Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1973, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.02.1973, Blaðsíða 35
um góða stofni, — þeim flekk- lausu ökumönnum, er hefðu komið með tryggingar sínar til félagsins við stofnun þess, at því að það bauð þeim lægn iðgjöld vegna ágætis þ'irra í akstri. Hvað iðgjöld áhræiði s"gði framkvæmdastjórinn, að hugs- anlegt væri að mjög lélegur ökumaður fólksbíls þyrfti að berga slit að kr. 40.000.00 í ið- gjaid aí bifreiðatryggingu sinni a ári, þó að lægstu gjöld væru aðeins um fjögur þúsund krón- ur. Formaður stjórnar Hagtrygg- ingar h. f. er Dr. Ragnar Ingi- marsson en aðrir í stjórn eru Bent Scheving Thorsteinsson, Sveinn Torfi Sveinsson, Arin- björn Kolbeinsson og Þorvaldur Tryggvason. Samvinnubankinn sfærsti einkabankinn Starfrækir 13 útibú Það er gróska í starfsemi Samvinnubankans og bygginga- framkvæmdir fram undan, að því er Einar S. Einarsson aðal- bókari tjáði okkur er við heim- sóttum hann fyrir skömmu. Þá kom m.a. fram að Sam- vinnubankinn er nú orðinn stærstur einkabanka landsins, næstur ríkisbönkunum. Samvinnubankinn var áður eign samvinnufélaganna i land- inu og fyrrverandi ábyrgðar- manna Samvinnusparisjóðsins, en var nú í nóvember, á tíu ára afmæli sínu, opnaður öll- um félagsmönnum samvinnu- félaganna, er hafin var sala á hlutabréfum og ákveðið að auka hlutafé bankans úr 16 milljónum í 100 milljónir. Um áramótin, eða aðeins IVi mán- uði eftir að sala bréfanna hófst, var hlutaféð komið í 80 milljón- ir og eru bankamenn bjartsýn- ir á að takast muni að selja öll bréfin. Fyrirrennari Samvinnubank- ans, Samvinnusparisjóðurinn, var stofnaður árið 1954 en Samvinnubankinn hóf starfs- semi sína árið 1963 þó hann hefði formlega verið stofnaður árinu áður. Fyrsti sparisjóðs- stjóri var Ásgeir Magnússon nú- verandi framkv.stj. Samvinnu- trygginga. Árið 1957 tók Einar Ágústsson við starfinu af hon- um og gegndi því til ársins 1971 er hann tók við ráðherra- embætti. Síðustu árin sem hann starfaði við bankann gegndi núverandi bankastjóri Kristleif- ur Jónsson einnig bankastjóra- starfi og er hann einn í því em- bætti nú. Skrifstofustjóri er Pétur Erlendsson og aðalféhirð- ir Ólafur Ottósson. Samvinnubankinn rekur 13 útibú í öllum landsfjórðungum og hjá bankanum starfa um 80 manns, þar af um helmingur í Reykjavík. Bankinn annast alla almenna þjónustu við viðskipta- lífið, aðra en gjaldeyrisþjón- ustu. Veltan hefur vaxið mjög að undanförnu. Má þar nefna að spariinnlán voru um síðustu áramót 1161 milljón, og er það 33% hækkun frá árinu áður og veltiinnlán 294 milljónir sem er 71% aukning og sagði Einar að meðaltalsinnlánsaukning í bönkum landsins hefði verið 17 % á síðasta ári svo þeir mættu vel við una. Útlán bankans á síðasta ári námu 1191 milljón. Viðskiptareikningar eru um 35 þúsund. Samvinnubankinn keypti árið 1971 hús það sem hann er í núna við Bankastræti 7 í Reykjavík ásamt tilheyr- andi lóð og er áætlað að hefja byggingaframkvæmdir nú mjög fljótlega á viðbyggingu sem verður 4 hæða hús alls um 1000 fermetrar. Vonast er til að hægt verði að taka þetta hús í notkun síðari hluta næsta árs. í Bankaráði Samvinnubank- ans eiga sæti þeir Erlendur Ein- arsson forstjóri, formaður, Hjörtur Hjartar framkv.stj. varaformaður og Vilhjálmur Jónsson framkvæmdastjóri. Hlutabréf í SamvinnubanKanum hafa að undanförnu verið boð- in einsfaklingum í samvinnuhreyfingunni. FV 2 1973 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.