Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1973, Side 77

Frjáls verslun - 01.02.1973, Side 77
Cummins díselvélar frá Birni og Halldóri Cummins-dieselvélaverksmið j - urnar hafa yfir 50 ára reynslu í smíði dieselvéla og eru nú meðal stærstu og þekktustu dieselvéla-framleiðenda í heiminum. Hér á landi hafa Cummins dieselvélar verið í notkun í f jölda ára bæði á landi og á sjó og er samróma álit allra eigenda þeirra að þær séu sérstaklega öruggar og ending- argóðar. Nú á seinni árum hafa þær mjög rutt sér til rúms í íslenzkum fiskiskipum og eru stöðut að auka á. Kemur þar fyrst og fremst til reynsla sú sem fengizt hefur á undanförn- um árum, sem felst í hagkvæm- ari rekstri og minna viðhaldi en almennt er á öðrum tegundum diselvéla. En auk þessa er rétt að geta þess að Cummins disel- vélarnar eru seldar með 2 ára ábyrgð og felur sú ábyrgð í sér allan kostnað og vinnu í sambandi við hugsanlegar bil- anir eða umskipti á vélahlutum sem teljast kunna gallar í fram- leiðslu vélanna. Eykur þetta að sjálfsögðu mjög á öryggi þeirra sem eiga og nota Cummins dieselvélar, samfara því að um- boðið hér á landi leggur sér- staka áherzlu á viðhald og þjón- ustu fyrir vélarnar og er vel birgt af viðhalds- og varahlut- um. Cummins diselvélar í fiski- báta, sem henta hér á landi, eru í 7 mismunandi stærðarflokk- um: 188 — 249 — 282 — 376 — 458 — 509 og 580 hestöfl, og er þá miðað við öxul-hestöfl, sem er það eina rétta þegar talað er um aflvélar í fiski- báta. Cummins vélar af ofan- greindum stærðum eru í all- mörgum fiskibátum hér á landi frá 30 til 105 smálesta af stærð. Verið er að ljúka niðursetningu tveggja véla og um leið að hefj- ast niðursetning annarra tveggja í 60—70 smálesta báta og verksmiðjurnar eru nú að senda frá sér tvær 580 hest- afla vélar sem eiga að fara í 170 lesta fiskiskip. Að lokinni vetrarvertíð verða svo settar nokkrar vélar í viðbót í báta af stærðunum 40 til 70 smá- lesta. Fjöldi Cummins véla í ís- lenzkum fiskibátum eykst jafnt og þétt með hverjum mánuðin- um. Cummins eru ekki síður þekktar sem rafstöðvar bæði til lands og sjávar og eru all- margar slíkar rafstöðvar í notk- un í íslenzkum síldveiðiskipum. Einkaumboðsmenn fyrir Cummins vélar hér á landi eru Björn & Halldór h. f. en það fyrirtæki hefir innt af hendi viðgerðir og tæknilega þjónustu fyrir fiskiflotann í meira en 20 ár og hefur þar af leiðandi langa og góða reynslu á því sviði. Fyr- irtækið hefir einnig einkaum- boð á íslandi fyrir hinar heims- þekktu TWIN DISC verksmiðj- ur, sem framleiða girkassa, afl- úttök og kúplingar, sem nú er næreingöngu notað við hrað- gengar dieselvélar. Fyrirtækið býður einnig upp á allan út- búnað fyrir aflvélar í skipum, s. s. skrúfuútbúnað, stjórntæki, dælur o. fl. o. fl. og annast nið- ursetningar Cummins vélanna í skip og báta. Aðaláherzlan er lögð á að bjóða aðeins það bezta sem völ er á og að veita við- skiptavinunum fyrsta flokks þjónustu á sviði véla og búnað- ar fyrir fiskiflotann. Björn & Halldór h. f. eru til húsa að Síðumúla 19 í Reykja- vík og reka þar fullkomið véla- verkstæði með sérþjálfuðum starfsmönnum. Framkvæmda- stjóri er Björn Guðmundsson. IVI.A.N. vélar frá Ólafi Gíslasyni & Co. hf. Segja má að dieselvélarnar séu enn mjög framarlega í flokki þeirra aflgjafa sem þekktir eru í dag. I meira en 70 ár hafa M.A.N. verksmiðj- urnar í Vestur—Þýzkalandi verið brautryðjendur í smíði dieselvéla, og hefur þessi langa reynsla gert þeim kleift að þróa þessa framleiðslu upp í það sem hún er í dag og skapa þeim þann virðingarsess sem vélar frá M.A.N. verksmiðjunum njóta. Aðalvélar og ljósavélar í skip og báta þurfa jafnan að upp- fylla ströngustu kröfur, jafn- framt því að þurfa að vera sparneytnar, ódýrar í rekstri og einfaldar í notkun. Það hreyfi- afl sem uppfyllir þessar kröfur er diselvélin. M.A.N. verksmiðj- urnar urðu fyrstar vélaframleið- enda í heiminum til að smíða dieselvélar og framleiða nú vél- ar >í allt að 48.000 h.p. að stærð. Flestar þessara véla eru gerðar fyrir skip. Hér á landi eru all- mörg skip búin vélum frá M.A.N. og má þar á meðal nefna fiskiskip, hafrannsóknar- skip og varðskip. Auk skuttog- arans m.s. „Bjarna Benedikts- sonar“ RE 210, sem nýkominn er frá Spáni, má nefna 3 aðra skuttogara af sömu stærð, sem eru í smíðum á Spáni, ásamt 5 öðrum skuttogurum af minni gerð, og eru öll þessi skip búin aðalvélum og ljósavélum af M.A.N. gerð. Auk véla framleiða M.A.N. verksmiðjui’nar bíla, krana, brýr, lyftur, prentvélar o. fl. FV 2 1973 73

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.