Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1973, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.02.1973, Blaðsíða 23
svæðinu lækkaði niður í einn sjötta af venjulegu magni. Sams konar árangur hefur náðst í öðrum borgum. Þar af leiðandi er því haldið fram í skýrslunni, að bann við bílaumferð um viss borgarsvæði reynist árangursrík aðferð til að koma í veg fyrir mengun vegna útblásturs bifreiða. Af þessari ástæðu, og líka vegna umferðaröngþveitis og annarra ámóta vandræða, er í auknum mæli gripið til þess að „frið- lýsa“ borgarhluta fyrir bílaum- ferð eða takmarka hana veru- lega. GANGANDI VEGFARENDUR AÐEINS. í skýrslunni kemur líka fram, að 28 borgir í Þýzkalandi hafa síðan 1967 komið á umferðar- takmörkunum eða banni við bílaumferð á vissum svæðum, og eru þýzkar borgir, þar sem þess konar reglur gilda þá orðn- ar samtals 47. Hið sama blasir við í öðrum löndum Evrópu, og annars staðar í heiminum. Bílaumferð er bönnuð að meira eða minna leyti um vissar göt- ur í 20 hollenzkum borgum, 15 borgum í Danmörku, 15 í Frakklandi og 11 í Bretlandi. í sumum borgum er öll um- ferð vélknúinna ökutækja bönn- ins. Annars staðar gildir bannið aðeins á vissum tímum dags- ins, eða að það er miðað við einkabíla og vörubíla, þannig að strætisvagnar og leigubílar fá að aka óhindrað. Flutningar á varningi til afhendingar í verzlunum mega aðeins fara fram snemma að morgni eða á kvöldin, eða eftir vissum öku- leiðum. í langflestum tilvikum eru þessi forgangssvæði hinna gang- andi vegfarenda aðalverzlunar- götur viðkomandi borga eða þeir borgarhlutar, sem mestra vinsælda njóta hjá ferðafólki. Hvergi þekkist það, að heilli miðborg hafi verið lo'kað fyrir bílaumferð. Venjulega nær um- ferðarbann aðeins til einnar götu eða fárra samliggjandi í miðborginni. Undantekningalít- ið eru hliðargöturnar opnar. Skýrslan heldur áfram, og þar segir, að hvergi sé líklegt, að heilum miðborgarkjörnum verði lokað fyrir umferð á næst- unni, þar eð ekkert flutninga- kerfi, sem menn nú þekkja, geti fullnægt þörfum slíks svæðis ef einkabílarnir, strætisvagnar og vörubílar hafa verið teknir út úr dæminu. Þar segir líka, að kerfi, er fullnægt geti öllum kröfum að þessu leyti sé ekki í augsýn. Ein viðamesta áætlunin hefur verið gerð í Vínarborg, þar sem gert er ráð fyrir ,,bannsvæði“, er á að verða 1,2 kílómetrar í þvermál og inn á það verður eingöngu hleypt leigubílum, sem ekki valda mengun, og líka litlum strætisvögnum. VERNDUN SÖGULEGRA MINJA. Allvíða hafa umferðartak- markanir verið settar í borgum til þess að einkenni ævafornra miðborga eða einstakra sögu- legra staða spillist ekki. Þetta hefur verið gert sums staðar í París og Róm og mörg- um öðrum borgum, sem reistar voru endur fyrir löngu. Meginmarkmiðið með þessum takmörkunum er þó, samkvæmt niðurstöðum höfunda O.E.C.D. skýrslunnar, að vinna bug á umferðahnútum, gera viðkom- andi svæði meira aðlaðandi og hjálpa miðbæjarverzluninni jafnframt í samkeppni við verzlunarmiðstöðvar í úthverf- um. Nefna má dæmi um þetta frá Tókíó, þar sem bílaumferð hefur verið bönnuð í fjórum Samgöngur: Sérfræðingar benda á eftir- farandi ástæður fyrir vaxandi fylgi við áformin um gerð ganganna undir sundið: • Umferðin yfir Ermarsund mun aukast verulega eftir inn- göngu Breta í Efnahagsbanda- lagið. Járnbrautargöng eru að margra áliti bezta leiðin til að leysa flutningavandamálið, sem af þessu kann að hljótast. • Járnbrautarlestir, er færu með 240 kílómetra hraða eftir göngunum, myndu stytta ferða- meiriháttar verzlunarhverfum. Umferðartakmarkanir þekkjast líka í London. í desember síð- astliðnum var eingöngu stræt- isvögnum og leigubílum heim- iluð umferð um Oxford Street, frá Marble Arch að Oxford Circus, á tímabilinu frá kl. 11 að morgni til 'kl. 21. Fyrstu vísbendingar gefa til kynna, að þessi tilraun í London hafi gefizt vel, þó að hún sé of ný af nálinni til að vera get- ið í O.E.C.D.-skýrslunni. Fólk í innkaupahugleiðing- um hefur getað gengið í róleg- heitum þessa miklu verzlunai'- götu, sem áður var ein aðal umferðaræð borgarinnar með öllum þeim töfum og öngþveiti, sem því fylgdi. Og jólaverzlun- in sló öll fyrri met. Þó að höfundar skýrslunnar viðurkenni, að umferðarbann af þessu tagi sé enn á tilraun- arstigi, segja þeir augljóst, að skipuleggjendur borga verði að breyta viðhorfum sínum í grundvallaratriðum. Þeim beri að leggja sömu áherzlu á til- litið til hins gangandi vegfar- anda í framtíðinni og þeir hafa tekið til bílsins á liðnum ár- um. tímann milli London og mið- borgar Parísar um eina klukku- stund og er þá miðað við allar samgönguleiðir, sem farnar eru nú: Ferðatíminn flugleiðis, þar með talinn flutningur til og frá flugvelli, hefur þegar verið minnkaður eins og frekast er kostur. • Verði jarðgöngin ekki gerð, þurfa brezk og frönsk skipa- félög að verja óhemjufjármun- um til endurnýjunar á skipa- kosti. Margir segja, að jarðgöng- Ermarsundsgöngin enn á dagskrá Að nýju hefur verið blásið lífi í hugmyndina um að gera jarðgöng- undir Ermarsundið. Þar eð Bretland er nú komið í Efnahagsbandalag Evrópu, telja helztu fylgjendur hug- myndarinnar, að aðalhindruninni, — þeirri sálfræðilegu, — hafi verið rutt úr vegi. FV 2 1973 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.