Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1973, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.02.1973, Blaðsíða 77
Cummins díselvélar frá Birni og Halldóri Cummins-dieselvélaverksmið j - urnar hafa yfir 50 ára reynslu í smíði dieselvéla og eru nú meðal stærstu og þekktustu dieselvéla-framleiðenda í heiminum. Hér á landi hafa Cummins dieselvélar verið í notkun í f jölda ára bæði á landi og á sjó og er samróma álit allra eigenda þeirra að þær séu sérstaklega öruggar og ending- argóðar. Nú á seinni árum hafa þær mjög rutt sér til rúms í íslenzkum fiskiskipum og eru stöðut að auka á. Kemur þar fyrst og fremst til reynsla sú sem fengizt hefur á undanförn- um árum, sem felst í hagkvæm- ari rekstri og minna viðhaldi en almennt er á öðrum tegundum diselvéla. En auk þessa er rétt að geta þess að Cummins disel- vélarnar eru seldar með 2 ára ábyrgð og felur sú ábyrgð í sér allan kostnað og vinnu í sambandi við hugsanlegar bil- anir eða umskipti á vélahlutum sem teljast kunna gallar í fram- leiðslu vélanna. Eykur þetta að sjálfsögðu mjög á öryggi þeirra sem eiga og nota Cummins dieselvélar, samfara því að um- boðið hér á landi leggur sér- staka áherzlu á viðhald og þjón- ustu fyrir vélarnar og er vel birgt af viðhalds- og varahlut- um. Cummins diselvélar í fiski- báta, sem henta hér á landi, eru í 7 mismunandi stærðarflokk- um: 188 — 249 — 282 — 376 — 458 — 509 og 580 hestöfl, og er þá miðað við öxul-hestöfl, sem er það eina rétta þegar talað er um aflvélar í fiski- báta. Cummins vélar af ofan- greindum stærðum eru í all- mörgum fiskibátum hér á landi frá 30 til 105 smálesta af stærð. Verið er að ljúka niðursetningu tveggja véla og um leið að hefj- ast niðursetning annarra tveggja í 60—70 smálesta báta og verksmiðjurnar eru nú að senda frá sér tvær 580 hest- afla vélar sem eiga að fara í 170 lesta fiskiskip. Að lokinni vetrarvertíð verða svo settar nokkrar vélar í viðbót í báta af stærðunum 40 til 70 smá- lesta. Fjöldi Cummins véla í ís- lenzkum fiskibátum eykst jafnt og þétt með hverjum mánuðin- um. Cummins eru ekki síður þekktar sem rafstöðvar bæði til lands og sjávar og eru all- margar slíkar rafstöðvar í notk- un í íslenzkum síldveiðiskipum. Einkaumboðsmenn fyrir Cummins vélar hér á landi eru Björn & Halldór h. f. en það fyrirtæki hefir innt af hendi viðgerðir og tæknilega þjónustu fyrir fiskiflotann í meira en 20 ár og hefur þar af leiðandi langa og góða reynslu á því sviði. Fyr- irtækið hefir einnig einkaum- boð á íslandi fyrir hinar heims- þekktu TWIN DISC verksmiðj- ur, sem framleiða girkassa, afl- úttök og kúplingar, sem nú er næreingöngu notað við hrað- gengar dieselvélar. Fyrirtækið býður einnig upp á allan út- búnað fyrir aflvélar í skipum, s. s. skrúfuútbúnað, stjórntæki, dælur o. fl. o. fl. og annast nið- ursetningar Cummins vélanna í skip og báta. Aðaláherzlan er lögð á að bjóða aðeins það bezta sem völ er á og að veita við- skiptavinunum fyrsta flokks þjónustu á sviði véla og búnað- ar fyrir fiskiflotann. Björn & Halldór h. f. eru til húsa að Síðumúla 19 í Reykja- vík og reka þar fullkomið véla- verkstæði með sérþjálfuðum starfsmönnum. Framkvæmda- stjóri er Björn Guðmundsson. IVI.A.N. vélar frá Ólafi Gíslasyni & Co. hf. Segja má að dieselvélarnar séu enn mjög framarlega í flokki þeirra aflgjafa sem þekktir eru í dag. I meira en 70 ár hafa M.A.N. verksmiðj- urnar í Vestur—Þýzkalandi verið brautryðjendur í smíði dieselvéla, og hefur þessi langa reynsla gert þeim kleift að þróa þessa framleiðslu upp í það sem hún er í dag og skapa þeim þann virðingarsess sem vélar frá M.A.N. verksmiðjunum njóta. Aðalvélar og ljósavélar í skip og báta þurfa jafnan að upp- fylla ströngustu kröfur, jafn- framt því að þurfa að vera sparneytnar, ódýrar í rekstri og einfaldar í notkun. Það hreyfi- afl sem uppfyllir þessar kröfur er diselvélin. M.A.N. verksmiðj- urnar urðu fyrstar vélaframleið- enda í heiminum til að smíða dieselvélar og framleiða nú vél- ar >í allt að 48.000 h.p. að stærð. Flestar þessara véla eru gerðar fyrir skip. Hér á landi eru all- mörg skip búin vélum frá M.A.N. og má þar á meðal nefna fiskiskip, hafrannsóknar- skip og varðskip. Auk skuttog- arans m.s. „Bjarna Benedikts- sonar“ RE 210, sem nýkominn er frá Spáni, má nefna 3 aðra skuttogara af sömu stærð, sem eru í smíðum á Spáni, ásamt 5 öðrum skuttogurum af minni gerð, og eru öll þessi skip búin aðalvélum og ljósavélum af M.A.N. gerð. Auk véla framleiða M.A.N. verksmiðjui’nar bíla, krana, brýr, lyftur, prentvélar o. fl. FV 2 1973 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.