Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1973, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.02.1973, Blaðsíða 67
var framleitt fyrir Færeyja- inarkað og íslenzkan markað á Keflavíkurflugvelli. Af fram- leiðslu ársins 1972 voru 127 tonn átsúkkulaði en næst komu suðusúkkulaði og brjóstsykur auk Tópas-taflanna vinsælu. Að- spurður sagði Hallgrímur að framleiðsla á páskaeggjum hefði dregizt saman vegna þess hve tímafrek hún er. INNFLUTN2NGUR FYKIE 50 MILLJ. í ÁE Núna eru framleidiar im 150 tegundir framleiðsluvöru hjá öllum fyrirtækjunum. Hef- ur magnið aukizt þráít fyrir innflutning samkvæmt kvóta, sem heimilaður var í fyrra. Þá var flutt inn erlent sælgæti fyrir 25 milljónir og á þessu ári verður leyfður sælgætis- innflutningur fyrir 50 milljónir fob. verð, að heildsöluverðmæti hér innanlands um 130 milljón- ir miðað við súkkulaði. Þó að innflutningurinn væri fyrir hendi í fyrra jókst framleiðsl- an hjá Nóa og Síríusi um 19,12 % miðað við árið áður. Sé könn- uð hlutdeild fyrirtækjanna í heildarframleiðslu sælgætis á íslandi kemur í ljós, að í aðal- framleiðsluvöru sinni, átsúkku- laðinu, höfðu þau 30% af allri framleiðslunni á landinu. Með- an heildarframleiðsla sælgætis hjá íslenzkum aðilum jókst um 40,6% milli ára 1970—71 juku Nói og Síríus sína framleiðslu um 60,63%. Hallgrímur Björnsson kvað erfitt að spá um framhald þess- arar þróunar því að 1. janúar 1975 verður innflutningur sæl- gætis leyfður frjáls. Og gangi málin fyrir sig eins og gert var ráð fyrir við inngöngu íslands í EFTA munu verndartollar all- ir falla niður 1980. Kvað Hall- grímur erfiðast að keppa við útlendu verksmiðjurnar í verði og fjölbreytni en gæði innlenda sælgætisins væru fyllilega sam- bærileg við það sem gerist er- lendis. Fyrir þremur árum var kann- að hve margir sælgætisframleið- endur væru í landinu og reynd- ust þeir þá hátt á þriðja tuginn. Sameiginlegt fyrir iþá er það, að vélakostur þarf endurnýjun- ar við en hann er geysidýr. Ekki er hægt að spá neinu um, hvort veruleg fækkun verður í hópnum en velmegun fólks hef- ur verið mikil að undanförnu og segir mjög til sín í sælgætissölu. Vinnsla á Hreinskertum. Ástandið á vinnumarkaði skóla- fólks hefur t.d. mikil áhrif á af- komu sælgætisframleiðend- anna. FÁAK TEGUNDIR VERÐA FLUTTAR INN Varðandi innflutninginn sagðist Hallgrímur búast við, að reynslan yrði svipuð og með súkkulaðikexið á sínum tíma, að það yrðu fáar tegundir, sem endanlega héldu velli. Sem stendur eru það um 200 aðilar, sem sækja eftir innflutnings- leyfum fyrir sælgæti en Hall- grímur taldi mjög sennilegt, að þeim fækkaði mikið, þegar fram í sækti. TÓPAS TIL JAPANS? Þá taldi Hallgrímur alls ekki ólíklegt að hefja mætti útflutn- ing á sælgæti, ef afkastageta verksmiðjunnar ykist og fundin yrði ein eða tvær tegundir, sem byggja mætti á eingöngu. Fannst honum líklegast að það yrði lakkrís eða einhver ákveð- in súkkulaðitegund. Fyrir skömmu voru fulltrúar japanskra innflutningsaðila í heimsókn hjá Hallgrími og gerðu fyrirspurn um það, hvort Nói vildi framleiða Tópas-töfl- ur fyrir japanskan markað. Er þá gert ráð fyrir miklu magni, sem yrði ekki pakkað inn fyrr en það væri komið til Japans. Segja Japanir góðan grundvöll fyrir sölu þessarar vöru í heimalandi sínu, þar eð mikil hreyfing er nú fyrir því að hætta reykingum og vilja menn gjarnan fá einhverjar bragð- sterkar töflur til að setja í munninn í staðinn fyrir sígai’- ettuna. Er ætlunin hjá Nóa að senda prufur til Japans og gera verðtilboð. GÓÐUR ÁRANGUR Á NORÐURLÖNDUM Frændum okkar á Norður- löndum hefur tekizt að koma upp nokkuð öflugum sælgætis- iðnaði fyrir útflutning. Þannig fundu Norðmenn upp nýja teg- und, sem selzt mikið í Svíþjóð en það eru súkkulaðistengur fylltar með yoghurt. Finnar hafa náð góðum árangri í sæl- gætisútflutningi líka og flytja þeir nú helmingi meira út en flutt er inn til þeirra. ÚTTEKT FYRIRHUGUÐ Erlendir sérfræðingar hafa gert athugun á íslenzka sælgæt- isiðnaðinum og í framhaldi af henni á nú að gera úttekt á stöðu 7 íslenzkra fyrirtækja, sem í þessari iðngrein starfa. Verður þá kannað, hvort auka megi hagkvæmni í rekstri og hugsanlega samstarf fyrirtækj- anna, hvort hepppilegt sé til dæmis, að einn eða tveir aðilar taki að sér alla brjóstsykurs- framleiðslu eða hvort æskilegt sé að kaupa sameiginlega pökk- unarvél fyrir fleiri en eitt sæl- gætisfyrirtæki. FV 2 1973 03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.