Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1973, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.02.1973, Blaðsíða 33
Fyrirtæki vörur þjónusta Fimmti hver bíll veldur tjóni Dæmi um 40 þús. króna iðgjald af bílatryggingu. Rætt við Valdemar J. IVIagnússon hjá Hagtryggingu. Hagtrygging hf. er hlutafé- lag, cins og nafnið bendir til, og eru hluthafar um 1000 tals- ins. Þa.ð var árið 1965, að fé- lagið var stofnað, og voru frumkvöðlar að því félags- menn í Félagi íslenzkra bif- reiðaeigenda, sem voru óá- nægðir með iðgjöld af bif- reiðatryggingum eins og þau voru þá. þar sem ekki var gerður nægur munur á góð- um og slæmum ökxnnönnum í iðgjöldum. Eftir að hafa árangurslaust reynt að fá tryggingarfélögin til að gera úrbætur þar á, hrundu þeir af stað Hagtrygg- ingu h. f. og hóf fyrirtækið starfsemi sína í Bolholti 4 með sex fastráðnum starfsmönnum. í dag er fyrirtækið í eigin hús- næði á tveimur hæðum í hús- inu Suðurlandsbraut 10 og starfsmenn eru 14 talsins, auk 70 umboðsmanna í öllum byggð- arlögum landsins. FV hitti framkvæmdastjór- ann, Valdemar J. Magnússon að máli fyrir nokkru og spurðist nánar fyrir um starfsemina. í samtalinu kom fram, að þótt fyrirtækið annist allar al- mennar tryggingar eru 70—80 % af veltu fyrirtækisins bif- reiðatryggingar og milli 7 og 8 þúsund bifreiðar tryggðar hjá því. Hagtrygging bauð fyrst tryggingarfélaga hér á landi hóplíftryggingar árið 1966 og annast í dag allar tegundir líf- trygginga eftir þörfum hvers og eins. Reikningsuppgjöri Hagtrygg- inga fyrir árið 1972 var ólokið er viðtal þetta fór fram, en ár- ið 1971 var velta þess um 45 milljónir og tjón það ár ekki Vcddimar J. Magnússon. undir 30 milljónum. Við upp- gjör á bókum fyrirtækisins 1971 sést að tap vegna bifreiða- trygginga er milli 4 og 5 millj- ónir króna. Sömu sögu kvað Valdemar að segja um bifreiðatryggingar annarra tryggingarfélaga það ár, enda hefðu tvö síðustu ár verið venju fremur óhagstæð fyrir þessi viðskipti og kæmi þar margt til, svo sem verð- stöðvun og afskipti ríkisvalds- ins, er mætti kröfum trygging- arfélaga um hækkun iðgjalda með því að leyfa þeim að lækka afslátt um 10% og auka sjálfsáhættu tryggingartaka í húftryggingum. Hefðu þessar aðgerðir hjálpað nokkuð en alls ekki reynzt fullnægjandi. Taldi Valdemar að til þess að stuðla að hallalausum rekstri þeirra, er tryggja bifreiðar, þyrfti vísi- tölutryggingu á iðgjöld, svo þau héldust í hendur við verð- bólgu, en á það sagði hann að skorti mikið. Sagði Valdemar það sitt álit, að iðgjöld ýmissa trygginga, þá kannski sérstaklega bruna- trygginga húsa, væru allt að 30% of há og vitnaði í því sam- banci til nýbirtra reikninga annaii. a tryggingarfélaga fyrir 1971, þar sem bifreiðatrygging- ar eru ekki nánda nærri eins stór þáttur rekstursins og hjá Hagtryggingu. En í þeim mátti sjá, að bifreiðatryggingar eru reknar með tapi hjá öllum, þó heildarútkoma hinna félaganna sýni nokkurn hagnað. Sagðist Valdemar vera andvígur af- skiptum ríkisvaldsins af iðgjöld- um, svo lengi sem þau ekki væru óeðlileg, þar eð sam- keppni milli tryggingarfélaga hlyti að sjá til að þau færu ekki úr hófi fram. Sagði hann að iðgjöld hér væru mun lægri en annars staðar, þar sem hann þekkti til, og taldi að í því sam- bandi væri óhætt að reikna bæði út frá gengi og kaupgetu manna, og einnig sagði hann að tjónatíðni vær hér miklu meiri og virtust íslendingar mestu ratar í umferðinni. Útkoma félagsins sýndi, að hér á landi ylli fimmti hver bíll tjóni og væri miðað við að hann skemmdi annan bil mætti ganga út frá að 40% bifreiða yrðu fyrir skemmdum árlega. Þetta kvað hann mætti kalla eins konar þjóðfélagsböl, og taldi að útkoman væri sízt betri hjá hinum félögunum, þar sem Hagtrygging byggi enn að sín- FV 2 1973 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.