Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 71
nauðsynlegra gagna til skýr- ingar á framtali. Enn fremur er skattayfirvöldum heimilt að krefjast aðgangs að bókhalds- gögnum aðila, samningum, verzlunarbréfum og öðrum slík- um skjölum, til athugunar og endurskoðunar. A sama hátt er heimilt að krefja skattþegn og ábyrga forstöðumenn skatt- skyldra fyrirtækja eða stofnana um nauðsynlegar upplýsingar svo og að þeir veiti eftirlits- mönnum eða endurskoðendum skattyfirvalda aðgang að skrif- stofum, vinnustöðvum, vöru- geymsluhúsum og öðrum þess háttar stöðum til birgðakönnun- ar og annars eftirlits með við- skiptum hlutaðeigenda. Þá segir þar ennfremur, að skattstjórar og skattanefndir hafi rétt til þess að krefjast upplýsinga af þeim, sem keypt hafi af söluskattskyldum aðila eða selt honum vörur eða haft við hann önnur viðskipti. Einnig skulu félög og félagasamtök at- vinnurekenda, iðnaðarmanna og annarra viðkomandi aðila skyld að gefa upplýsingar um meðlimi sína og atvinnu þeirra. Opinberar stofnanir skulu veita aðgang að öllum þeim gögnum, sem að dómi skatt- stjóra og skattanefndar eru nauðsynleg til endurskoðunar framtals og ákvörðunar fram- tals og ákvörðunar söluskatts og er forstöðumönnum og starfs- mönnum þessara stofnana skylt að láta skattstjóra, skattanefnd eða starfsmönnum þeirra í té alla nauðsynlega aðstoð og upp- lýsingar, sem óskað er eftir og unnt er að veita. • Mat skattyfirvalda — ekki dómstóla í dómi þeim, sem greint var frá hér í upphafi, en hann var kveðinn upp á árinu 1965, voru málavextir þessir: Hinn 16. júlí það ár, ritaði ríkisskattstjóri Landsbanka ís- lands svo hljóðandi bréf: — Jafnframt því, sem vér vís- um til 36. gr. laga nr. 55/1964 um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. lög nr. 70/1965, er hérmeð óskað upplýsinga um viðskipti neðangreindra aðila við yður, sem eru: „Hr. S. S., kaupmaður, Reykjavík. Verzlunin Ö., Reykjavík. Óskað er upplýsinga um eftir- farandi: 1. Höfðu ofangreindir aðilar einhverja veltufjárreikninga (hlaupareikninga, reikningslán, aðra ávísanareikninga) hjá yð- ur á árunum 1962 og 1963? Ef svo er, óskast oss látið í té af- rit af umræddum reikningum. 2. Áttu ofangreindir aðilar innstæður á sparifjárreikning- um hjá yður á árunum 1962 og 1963? Ef svo hefur verið, óskast oss látið í té afrit af umræddum reikningum. 3. Skulduðu ofangreindir aðil- ar yður á umræddu tímabili (ár- unum 1962 og 1963)? Óskað er afrita af þeim skuldareikning- um. Sérstaklega er óskað afrita úr víxlaspjaldskrá. 4. Hafi aðilar þessir á ofan- greindu tímabili haft önnur við- skipti við yður en að framan voru nefnd, óskast gerð grein fyrir þeim. Umbeðnar upplýsingar óskast veittar eigi síðar en 21. júlí n.k.“ Eins og greint var frá hér í upphafi, neitaði bankinn að veita umbeðnar upplýsingar og það varð til þess, að ríkisskatt- stjóri (rannsóknardeild) óskaði þess, að sakadómur tæki málið til meðferðar í samræmi við skattalög. Var þess krafizt, að framangreindar upplýsingar yrðu látnar af hendi. Af hálfu Landsbankans var þvi lýst yfir, að honum væri ekki heimilt samkv. lögum og reglugerðum bankans að veita þessar upplýsingar, enda hefði bankinn sama dag og ríkisskatt- stjóri sneri sér til sakadóms, sent ríkisskattstjóra bréf og synjað um þessi gögn á þeim forsend- um. Hins vegar var af hálfu bankans ekki neitað um upp- lýsingar af þessu tagi, ef fyr- ir lægi dómsúrskurður hverju sinni. í dóminum segir, að samkv. lögum um Landsbankann sé bankaráð, bankastjórar og allir starfsmenn bankans bundnir þagnarskyldu um allt það, sem snerti hagi viðskiptamanna bankans og þeir fái vitneskju um í starfi sinu. í lögum um tekjuskatt og eignarskatt sé hins vegar kveðið á um það, að stjórnendum banka og sparisjóða sé skylt að láta skattyfirvöldum í té allar nauð- synlegar upplýsingar og skýrsl- ur, sem um sé beðið og unnt sé að láta í té. Ennfremur hafi rík- isskattstjóri aðgang að bókum banka og sparisjóða. Samkv. Landsbankalögunum sé forráðamönnum og starfs- mönnum bankans bannað al- mennt að skýra frá því, sem þeir hafa í starfi sínu komizt að um hagi viðskiptamanna bankans. Samkv. skattalögum sé þeim hins vegar skýlaust gert að skyldu að láta í té slíkar upp- lýsingar til tiltekins aðila. Sé ljóst, að mat á því hvort þörf sé á slíkum upplýsingum, beri undir skattyfirvöld sjálf en ekki dómstóla, þannig að ekki sé þörf dómsúrskurðar í hverju ein- stöícu tilviki. Ákvæði skattalag- anna séu sérákvæði, sem gangi fyrir ákvæðum Landsbankalag- anna, sem sé almenns eðlis og auk þess yngri. Með tilliti til þessa sé það augljóst, að Lands- bankanum sé skylt að láta skatt- yfirvöldum í té upplýsingar þær, sem beðið var um. • Gangi ekki of langt Ljóst er af því, sem rakið hef- ur verið hér að framan, að á vettvangi skattamála hefur hið opinbera áskilið sér rika heim- ild til þess að rjúfa viðskipta- leyndina. Við slíku er í raun- inni lítið að segja. Rökin fyrir því eru skýr og ótvíræð. En reynslan hefur sýnt, að vald hins opinbera hefur ríka tilhneigingu til þess að seilast inn á svið ein- staklingsréttarins og skerða hann um of, oft án fullnægjandi eða verulegra ástæðna. Þessu veldur fyrst og fremst,hve leik- urinn er ójafn. í almætti sínu gengur hið opinbera of langt í valdi sínu á kostnað einstakl- ingsins. Því ber svo sannarlega að vera á verði gagnvart valdi hins opinbera á þessu sviði sem svo mörgum öðrum. (Heimildir: Hœstaréttardóm- ar o. fl.). PLASTPOKAR h.f. LAUGAVEGUR 71 SÍMI 18454 AVERY! VERÐMERKIVÉLIN í ALLAR VERZLANIR vélin er auöveld í notkun- veró-tölu er breytt meó einu handtaki Stimplar allt aö 150 verömiöa á mínútu. FV 6 1973 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.