Frjáls verslun - 01.02.1973, Blaðsíða 78
Gyróáttaviti
og hverfirúða
frá Ottó B. Arnar
A. SPERRY MARINE SYST-
EMS, sem er deild innan Sperry
Rand samsteypunnar, og hafa
þeir verksmiðjur í þremur lönd-
um: Bandaríkjunum, Englandi
og Japan. í Japan framleiðir
dótturfyriræki Sperry: Tokyo
Keiki Seizosho Co., m. a. rad-
artæki af fullkomnustu gerð.
Radartækin eru til með frá 16
upp í 96 sjómílna langdrægi, og
eru þau stærstu t.d. búin trufl-
anadeyfum vegna áhrifa ann-
arra radartækja, svo og vegna
áhrifa úrkomu á radarbylgjuna.
í Japan er einnig framleiddur
gyróáttaviti, sem er sniðinn fyr-
ir lítil skip, enda mjög fyrir-
ferðarlítill, en er einnig full-
gengur í stór skip. í Englandi
framleiðir Sperry m. a. sjálf-
stýritæki og fylgitæki fyrir
gyroáttavita, og í Bandaríkjun-
um eru framleiddir gyroáttavit-
ar og sjálfstýritæki, og eru síð-
arnefndu bæði í tengslum við
gyroáttavita og seguláttavita.
Fjöldi annarra siglingatækja er
framleiddur í Sperry verksmiðj-
unum, og má nefna dýptar-
mæla, skriðmæla o. fl.
B. KENT METERS LTD. er í
Englandi, en þeir framleiða
hverfirúður í báta og skip.
Margar gerðir og stærðir eru til
fyrir allar rafmagnsspennur.
Ymist má fá KENT hverfirúður
með mótor í miðri rúðu, eða
reimsnúnar með mótor utan við
rúðuna.
B & W Alpha dieselvélar
frá H. Benediktsson hf.
B&W Alpha dieselvélar eru
framleiddar af stærstu verk-
smiðju í Danmörku, sem fram-
Ieiðir dieselvélar í fiskibáta og
smærri farkosti.
Alpha-Diesel A/S er dóttur-
félag A/S Burmeister & Wain’s
Motor og Maskinfabrik af 1971,
í Kaupmannahöfn, sem er fram-
leiðandi á heimsmarkaðinum í
smíði stórra diselvéla.
Alpha-Diesel A/S hefur fram-
leitt diselvélar í meira en 70 ár,
og vegna staðsetningar verk-
smiðjunnar, í hafnarbænum
Frederikshavn, hafa framleið-
endurnir haft náin tengsl við
útgerðarmenn og kynnzt kröf-
um þeirra um traustar og gang-
vissar vélar.
í samvinnu við Burmeister &
Wain hefur Alpha-Diesel víð-
feðma þjónustu, með varahluta-
lagera í 35 höfnum víðsvegar
um heim.
B&W Alpha dieselvélum er
skipt í tvær gerðir véla.: Tví-
gengisvélar 300—900 hestafla
og fjórgengisvélar 1000—2250
hestafla.
B&W Alpha tvígengisvélar
300—900 hestajla.:
Þessi gerð er auðkennd: 400-
26 VO, þetta er sterk og einföld
diselvél, hæggeng (400 snún/
mín). Hún er tengd beint við
skiptiskrúfu, sem einnig er
framleidd af Alpha-Diesel A/S.
Þessi gerð vélar er sérstak-
lega ætluð fyrir fiskibáta og
minni skip til strandsiglinga,
þar sem vélin krefst ekki stöð-
ugs eftirlits á siglingu.
Þessi vélargerð var sett á
markaðinn árið 1966 með þeim
74
FV 2 1973