Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 14
Pétur Sæmundsen, bankastjóri, Sveinn Valfells, form. bankaráðs, og Bragi Hannesson, bankastjóri. Bankamál: Iðnaðarráðherra Moregs fiytur hér fyrirlestur — i tilefni af 20 ára afmæli Iðnaðarbankans Iðnaðarbanki íslands h.f. minnist um 'þessar mundir 20 ára afmælis síns. Hefur öll starfsemi bankans vaxið mjög á þessum tíma og nema nú inn- lán í honum 1.434 milljónum króna og útlán 1.193 milljón- um. Hlutafé er 30 milljónir og varasjóður 23,5 milljónir. Hluthafar í Iðnaðarbanka ís- lands eru rúmlega 1200 og eru þeir langflestir starfandi í iðn- aðinum, iðnaðarmenn, iðn- verkafólk og iðnrekendur. í bankaráði eiga nú sæti: Sveinn Valfells, forstjóri, for- maður, Vigfús Sigurðsson, húsa- smíðameistari, varaformaður, Haukur Eggertsson, fram- kvæmdastjóri, ritari, Benedikt Davíðsson, húsasmiður, og Guð- mundur Ágústsson, hagfræð- ingur. Bankastjórar eru Bragi Hannesson, lögfræðingur, og Pétur Sæmundsen, viðskipta- fræðingur, en þeir hafa gegnt bankastjórastörfum frá 1963. Iðnaðarbankinn rekur nú fjögur útibú, tvö í Reykjavík, í Hafnarfirði og hið fjórða á Akureyri. Fastráðnir starfs- menn eru 58, 39 í aðalbankan- um og 19 í útibúum. Við stofnun Iðnaðarbankans var ákveðið að hann tæki við daglegum rekstri Iðnlánasjóðs. Hefur sú skipan haldizt síðan, en á þessu tímabili hefur starf- semi sjóðsins vaxið mjög. Á síðastliðnu ári veitti sjóðurinn samtals 207 lán, að fjárhæð 176,3 milljónir króna. í árslok 1972 voru útistandandi lán sjóðsins 1405, að fjárhæð 673,4 milljónir. í tilefni af 20 ára afmæli bankans hafa stjórnendur hans ákveðið að bjóða hingað til lands iðnaðarráðherra Norð- manna, Ola Skær Bræk. Kem- ur hann hingað til lands um miðjan ágúst og mun halda op- inberan fyrirlestur um hlut- verk banka í þróun iðnaðar. Verftlag í OECD-löndum: Hvergi jafnmiklar hækkanir og hér í skýrslu OECD um ástand og horfur í efnahagsmálum ís- lendinga er því spáð, að hag- vöxturinn muni verða enn hæg- ari á þessu ári en undanfarið, en verðbólgan haldi áfram að magnast. Því er spáð, að í fiskveiðum og fiskvinnslu verði svipuð umsvif og verið hefur, en draga muni úr verklegum fram- kvæmdum. Þó er gert ráð fyr- ir verulegri þenslu í peninga- málum og á vinnumarkaði enn um sinn, einkanlega í Reykja- vík og nágrenni. Á sama tíma munu utanaðkomandi áhrif verka verðbólguaukandi vegna örra verðhækkana á heims- markaði, bæði á útfluttum sem innfluttum vörum, en einnig í beinu framhaldi af gengisfell- ingu krónunnar í fyrra og vegna hækkandi verðgildis helztu gjaldmiðla gagnvart dollarnum. Úr þessum þrýst- ingi verður þó eitthvað dregið með gengishækkuninni, sem ný- afstaðin er á íslandi. Samkvæmt upplýsingum, sem OECD birti fyrir skömmu um þróun verðlags á neyzlu- vörum í aðildarlöndum samtak- anna, hafa hækkanir milli ára 1972-1973 hvergi verið meiri en á íslandi. f febrúar á þessu ári höfðu verðhækkanir á neyzluvarn- ingi numið 16,6% á íslandi miðað við febrúar á fyrra ári. Tyrkland var næst á eftir okk- ur með 12,2% og írland í þriðja sæti með 10,0 % hækkun. Á hin- um Norðurlöndunum leit dæm- ið þannig út: Danmörk 7,7%, Noregur 7,7%, Svíþjóð 6,1% og Finn- land 8,6%. 14 FV 6 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.