Frjáls verslun - 01.02.1973, Blaðsíða 47
einka sér þá eiginleika að leita
ráða og stuðnings sér reyndari
og vitrari manna. Þessi sann-
leikskorn hef ég sannreynt að
eiga fyllsta rétt á sér á fleiri
sviðum þjóðlífsins en í stjórn-
málum. Kynningarstarfsemin
fyrir sölu Rauðu fjaðrarinnar
byggðist m. a. á því, að þess-
um heilræðum væri fylgt.
Það er svo margt, semglepur
almenning frá degi til dags, og
ýmislegt, sem skeður í dag,
getur verið gleymt á morgun,
vegna þess, að þá eru komin
til skjalanna önnur og nýrri
atriði.
Eitt aðal viðfangsefni okkar
í kynningarstarfi Rauðu fjaðr-
arinnar var að komast fram-
hjá þessum erfiðleikum og
lögðum við því höfuðáherzlu
á, að stígandinn félli aldrei
meðan á kynningunni stóð,
heldur héldi áfram að vaxa og
aukast allt fram til söludags.
Til þess að þetta mætti takast,
ákváðum við, að kynningin
stæði ekki yfir í of langan
tíma (5-7 daga) og að fjöl-
breytnin gæti verið það mikil,
að á hverjum degi væri alltaf
eitthvað nýtt, sem héldi al-
menningi við efnið. Þar sem
við nutum stuðnings bæði út-
varps, sjónvarps, blaða og auk
þess margra annara aðila, svo
sem augnlækna, biskupsins og
prestanna í landinu, fólks, sem
hafði orðið blindunni að bráð
og margra annarra, varð að
undirbúa og vinna allt verk-
efnið með miklum fyrirvara
og síðan að tryggja það, að all-
ir hlutir kæmust til skila á
réttum stað og tíma með þeim
hætti, sem áformað hafði ver-
ið.
Kynningarstarfsemin, sem
eins og áður er getið, stóð yfir
í 5-7 daga, samanstóð af þess-
um atriðum:
1. Umdæmisstjórn boðaði til
fundar með fréttamönn-
um að viðstöddum full-
trúum augnlækna. Þar
var málefnið kynnt í
heild.
2. Hlutast var til um, að
Rauða fjöðrin ásamt text-
anum „Kaupið fjöður —
berjumst gegn blindu“
birtist alla daga á- síðum
dagblaðanna. Vegna ný-
tilkominnar offsetprent-
unar reyndist mögulegt
að birta fjöðrina jafnan í
sínum rétta lit.
3. í útvarpsþættinum „Mál
til meðferðar" var fjall-
að um sjónverndunarmál
með þátttöku lækna og
augnsjúkra.
4. Samtals 11 blaðaviðtöl
ásamt myndum af fólki,
sem ox’ðið hafði blindunni
að bráð með einum eða
öðrum hætti, svo og við-
töl við augnlækna á augn-
lækningadeild Landakots-
spítala, birtust í hinum
ýmsu dagblöðum.
5. Sjónvai-psþátturinn „Sjón-
arhorn“, sem samanstóð
af margvíslegu efni um
sjónvernd og augnlækn-
ingar, var tileinkaður
söfnuninni og var á dag-
skrá Sjónvai'psins daginn
fyrir söfnunardaginn.
6. Við allar guðsþjónustur,
minntust prestar lands-
ins þessa máls og hvöttu
til stuðnings við það.
Biskup landsins hafði
milligöngu um að koma
þeim tilmælum á fram-
færi.
7. Útbúin voru smekkleg og
áhrifarík kynningarspjöld
til að hengja upp í verzl-
unarglugga, bönkum, rak-
arastofum og víðar, þar
sem fólk átti leið um.
8. Einnig voru útbúin ábei’-
andi sölueinkenni, þ. e.
hvítur borði með rauðri
fjöður og tilheyrandi
texta, sem Lionsfélagar
og aðstoðarfólk þeirra
notaði við söluna á söfn-
unardaginn.
9. Síðustu 3 dagana áður en
söfnunin fór fram, var
auglýst mjög mikið í Rík-
isútvarpinu — hljðvarpi,
með þeim hætti, að lesn-
ar voru stuttar auglýs-
ingar, en margendurtekn-
ar á öllum tímum dags-
ins, allt frá morgni til
kvölds.
Við framkvæmd allra þess-
ara atriða komu margir við
sögu. Formaður Sjónverndun-
arnefndar Lionshreyfingar-
innar, Hjalti Þórarinsson yfir-
læknir, reyndist kynningar-
nefndinni hollur ráðgjafi.
Við, sem skipuðum kynn-
ingarnefndina, voi'um hvergi í
sviðsljósinu, ef svo má segja,
en lögðum á það megin
áherzlu, að leita til okkur hæf-
ari og reyndari manna með
staðgóða þekkingu á viðfangs-
efnunum hverju sinni.
Þess má að lokum geta, að
forseti íslands, dr. Kristján
Eldjárn, keypti fyrstu fjöðr-
ina, og birtust myndir af þeim
atburði í dagblöðum samdæg-
urs.
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
blað þeirra sem fylgjast með íþróttum
kemur nú út í nýjum búningi
HtJÁLST FRAMTAK H.F.
Laugavegi 178 S. 81765
FV 2 1973
43