Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 14
Pétur Sæmundsen, bankastjóri, Sveinn Valfells, form. bankaráðs, og Bragi Hannesson, bankastjóri.
Bankamál:
Iðnaðarráðherra Moregs
fiytur hér fyrirlestur
— i
tilefni af 20 ára afmæli Iðnaðarbankans
Iðnaðarbanki íslands h.f.
minnist um 'þessar mundir 20
ára afmælis síns. Hefur öll
starfsemi bankans vaxið mjög
á þessum tíma og nema nú inn-
lán í honum 1.434 milljónum
króna og útlán 1.193 milljón-
um. Hlutafé er 30 milljónir og
varasjóður 23,5 milljónir.
Hluthafar í Iðnaðarbanka ís-
lands eru rúmlega 1200 og eru
þeir langflestir starfandi í iðn-
aðinum, iðnaðarmenn, iðn-
verkafólk og iðnrekendur.
í bankaráði eiga nú sæti:
Sveinn Valfells, forstjóri, for-
maður, Vigfús Sigurðsson, húsa-
smíðameistari, varaformaður,
Haukur Eggertsson, fram-
kvæmdastjóri, ritari, Benedikt
Davíðsson, húsasmiður, og Guð-
mundur Ágústsson, hagfræð-
ingur.
Bankastjórar eru Bragi
Hannesson, lögfræðingur, og
Pétur Sæmundsen, viðskipta-
fræðingur, en þeir hafa gegnt
bankastjórastörfum frá 1963.
Iðnaðarbankinn rekur nú
fjögur útibú, tvö í Reykjavík,
í Hafnarfirði og hið fjórða á
Akureyri. Fastráðnir starfs-
menn eru 58, 39 í aðalbankan-
um og 19 í útibúum.
Við stofnun Iðnaðarbankans
var ákveðið að hann tæki við
daglegum rekstri Iðnlánasjóðs.
Hefur sú skipan haldizt síðan,
en á þessu tímabili hefur starf-
semi sjóðsins vaxið mjög. Á
síðastliðnu ári veitti sjóðurinn
samtals 207 lán, að fjárhæð
176,3 milljónir króna. í árslok
1972 voru útistandandi lán
sjóðsins 1405, að fjárhæð 673,4
milljónir.
í tilefni af 20 ára afmæli
bankans hafa stjórnendur hans
ákveðið að bjóða hingað til
lands iðnaðarráðherra Norð-
manna, Ola Skær Bræk. Kem-
ur hann hingað til lands um
miðjan ágúst og mun halda op-
inberan fyrirlestur um hlut-
verk banka í þróun iðnaðar.
Verftlag í OECD-löndum:
Hvergi jafnmiklar
hækkanir og hér
í skýrslu OECD um ástand
og horfur í efnahagsmálum ís-
lendinga er því spáð, að hag-
vöxturinn muni verða enn hæg-
ari á þessu ári en undanfarið,
en verðbólgan haldi áfram að
magnast.
Því er spáð, að í fiskveiðum
og fiskvinnslu verði svipuð
umsvif og verið hefur, en draga
muni úr verklegum fram-
kvæmdum. Þó er gert ráð fyr-
ir verulegri þenslu í peninga-
málum og á vinnumarkaði enn
um sinn, einkanlega í Reykja-
vík og nágrenni. Á sama tíma
munu utanaðkomandi áhrif
verka verðbólguaukandi vegna
örra verðhækkana á heims-
markaði, bæði á útfluttum sem
innfluttum vörum, en einnig í
beinu framhaldi af gengisfell-
ingu krónunnar í fyrra og
vegna hækkandi verðgildis
helztu gjaldmiðla gagnvart
dollarnum. Úr þessum þrýst-
ingi verður þó eitthvað dregið
með gengishækkuninni, sem ný-
afstaðin er á íslandi.
Samkvæmt upplýsingum,
sem OECD birti fyrir skömmu
um þróun verðlags á neyzlu-
vörum í aðildarlöndum samtak-
anna, hafa hækkanir milli ára
1972-1973 hvergi verið meiri en
á íslandi.
f febrúar á þessu ári höfðu
verðhækkanir á neyzluvarn-
ingi numið 16,6% á íslandi
miðað við febrúar á fyrra ári.
Tyrkland var næst á eftir okk-
ur með 12,2% og írland í þriðja
sæti með 10,0 % hækkun. Á hin-
um Norðurlöndunum leit dæm-
ið þannig út:
Danmörk 7,7%, Noregur
7,7%, Svíþjóð 6,1% og Finn-
land 8,6%.
14
FV 6 1973