Frjáls verslun - 01.02.1973, Blaðsíða 81
Þetta núningsþol er um 70%
hærra heldur en vírkaðall 6 x
19 Seal, frá sömu verksmiðju,
sem þoíir 14000 snúninga, en
báðir vírkaðlarnir eru 6 x 19.
(9 x 9 x 1) x 1.
Togarasjómenn tala um
teygju í vírkaðli sem þeir nota
til togveiða. Það er rétt að all-
ur vír fellur í skorður, þegar
vírinn er nýr, en orsök teygj-
unnar byggist á því að vírkað-
all er ekki alltaf togvír þótt
hann sé 6 x 19, (9 x 9 x 1) x 1,
og vírinn í kaðlinum liggur
misjafnlega langur eftir mótun,
eftir því hve langt liggur í
vírnum teygist hann meir, t.d.
S. 156 togvír teygist sama sem
ekki neitt, eða svo lítið að ekki
skiptir máli, sem orsakast af
því að við mótun er vírinn þétt-
ar vafinn heldur en annar vír
af sömu gerð.
Þegar vírkaðall er keyptur
þá á kaupandi að spyrja um
núningsþol, fyrst og fremst, þar
sem styrkleikinn er fyrirfram
ákveðinn af reglugerðum, en
núningsþolið byggist á til hvers
á að nota vírinn, og er ekki
tilgreindur af regíugerðum. Þó
krefst brezka reglugerðin að
vír sem notast á og í sjó sé
galvanhúðaður samkvæmt BBS.
443, sem þýðir að vírinn sé galv-
anhúðaður tvisvar, og kalla
Bretar þennan vír „A“ en sami
vírinn er fyrir námuvinnslu og
ýmsa aðra notkun. ,,Z“ Þessi
galvanhúð er hugsuð sem ryð-
vörn fyrst og fremst.
Vírkaðall er samansettur af
t. d. 6 x 19 Seal. Það eru 6
vafningar og hver vafningur
inniheldur 19 víra. í þessu til-
felli er yzti vírinn grófastur,
síðan koma 9 fínni vírar og svo
einn í miðjunni, þessi vafningur
byggist á því að allir vírarnir
eru jafn langir, síðan inní þess-
um sex vafningum er hamp-
mergur sem er gegnbleyttur af
smurning til þess að sjór setj-
ist ekki inní hampinn og or-
saki ryð innanfrá, nú í seinni
tíð er líka farið að nota Poly-
propylene í þennan merg, vegna
þess að Polypropylene tekur
ekki í sig vatn.
Með tilkomu skuttogara, sem
hafa átakið beint afturúr sér,
má búast við að vírkaðallinn,
sem við höfum notað á síðu-
togarana verði ekki notaður
lengur, heldur verði notaður
vírkaðall 6 x 25 Warrington
Þessi vír er sterkari, en þolir
ekki sömu beygjur eins og 6
x 19, en þar sem vírinn fer
beint aftur úr skipinu, þarf ekki
iipurð 6 x 19 vírsins.
Snurpuvír er yfirleitt notaður
í samsetningu 6 x 37, (Ix6xl2x
12)xl en vír 6 x 36 Warrington-
Seale (1x7x7. 7xl4)xl, sem er
mun sterkari heldur en 6 x 37,
og þar að auki meira núnings-
þol.
Sociated Franco Espanola,
Bilbao, Spáni framleiðir um
6000 mismunandi gerðir af vír,
þó er mest af þessum vír Norm-
al, Langs lay, Relleno, Warring
ton, Seal, en eins og áður hefur
verið bent á, þá er sami vafn-
ingurinn ekki hentugur til t.d.
togveiða, og stálið er annað. En
vírkaðallinn sem mest er notað-
ur er 6 x 19, í ýmsu formi, og
verðið fer eftir því hve gott
stál er í vírnum og svo hve
mikið zink er í galvanhúðinni.
Togvírarnir sem hafa verið
notaðir á íslenzkum togurum,
hafa yfirleitt verið 6 x 19
Seal, sem hefur enzt að meðal-
tali um 5 til 6 mánuði, og hafa
útgerðarmenn keypt það bezta
sem þeir hafa þekkt samkvæmt
reynslu, en ekki er vitað til að
ráðgazt hafi verið við verkfræð-
inga eða framleiðendur að
nokkru ráði. Þó er vír mjög
kostnaðarsamur liður hjá út-
gerðinni og finnst mér það lág-
markskrafa af útgerðarmönn-
um sem kaupa vírkaðal að
spyrja um núningsþol, því ef
núningsþol vírsins er mikið þá
endist vírinn lengur og kostn-
aður minnkar.
Það á að rúlla ofan af vír,
aldrei að kasta honum yfir, eins
og gert er.
5*156
ný gerð af galvaniseruðum
togvír,sem fullnægir öllum
kröfum til togveiða frá:
1) CABLE S-156 2) CABLE 6 x 25 ! 1 FILLER
3) CABLE 6 X19+1 SEALE 4) CABLE 6 X 19 + 1 NORMAL
SANDVÍK HF.
Bárugötu15,Rvík. sími 25741, RO.Box763
10 20 30 40 50 60 70 80
AVALLT FYRIRLIGGJANDI
90 100 110
slitþol
FV 2 1973
77