbótum og breytingum
að fenginni fjölþættri reynslu á
þeim vélagerðum, sem Alpha-
Diesel A/S hefur framleitt allt
frá árinu 1934.
B&W Alpha fjórgengisvélar
1000—2250 hestafla:
Þessi vélargerð er auðkennd:
V 23 HU og er sterkbyggð, með-
al-hraðgeng diselvél, niðurgír-
uð, og þannig tengd skipti
skrúfu,skrúfu, sem framleidd er
af Alpha-Disel A/S.
Þetta er mikils virði í sam-
bandi við lausn síaukinnar
kröfu um mikið vélarafl jafn-
hliða sparnaði á plássi; þetta
gildir jafnt innan fiskiflotans
sem verzlunarflotans.
Strokkunum er þannig kom-
ið fyrir að þeir myndi V-lögun
með 45° horni til hvorrar hlið-
ar á vélinni.
Vélin er framleidd með 8-,
10-, 14-, 16- og 18 strokkum.
Hver strokkur framleiðir 125
hestöfl á stöðugri keyrslu með
800 snún/mín. Við hámarks
snúningshraða, 825 snún/mín.
framleiðir hver strokkur 135
hestöfl.
Alpha skiptiskrúfan er að
jafnaði framleidd með 3 skrúfu-
blöðum úr nikkelálbronsi.
Að jafnaði eru vélarnar af-
greiddar með loftþrýstri fjar-
stýringu frá stýrishúsi, og hægt
er að afgreiða þær einnig með
sjálfráða fyrir mannlaust vélar-
rúm.
Þessi gerð véla var sett á
markaðinn árið 1969 eftir
margra ára endurbætur.
DEIJTZ vélar
frá Hamri hf.
Við smíði á vissum gerðum
skipa er sú tilhneiging ríkjandi,
að gera vélbúnaðinn sem allra
fyrirferðarminnstan. Einkum á
þetta við um vatnaskip, ferjur
alls konar, farþegaskip, gáma-
skip og fiskiskip.
Þessi þróun mótast af hag-
rænum óskum um að ná sem
mestu lestarrými í hverju skipi
undir arðbæran flutning.
Þannig hafa hinar viðamiklu
hæggengu díesel-vélar með
beintengdum skrúfuás orðið að
láta í minni pokann fyrir fjór-
gengisdíselvélum með hraða-
niðurfærslu á skrúfuás. Tvær
aðferðir eru notaðar til að
minnka fyrirferð véla sem
mest, að fá sem mest afl úr sem
minnstu rými:
1. Hækka meðalþrýstinginn.
2. Auka snúningshraðann.
Yfirleitt er mikil forþjöpppun
brennslulofts, sem hækkar með-
alþrýstinginn, sú aðferð sem í
dag er notuð til aflaukningar
díeselhreyfla.
Auk þess hefur með ýmsum
aðferðum samfara tækniþróun-
inni, svo sem með sérstökum
efnablöndum, endurbótum á
smur- og kælikerfum, styrkingu
nobkurra vélarhluta o. s. frv.,
ekki aðeins tekizt að hækka
meðalþrýstinginn, heldur hefur
einnig reynzt unnt að auka
snúningshraða díeselvélanna án
þess að draga úr endingargæð-
um þeirra.
Almennt er í dag gerður
greinarmunur á þremur snún-
ingshraðasviðum:
Snúningshraði frá 350- 600
snún/mín
Snúningshraði frá 720-1000
snún/mín og
Snúningshraði frá 1200-2000
snún/mín, sem
hraðgengar há-orkuvélar hafa.
I þessari grein munum við
takmarka okkur við hraðasviðið
720-1000 snún/mín og ræða sér-
staklega um BAM 528 vélagerð-
ina frá DEUTZ.
Þetta hraðasvið er hinn ör-
uggi og gullni meðalvegur milli
hæg- og hraðgangs, með fram-
leiðslumöguleikum á mjög fyr-
irferðarlitlum vélum með allt
að 2500 hestafla orku.
Meira en 10 ára frábær
reynsla er komin á BAM 528-
vélarnar sem aðalvélar í skip-
um. Þær hafa 220 mm strokk-
vídd, 280 mm slaglengd og því
10.65 lítra slagrými í hverjum
strokki.
Samfara tækniþróuninni hef-
ur upphaflegi hámarkssnúnings-
hraðinn verið aukinn úr 750
snún/mín upp í 1000 snún/mín,
meðalþrýstingurinn hefur verið
hækkaður og vélarorkan þann-
ig aukin um 60%.
Til viðbótar orku-aukning-
unni bættist fyrir fáum árum
tólf strokka vél í BAM 528-vél-
arflokkinn. 12-strokka vélin
hefur 48° horn milli strokka.
Sveifarhúsið er steypt í heilu
lagi með hangandi legustólum
með hliðaropningu fyrir sveif-
arásinn. Með þessu byggingar-
lagi fær sveifarásinn þann
bezta stuðning og styrk í sveif-
arhúsinu sem hugsazt getur.
Olíupannan er skrúfuð neðan á
sveifarhúsið og er af ,,þurru“
gerðinni, þ. e. hún er safnpanna
fyrir há- eða lággeyma.
Á grundvelli þeirrar ágætu
reynslu sem fengizt hefur af
12-strokka vélinni er um þess-
ar mundir að hefjast framleiðsla
á 16-strokka V-vél með sama
byggingarlagi.
Við 14,1 kp/cm2 hámarks-
meðalþrýsting fæst 145 hestafla
stöðug orka úr hverjum strokk
allra BAM 528-vélanna miðað
við 870 snún/mín. Við meiri
snúningshraða, allt upp í 1000
snún/mín, er sömu strokkorku
haldið, en meðalþrýstingurinn
lækkaður tilsvarandi. Sam-
kvæmt þessu hefur 16-strokka
vélin 2320 hestafla orku við
900 eða 1000 snún/mín með
10%leyfilegri álagsviðbót.
(„A“ DIN 6270). Sem raf-
stöðvarmótor er hann fáanleg-
ur í eftirfarandi orkustærðum:
2560 hestöfl við 1000 og 900
snún/mín, 2200 hestöfl við 750
snún/mín og 2100 hestöfl við
720 snún/mín.
Aflrými hverrar vélar er auð-
velt að finna með því að deila
uppgefinni stöðugri orku vél-
ar í rúmtak hennar (lengd x
breidd x hæð). Aflrými 16-
strökka BA16M 528-vélarinnar
reynist þannig vera 144 hö/m3
sem nálgast tilsvarandi rýmis-
hlutfall fyrir hraðgengar há-
orkuvélar, sem telst vera milli
160—290 hö/m3. Aflrýmishlut-
fall nýtízku meðalhraðgengra
FV 2 1973
75