Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1973, Side 20

Frjáls verslun - 01.02.1973, Side 20
eru við vegagerð, námugröft og jarðgangagerð. Finnar fram- leiða mjög vandaðar vélar fyr- ir trésmíðaverkstæði og hefur norski timburiðnaðurinn mikla þörf fyrir slík tæki. Norðmenn hafa keypt þrjár pappírsverk- smiðjur frá Finnlandi með öll- um tiheyrandi útbúnaði, og hafa þær tekið til starfa. Norður- landaþjóðirnar hafa aukið mjög samhæfni í framleiðslu á ails kyns tækjum og vélum, sem leitt hefur til þess að Finnar framleiða nú t.d. flest allar lyft- ur sem notaðar eru á Norður- löndum. FÖT TIL NOREGS FYRIR 80,4 MILLJ. N. KR. Vinsælustu finnsku vörurnar í Noregi, eins og viðar, er til- búinn fatnaður frá finnska tízkuiðnaðinum, sem á undan- förnum árum hefur vakið at- hygli og eftirspurn um allan heim. Mest kaupa Norðmenn af tilbúnum finnskum barnafatn- aði og kvenfatnaði. Árið 1971 seldu finnskir fataframleiðend- ur tilbúinn fatnað til Noregs fyrir 80,4 millj. n. kr. Þá eru Norðmenn stærstu viðskiptavin- ir finnskra skóframleiðenda. Á s.l. ári keyptu þeir m. a. 400,- 000 pör af skóm frá Finnlandi. Auk þess kaupa þeir 7 % af heildar vefnaðarvöruframleiðsl- unni og eru meðal fimm stærstu viðskiptaþjóða Finna á þessu sviði. SKARTGRIPIR VINSÆLIR. Norskar verzlanir kaupa mik- ið af glervörum, postulíni, kera- miki, borðbúnaði og öðrum slík- um búnaði til heimilisnota. Finnskir húsgagnaframleiðend- ur eiga aftur á móti í harðri samkeppni við sænska og danska framleiðendur á norska húsgagnamarkaðinum. En finnskir skartgirpir eru vinsæl- ir í Noregi og kaupa Norðmenn mest allra þjóða af þeim. Þá má ekki gleyma sölu á finnskum ísskápum, frystikist- um, sjónvörpum og útvarps- tækjum. Finnsk sjónvörp eru t. d. í þriðja sæti á norska mark- aðinum. Mikið er selt af til- búnum finnskum sauna-böðum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Finnsk skíði og tilheyrandi út- búnaður er vinsæll í Noregi og norskir bílaeigendur láta vel af finnskum hjólbörðum, en þó sérstaklega af snjóhjólbörðum. f norskum matvöruverzlunum má sjá úrval af finnskri mat- vöru, kexi, líkjör og vodka. Af ofangreindu má sjá, að lífleg verzlun á sér stað milli Finna og Norðmanna. Útflytj- endur í báðum löndunum líta framtíðina björtum augum á á- framhaldandi viðskipti sín á milli. Menn spyrja: Hvað veldur þessari öru aukningu milliríkja- verzlunarinnar? í fyrsta lagi eiga þessar þjóð- ir margt sameiginlegt og segja má að smekkur Finna og Norð- manna og allra íbúa Norður- landa sé mjög svipaður á flest- um sviðum. Þá hefur EFTA átt drjúgan þátt í að auka viðskipti milli frændþjóðanna og einfald- að þau stórlega að auki. Ekki má gleyma að stutt er milli landanna og því auðvelt að koma vörunni frá framleiðanda til kaupanda. Auk þess hefur opnazt vegasamband milli Nor- egs og Finnlands um nyrztu hér- uð landanna, sem aukið hefur samskipti þjóðanna verulega. EIGIN SÖLUSKRIFSTOFUR. Eins og fyrr greindi, þá hafa finnskir framleiðendur umboðs- menn í Noregi, en þó hafa 15 finnsk fyrirtæki opnað eigin söluskrifstofur í Osló. Dreifing- arkerfi norsku verzlunarinnar var -bæði lélegt og þungt í vöf- um, allt fram til ársins 1960, en þá komu til sögunnar stærri og öflugri heildsölufyrirtæki og stórar kjörverzlanir, sem hafa valdið byltingu á sviði verzlunar þar í landi, sem vdðar. Með fækkun heildverzlana hef- ur kaupmáttur stærri fyrir- tækja au'kizt og betri kjör skap- azt. Finnskir framleiðendur hafa verið virkir þátttakendur í öll- um vörusýningum í Noregi og löndum, sem þeir verzla mikið við. Þetta hefur ýtt mjög undir verzlunina og skapað um leið gagnkvæmt traust milli selj- anda og kaupanda. Fram til þessa hafa stærri fyrirtæki Finnlands haft mestan áhuga á norska markaðinum, en nú eru smærri fyrirtæki að fylgja í fótspor hinna stærri. Frystihúsaeigendur Takið TERRAZZO á gólfin, því að það mœlir með sér sjálft. S. HELGASON HF.f STEINIDJA EINHOLTI 4, REYKJAVÍK. SÍMAR 14254 OG 26677. 16 FV 2 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.