Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 53
is eru ýmsar aðrar bygginga- framkvæmdir í gangi í Neskaup- stað. Má þar nefna fyrirhugaða stækkun fjórðungssjúkrahúss- ins, sem byrjað verður á í sum- ar, en það er um 10.000 rúm- metra bygging. Ennfremur hef- ur verið veitt leyfi til stækk- unar prentsmiðjunnar, bygging- ingar fiskmóttökuhúss og út- hlutað hefur verið lóð fyrir stál- grindarhús. Þá er kaupfélagið að láta reisa vörugeymslu og verzl- unarhús. Verið er að stækka barnaskólann og byggingu bíla- verkstæðis er að ljúka. Selfoss: Húsnæðismál á Selfossi voru í allsæmilegu ástandi þar til eldgosið hófst í Vestmannaeyj- um, en þá flutti mikið af Vest- mannaeyingum þangað. Ríkir nú húsnæðisskortur á staðnum. Núna er nýbúið að úthluta þar lóðum undir 60 einbýlishús, 25 raðhús og 54 íbúðir í fjölbýlis- húsum, og var þó ekki hægt að fullnægja eftirspurninni. Af þessum lóðum fékk Viðlagasjóð- ur 35 lóðir undir sín hús. Geta má þess einnig, að Vélsmiðjan Þór, sem áður var í Vestmanna- eyjum, er nú að reisa hús undir starfsemi sína á Selfossi. Eitt stærsta verkefni bæjar- félagsins er gatna- og holræsa- gerð í þessu nýúthlutaða íbúða- hverfi. Af öðrum framkvæmd- um, sem í gangi eru á Selfossi, má nefna f ramkvæmdir við nýtt sjúkrahús, en í lok síðasta árs var byrjað á grunni þess. Þá er Kaupfélag Árnesinga með stórt hús í smíðum, sem áætlað er að lokið verði við á árinu. Undir- búningsviðræður eru í gangi um byggingu félagsheimilis og hótels á Selfossi en ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir þar að lútandi. Kópavogur: Mikil þensla er í byggingum í Kópavogskaupstað og margt á döfinni í þeim efnum. Er þar fyrst að nefna fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir í Foss- vogsdalnum, Kópavogsmegin, sem nýlega voru kynntar al- menningi. Þetta eru aðallega tvö hverfi, sem hlotið hafa nöfnin Snælandshverfi og Ástúns- hverfi. Búizt er við, að undir- búningsframkvæmdir, þ. e. gatna- og holræsagerð í Snæ- landshverfi hefjist í júlí og að þar verði milli 557 og 586 íbúð- ir í 139 einbýlis- og raðhúsum, en 418—447 íbúðir í fjölbýlis- húsum. Bæði þessi hverfi munu byggjast upp þannig að skipu- lag verði miðað við, að sú byggð, sem þar er núna, fái að standa. Ekki er vitað, hvenær Ástúns- hverfið verður skipulagt, en stefnt er að því að það verði fljótlega. Þá eru nýhafnar fram- kvæmdir við byggingu 2ja fjöl- býlishúsa í miðbæ Kópavogs, alls um 200 íbúðir og verður annað þessara húsa hannað þannig að það henti sem skrif- stofuhúsnæði síðar, ef þörf kref- ur. Einnig verður í miðbænum reist 1500 fermetra verzlunar- húsnæði. Af öðrum framkvæmdum í Kópavogi má nefna viðbætur við Kópavogsskóla (4 stofur) og 2. áfanga Þinghólsskóla, sem bú- izt er við, að verði lokið á næsta ári. Mikill skortur er á skóla- húsnæði í Kópavogi, einkum við barnaskólana og er ætlunin að fá lausar skólastofur við þá næsta vetur. Þá er unnið að undirbúningi íþróttasvæðis við Fífuhvammsveg og á viðræðu- stigi er smíði íþróttahúss með áhorfendasvæðum. Hitaveituframkvæmdir eru í Kópavogi, en það er Hitaveita Reykjavíkur sem sér um þær, og er hún nú að leggja aðalæð- ina til Kópavogs en henni er einnig ætlað að geta þjónað Garðahreppi og Hafnarfirði. Þá er gatnagerðin í fullum gangi. Olíumöl verður lögð á götur víða í bænum í sumar og verið er að ganga frá tengingu Borgarholts- brautar inn á Kópavogsbrúna. ISLENZK FYRIRTÆKI 73 er komin út. Bókin er uppsláttarrit um íslenzk fyrirtæki, félög og stofnanir og vöru- og viðskiptahandbók. í bókinni, sem er 800 bls., er að finna ítarlegri upplýsingar um þessa aðila en hægt er að fá annars staðar. Send gegn póstkröfu. FRJÁLST FRAMTAK HF. LAUGAVEGI 178. — SIMI 82300-82302. FV 6 1973 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.